Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 34
tion of domestic remedies“), þar sem hann hafi vanrækt að höfðu skaðabótamál á hendur lögreglumanninum, læknunum og innbrots- þjófunum. Þá hefði hann heldur ekki krafizt dómsúrskurðar um lögmæti handtökunnar og eftirfarandi varðhalds. 2. Þá kærði hann einnig yfir því, að hann hefði ekki haft sama tæki- færi til þess að leiða og spyrja vitni, er báru honum í hag, eins og þau vitni, er báru honum í óhag, sbr. 3. tl. 6. gr. Sáttmálans. Nefndin benti á, að téð ákvæði ætti einungis við um þá, sem bornir væru sökum um glæpsamlegt athæfi. Kærandi hafi ekki verið bor- inn slíkum sökum. Vísaði nefndin því þessu kæruatriði frá, þar sem það væri í ósamræmi við réglur sáttmálans („incompatible ratione materiae") í merkingu 2. mgr. 27. gr. Sáttmálans. 3. Sama ástæða leiddi einnig til frávísunar á þeim kæruatriðum, að ekki hefði verið höfðað sakamál á hendur sakadómaranum og öðr- um mönnum, svo og því, að mál hans var ekki endurupptekið. Benti nefndin á, að Sáttmálinn tryggði hvorki rétt til að láta höfða refsi- mál gegn dómurum, opinberum starfsmönnum né einstaklingum, né heldur til þess að fá mál endurupptekið. 4. Að endingu kvartaði hann yfir því, að aðrir starfsmenn dómgæzl- unnar hefðu látið hann sæta ómannlegri meðferð. Hann kærði út af aðbúnaðinum í varðhaldinu og því, að hömlur voru lagðar á bréfaskipti hans og símtöl meðan hann sat í varðhaldinu. Vitnaði hann til 9. gr., 10. gr. og 13. gr. Sáttmálans, svo og 3. gr. Viðbótar- samnings við Sáttmálann. (Er bannar þegnflæmingu). Nefndin vísaði einnig þessum kæruatriðum frá, þar sem kærandi hefði ekki komið fram með fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum sínum. Kæran hafi því augsýnilega ekki við rök að styðjast í skilningi 2. mgr. 27. gr. Sállmálans. Hinn 11. júlí 1975 úrskurðaði nefndin í 13 kærumálum gegn Islandi (Applications Nos 6798—6810/74). Allir kærendur höfðu haldið hund. Tólf þeirra bjuggu í Reykjavík og einn í Kópavogi, þar sem hundahald var bannað skv. heilbrigðis- reglugerðum byggðum á lögum nr. 8/1924 um bann við hundahaldi í kaupstöðum og kauptúnum. Kærendur kvörtuðu undan því, að á tímabilinu ágúst 1968—janúar 1974 hefðu lögreglumenn komið til þeirra eða barna þeirra og tekið frá þeim hundana og drepið þá eða hótað að gera það, nema þeir væru fluttir upp í sveit. 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.