Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 68
Stjórn Lögmannafélags íslands, taliS frá vinstri: ViSar Már Matthíasson hrl., Sveinn Haukur Valdimarsson hrl., Gestur Jónsson hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl., Baldur Guðlaugsson hrl. og Hafþór Ingi Jónsson hdl., fyrrv. framkvæmdastj. tillögunum, sem sendar voru til kynningar með fundarboði. Fundurinn var fámennur og umræður litlar, sem hvort tveggja gæti bent til þess að almennt hafi lögmenn ekki áhuga á breytingum á þessu sviði. Á stjórnarfundi skömmu eftir fundinn var síðan ákveðið að hafa ekki að svo stöddu frumkvæði að því að knýja á um breytingar á lögum um málflytjendur. FÉLÖG UM LÖGMANNSSTARFSEMI Nokkuð hefur borið á því á allra síðustu árum að stofnuð hafa verið félög um lögmannsstarfsemi, bæði sameignarfélög og hlutafélög. Telja má að stofnun slíkra félaga snúist fyrst og fremst um skrifstofurekstur og að baki liggi skattaleg sjónarmið. Hins vegar kunna að vakna ýmsar spurningar varð- andi ábyrgð viðkomandi lögmanna og þá sérstaklega ef um er að ræða hluta- félög. Erlendis er víða bannað að reka lögmannsstarfsemi i hlutafélagsformi, og þar sem það hefur verið leyft hafa verið skýr lagaákvæði um persónu- lega ábyrgð lögmanna á starfseminni. Ekki verður séð að hér á landi standi landslög gegn stofnun hlutafélaga um rekstur lögmannsstofu. Hins vegar snýst álitaefnið um ábyrgðina og hvort hún geti takmarkast á einhvern hátt. Þessi efni og fleiri, er tengjast ábyrgð lögmanna, hafa verið til umræðu á fundum stjórnar og í framhaldi af þeirri umræðu var nýlega ákveðið að fara þess á leit við hæstaréttarlögmennina Baldur Guðlaugsson og Þórð S. Gunn- arsson, að þeir skiluðu álitsgerð um ýmis atriði ( þessu sambandi, aðallega í tengslum við rekstur lögmannsskrifstofu í hlutafélagsformi. 274

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.