Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 60
hlaust verulegur áverki á nef þannig að leiddi til aðgerðar er framkvæmd var ellefu mánuðum síðar. Árangur aðgerðar verður að teljast eftir atvikum góður, þótt ljóst sé að Ingi Þór hafi ekki jafnað sig að fullu í nefgöngum og allar líkur benda til að svo verði ekki þannig að nokkur varanleg örorka hefur hlotist af um- ræddu slysi. Eins og fram kemur að framan var Ingi Þór all illa haldinn vegna afleiðinga slyssins í fulla tólf mánuði eða þar til árangur aðgerðar var kominn í ljós. Þar sem engar frekari aðgerðir eða meðferð er fyrirhuguð vegna afleiðinga slyss þessa er tímabært að meta örorku þá er af slysinu hlaust og telst hún hæfilega metin 20% í ellefu mánuði frá slysdegi, síðan 100% næsta mánuð, síðan 5% varanleg.“ í bótamáli lögreglumannsins gegn tjónvaldi og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs var krafist örorkubóta samkvæmt tj ónsútreikningi trygg- ingastærðfræðings þar sem örorkumatið var lagt til grundvallar. Jafn- framt var krafist miskabóta. Af hálfu varnaraðila í héi'aði var því m. a. haldið fram að teljist orsakasamband sannað milli árásarinnar og hrúðurmyndunar í nef- göngum, þá séu afleiðingar árásarinnar ekki þess eðlis að þær hafi áhrif á tekjuöflunarhæfi stefnanda, þar sem af skattframtölum sjáist að tekjur hans séu síst lægri en hjá öðrum lögreglumönnum, né sé merkjanlegt að starfsorka stefnanda hafi beðið nokkurn hnekki. Dómur héraðsdóms er í samræmi við dómvenju, þar sem segir: „Þegar slysið varð var stefnandi 22 ára gamall og starfaði sem lögi-egluþjónn. Viss röskun varð á aðstæðum hans vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut og hefur honum verið metin varanleg ör- orka vegna þessa 5%. Þegar um svo lága örorku er að ræða er ljóst að fjártjón og miski eru samofin. Sannað þykir að stefnandi búi við stöðug óþægindi, þó ekki stórvægileg. Útilokað er að segja með vissu hvaða áhrif slíkt hefur, en ekki verður útilokað að óþægindi, ekki síst í öndunarfærum, geti til frambúðar haft áhrif á orku og þar með tekjuöflunarhæfni þess er við þau býr. Við mat á tjóni stefnanda þykir því rétt að fylgja þeirri dómvenju 122

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.