Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 36
„Umboðsmanni er óheimilt að hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofn- ana eða einkafyrirtækja." (2. mgr. 13. gr.). 1 samræmi við tíðkanleg vinnubrögð í stjórnsýslurétti verður hér greint á milli almenns hæfis annars vegar og sérstaks hæfis hins vegar. a) Almennt hœfi Skv. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 5. gr. 1. 75/1978 um Hæstarétt Is- lands og 32. gr. 1. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, eru starfs- gengisskilyrði umboðsmanns þessi: 1. Hann sé svo andlega og líkam- lega hraustur að hann geti gegnt stöðunni. 2. Hann sé lögráður og hafi forræði fjár síns. 3. Hafi óflekkað mannorð. 4. Hafi íslenskan ríkis- borgararétt. 5. Hafi lokið embættisprófi í lögum með 1. einkunn. 6. Hafi náð 30 ára aldri. 7. hafi verið 3 ár hið skemmsta prófessor í lög- um við Háskóla íslands, hæstaréttarlögmaður, hæstaréttarritari, hér- aðsdómari, ráðuneytisstjóri, lögreglustjóri i Reykjavík eða fimm ár fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, fulítrúi saksóknara ríkisins eða full- trúi héraðsdómara í kaupstöðum landsins og starfað sjálfstætt að dóms- málum. 8. Sé ekki alþingismaður. Um þessi jákvæðu hæfisskilyrði vís- ast að öðru leyti til réttarfarsins. Þó skal hér á það bent að eins og lögin eru orðuð sýnist ekkert því til fyrirstöðu að fyrrverandi alþingis- maður sé kjörgengur í embætti umboðsmanns. Þau ein neikvæð hæfisskilyrði eru gerð skv. lögunum að umboðs- manni er óheimilt að hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrirtækja. Vísast í því efni til þess sem sagði und- ir 4. lið hér að framan. b) Sérstakt hœfi 1 lögunum eru engin ákvæði um sérstakt hæfi umboðsmanns, hvorki berum orðum né með tilvísun í önnur lög. Enga leiðbeiningu er heldur um það að finna í lögskýringargögnum. 1 því efni sýnist einkum koma til greina að gera til hans sömu hæfiskröfur og til æðsta handhafa stjórnsýslu, ráðherra (sjá t.d. Ú 1986: 291-300) eða alfarið sömu hæfiskröfur og eiga við um hæstaréttardómara, sbr. 6. gr. 1. 75/1973. Með hliðsjón af stöðu umboðsmanns í ríkiskerfinu sýnist ekki óeðli- legt að velja síðari kostinn þótt það gæti reynst þungt í vöfum. Þess skal getið að í frumvarpinu 1973 voru heldur engin ákvæði um þetta efni. Til bóta væri að setja a.m.k. einhverjar viðmiðunarreglur í þessu efni í starfsreglur umboðsmanns skv. 15. gr. laganna, en að sjálfsögðu hefði verið eðlilegra að slík ákvæði væru í lögunum sjálfum. 258

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.