Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 56
Frá Lögmaimafélagi íslands UM STARFSEMI LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1987-1988 Aðalfundur L.M.F.Í. 1988 var haldinn 25. mars s.l. Formaður, Sveinn Snorra- son hrl., minntist [ upphafi tveggja félagsmanna er látist höfðu á starfsárinu, þeirra Gunnlaugs Péturssonar hdl. og Sigurðar Ólasonar hrl. Á starfsárinu voru haldnir félagsfundir sem hér segir: 1. Hinn 19. júní var haldinn hádegisverðarfundur, þar sem Viðar Már Matthiasson hrl. ræddi nokkur atriði um vaxtakröfur í dómsmálum eftir gildistöku nýrra vaxtalaga. 2. Hinn 1. september 1987 tóku gildi ákvæði bráðabirgðalaga nr. 68/1987 um innheimtu sérstaks söluskatts, m.a. af lögfræðiþjónustu. Af þeim sökum stóð félagið fyrir félagsfundi hinn 27. ágúst. Á fundinn mættu m.a. fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneyti. Er skemmst frá því að segja, að um 100 lögmenn sóttu fundinn, og mun þarna vera um að ræða fjölmennasta félagsfund í sögu félagsins fyrr og síðar. 3. Hinn 16. október var haldinn hádegisverðarfundur. Gerð var grein fyrir fundi stjórna lögmannafélaga á Norðurlöndum og þá sérstaklega einum málaflokki, sem þar var til umræðu og á dönsku bar heitið: ,,Advokatvirksomheden i forandring — produktudvikling og foran- staltninger til at impdegá konkurrence fra andre rádgivere." Framsögu- maður var stjórnarmaðurinn Gestur Jónsson hrl. 4. Hinn 18. nóvember var haldinn félagsfundur, þar sem borin var upp og samþykkt tillaga stjórnar um breytingu á launaviðmiðun í vísitölu lögmannsskrifstofu. 5. Hinn 11. desember var haldinn hádegisverðarfundur, þar sem Björn Friðfinnsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ræddi um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds. Þá skal hér getið tveggja málþinga, sem félagið átti tiltekna aðild að. Annars vegar var um að ræða málþing hinn 7. nóvember, sem lagadeild Há- skóla íslands bauð lögmönnum til, en eins og kunnugt er, barst Lög- mannafélagi íslands gjafabréf frá lagadeild í tilefni af 75 ára afmæli félagsins í desember 1986. í bréfinu bauð lagadeild lögmönnum til málþings, þar sem fjórir kennarar deildarinnar myndu flytja fyrirlestra og taka þátt í umræðum 186

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.