Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 11
ingsins frá 1967. Breyting þessi, sem þrengir nokkuð sjóveðsheim- ildina frá því, sem áður var, er ekki veigamikil. Eftir sigll. 1963 gat í ýmsum tilvikum leikið vafi á því, hvort sjóveðréttur fylgdi launa- kröfum manna, sem ráðnir voru á skip, en unnu við það í landi um lengri eða skemmri tíma, t. d. við eftirlit með skipi, þegar það var til viðgerðar, breytinga eða var í lægi. Telja verður, að nýmælið um „störf urn borð“ girði ekki fyrir stofnun sjóveðréttar fyrir launum skipverja, þótt hluti þeirra sé fyrir verk, sem innt eru af hendi í landi, enda tengist þau skipi því, sem skipverjinn er ráðinn á. Telja má víst, að orðin „laun og önnur þóknun“ verði skýrð mjög rúmt, eins og gert var eftir eldri siglingalögum. Taka þau m. a. til fastra launa og aflahlutar, fæðispeninga, orlofsfjár, launa í slysa eða veikindaforföllum og bóta vegna ólögmætrar uppsagnar.21 (2) Bætur fyrir líf- og líkamstjón, sem hlotist hefur í beinu sam- bandi við rekstur skipsins. (3) Bætur fyrir eignatjón, sem hlotist hefur í beinu sambandi við rekstur skipsins, enda sé bótakrafan eigi byggð á samningi. Hér verður fjallað í einu lagi um báða þessa töluliði. Ekki skiptir máli, hvort sá, sem ferst eða slasast, eða munir þeir, sem skemmast, eru í skipinu sjálfu eða ekki. Sjóveðréttur fylgir bótakröfu, þótt maður hafi slasast eða munir skemmst í öðru skipi eða á landi. Bótakröfu vegna veiðarfæra, er skemmast í sjó, fylgir sjóðveðréttur í skipi því, sem olli tjóninu. Ófrávíkjanlegt skilyrði sjóveðréttar eftir 2. og 3. tl. 197. gr. er, að tjón hafi hlotist „í beinu sambandi við rekstur skipsins." Deila má um, hvað nánar felist í hinum tilvitnuðu orðum. 1 Skandinavíu er gert ráð fyrir fremur þröngri skýringu á þessu ákvæði22, og má búast við, að sú verði einnig raunin hér á landi.23 Kröfur um bætur fyrir slys njóta sj óveðréttar, hvort sem um er að ræða bótaskyldu utan samninga eða innan. Ákvæði 2. tl. 197. gr. tekur því t. d. bæði til krafna frá farþegum í skipi því, sem sjóveð stofnast í, og farþegum í skipi, sem það rekst á. Öðru máli gegnir um kröfur vegna tjóns á munum, sbr. 3. tl. 197. gr. Þær eru því aðeins tryggðar með sjóveði, að hinn bótaskyldi beri ábyrgð eftir reglum um skaðabætur 21 Sjá „Dóma í sjóréttarmálum 1965-1982“, bls. 37 (nr. 55). Um eldri dóma sjá „íslenskar dómaskrár I“, bls. 207-208. 22 Falkanger og Bull, bls. 48 og Prop. 1973:42, bls. 334. 23 Slys eins og það, sem dæmt var um í H 1977, 798, myndi tvímælalaust verða talið hafa hlotist „x beinu sambandi við rekstur skipsins". 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.