Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 8
1.1 Þróun stjórnsýslu og stjórnarfarsréttar hér á landi og erlendis. Áður en ég vík að sjálfri spurningunni, er rétt að hafa eftirfarandi í huga: Stjórnarfarsréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar þar sem þróunin hefur verið hvað örust hin síðari ár. Ástæður þessa eru eink- um þær, að starfsemi hins opinbera hefur aukist ár frá ári og um leið hafa starfshættir breyst innan stjórnsýslunnar svo og viðhorf al- mennings til hennar. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Aftur á móti hefur íslenskur stjórnarfarsréttur sem fræðigrein nánast staðið í stað allt frá árinu 1955, er brautryðjanda- verk Ólafs Jóhannessonar um íslenskan stjórnarfarsrétt leit dagsins ljós. Þessi stöðnun á hinu lögfræðiléga sviði stj órnarfarsins, ef svo má að orði komast, hefur leitt til mikils misræmis vegna hinnar öru þróunar á öðrum sviðum stjórnarfarsins. Vík ég að þessu atriði nánar hér á eftir. Flestir íslenskir lögfræðingar eru að vonum ókunnugir þeim viðhorf- um, sem uppi eru í stjórnarfarsrétti annarra landa, þótt ekki sé litið lengra en til hinna Norðurlandanna. Segja má, að doktorsrit Paul Andersen um ógildar stjórnarathafnir, sem út kom í Danmörku árið 1924, hafi lagt grundvöllinn að dönskum, og þá um leið íslenskum, stjórnarfarsrétti. Rit Ólafs Jóhannessonar, sem áður var vitnað til, byggist t.d. að verulegu leyti á þeim hugmyndum, er fram komu í þessari doktorsritgerð. Síðan hefur orðið gjörbylting í norrænum stjórnarfarsrétti, sem dregið hefur dám af því, sem hefur verið að gerast í þýskum og engilsaxneskum rétti. Eiríkur Tómasson lauk lagaprófi 1975 og var síðan við framhaldsnám í stjórnarfarsrétti í Lundi 1975—76. Hann varð fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1976 og var síðar að- stoðarmaður Ólafs Jóhannessonar, er hann var dómsmála- og viðskiptaráðherra, og Stein- gríms Hermannssonar, þegar hann var dóms- málaráðherra. Frá haustinu 1979 hefur Eirík- ur starfað sem lögmaður í Reykjavík. Sam- hliða fyrrgreindum störfum hefur hann verið kennari við Hl, fyrst í viðskiptadeild, en nú í lagadeild. í erindinu, sem hér er birt, setur hann fram þá skoðun, að brýn þörf sé á al- mennum íslenskum lögum um málsmeðferð í stjórnsýslunni. 130

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.