Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Side 50
Jóhannes Skaftason lektor og Þorkell Jóhannesson prófessor: ALKÓHÓL (ETANÓL) í BLÓÐI EFTIR DRYKKJU ÁFENGIS FASTANDI OG AÐ LOKINNI MÁLTÍÐ Höfundar þessarar greinar hafa oft undrast, hve lítill greinarmun- ur er gerður á því, hvort menn neyta áfengis með eða án matar. Virð- ist svo sem t.d. lögreglumenn, lögmenn og dómarar geri sér ekki ljóst, að neysla matar getur mjög dregið úr því magni alkóhóls (etanóls), sem frásogast frá meltingarvegi og inn í blóðbrautina. Er þannig oft umtalsverður munur á þéttni alkóhóls í blóði einstaklings eftir því, hvort hann hefur matast með áfengisneyslu eða skömmu áður eða ekki. Af þessum sökum þykir rétt að gera grein fyrir lítilli tilraun, sem ætlað er að skýra þetta samhengi nokkru nánar. Efniviður og aðferðir Til tilraunarinnar voru valdir fjórir læknastúdentar (nr. 1—4), er gáfu sig fram. Stúdentar nr. 2 og 3 voru um það bil jafnþungir (ca. 71 kg). Stúdentar nr. 1 og 4 voru mun þyngri, en voru um það bil jafnþungir (ca. 98 kg). Tilraunin var í tvennu lagi. 1 fyrri hluta tilraunarinnar skyldu þeir drekka tiltekið magn af whisky eða vodka ásamt blöndunarvökva á fastandi maga. Þeim var leyft að borða venjulegan morgunmat á bil- inu kl. 8—9 að morgni, en skyldu síðan vera fastandi til kl. 14—14.30 síðdegis, er tilraun hófst. I seinni hluta tilraunarinnar, sem fram fór nokkrum vikum síðar, skyldu þátttakendur neyta máltíðar á bilinu 12—13 í matsal Landspítalans eða um það bil 2 klst. áður en tilraun hófst. Stúdentarnir voru teknir saman í tilraun tveir í senn. Aðaluppi- staða í þeirri máltíð, er tveir þeirra neyttu í matsal Landspítalans, var hrognkelsi, en steikt lifur í þeirri máltíð, er hinir tveir neyttu þar. Keypt var whisky og vodka í Á.T.V.R. Tveir stúdentar (nr. 3 og 4) 206

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.