Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 48
anda „um riftun kaupmála nyti ekki réttarverndar“. Var því haldið fram, að stefnanda hefði borið að krefjast riftunar á gjafagerningi, sem fælist í kaupmála, og jafnframt að gera sjálfstæða kröfu um endurgreiðslu, sbr. 62. gr. laga nr. 6/1978. Máli þessu var vísað frá dómi með eftirfarandi rökstuðningi: „Uppbyggingu riftunarreglna hinna nýju gj aldþrotalaga er breytt í grundvallaratriðum frá því sem verið hafði. Riftun sem slík fellir ekki úr gildi þann löggerning sem liggur til grundvallar ráðstöfunum þrotamanns. Þannig myndi t.d. kaupmáli standa óbreyttur enda þótt gjöfinni sem í honum fælist yrði rift. Þá er einnig unnt að rifta gjöf að litlu leyti. Samkvæmt 51. gr. sbr. 62. gr. gjaldþrotalaga verða riftunar- kröfur að vera tvíþættar, þ.e. krafa um riftun ráðstafana og í öðru lagi endurgreiðslukrafa af hálfu þess sem riftunar krefst. I máli þessu eru engar fjárkröfur gerðar. Samkvæmt framansögðu þykir kröfugerð stefnanda svo áfátt að ekki sé unnt að leggja efnisdóm á málið. Verður því af þeirri ástæðu að vísa málinu frá dómi.“ 6. UM REGLU 61. GR. GJALDÞROTALAGA. 6.1. ALMENN ATRIÐI. Regla 61. gr. gjaldþrotalaga hefur verið nefnd hin almenna riftunar- regla laganna.23) Reglan byggir á huglægum grundvelli, og það er ekki skilyrði til að beita henni, að ráðstöfun hafi farið fram á einhverju tilteknu tímabili fyrir frestdag eða úrskurðardag. Af sjálfu sér leiðir þó, að eftir því sem lengra er frá ráðstöfun til frestsdags/úrskurðar- dags, eru minni líkur til að skilyrði til beitingar reglunni séu fyrir hendi. Ákvæðið takmarkast ekki við greiðslur, heldur tekur til allra ráð- stafana, bæði þrotamanns og annarra, ef önnur skilyrði þess eru fyrir hendi. Þessi regla er til fyllingar öðrum riftunarreglum laganna, og í grein- argerð með frumvarpi til gjaldþrotalaga er talið,24) að reglunni verði einkum beitt, þegar sérstæð tilvik koma upp. Sönnunarbyrðin fyrir því, að einstök skilyrði 61. gr. eigi við, hvílir 23) Sbr. Stefán Má Stefánsson, bls. 188. 24) Alþingistlðindi 1977, 103. mál, bls. 33. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.