Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 12
meðferð dómsmála væri greiðari eða sönnunarbyrði væri létt af stefnanda. Ef stefna skal að því, að sjúklingar fái almennt bætur fyrir heilsutjón, sem þeir verða fyrir vegna læknismeðferðar, verður að koma á bótaúrræðum, þar sem bótaréttur er ekki háður skilyrðum þeirra skaðabótareglna, er nú gilda. Það hefur verið gert í sumum nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndum. í næsta kafla verður stuttlega sagt frá norrænum nýmælum á þessu sviði. 2. NÝ NORRÆN BÓTAÚRRÆÐI Á undanförnum árum hafa grannþjóðir okkar á Norðurlöndum komið á fót sérstökum bótakerfum til þess að greiða bætur vegna líkamstjóns, senr nrenn verða fyrir í tengslum við heilsugæslu, t.d. tjóns af læknisaðgerðum. Hliðstæð bótakerfi ntunu ekki vera til utan Norðurlanda. Bótakerfi þau, er nú verður getið, greiða bætur, sem eru í meginatriðum í samræmi við almennar skaðabótareglur. Reglur þeirra kveða þó á um að tjón, sem nær ekki tiltekinni lágmarksfjárhæð, skuli eigi bætt. Er það gert til þess að spara kostnað vegna meðferðar og greiðslu smávægilegra krafna. Svíþjóð Svíar riðu á vaðið með svonefndri sjúklingatryggingu (patientförsákringen) árið 1975. Réttur til bóta úr sjúklingatryggingunni er óháður því, hvort sjúklingur á skaðabótakröfu að lögum. Fjárhæð bóta er hins vegar í meginatrið- um ákveðin eftir reglum skaðabótaréttar. Vátryggingin tekur í stórum dráttum til líkamlegs heilsutjóns, sem rakið verður til heilsugæslu, ef ekki er um að ræða fyrirsjáanlegar afleiðingar eða fyrirsjáanlegan fylgikvilla sjúkdóms þess, sem leitað var lækningar á. Markmið sjúklingatryggingarinnar er að stórauka rétt sjúklinga til bóta frá því sem var eftir hinum hefðbundnu skaðabótareglum. Þegar semja skyldi reglur um sjúklingatrygginguna með þetta markmið í huga, var þó ekki ákveðið að láta vátrygginguna taka til allra afleiðinga af læknismeðferð ívíðtækri merkingu þess orðs. Reglurnar voru mótaðar með það í huga, að kostnaður við hið nýja bótaúrræði yrði innan skynsamlegra marka, jafnframt því að taka eðlilegt tillit til þarfa sjúklinga fyrir bætur. Ekki hefur verið auðvelt að semja reglur með þetta að leiðarljósi, enda var hinum upphaflegu reglum breytt nokkrum sinnum. Samkvæmt reglunum skal greiða bætur vegna „meðferðartjóns“ (behand- lingsskada). Ákvæðin um hvað teljist vera meðferðartjón eru flókin. Þau eru í 2. og 3. gr. skilmála fyrir sjúklingatryggingu. Fer 2. gr. hér á eftir í íslenskri þýðingu: 2. gr. Meðferðartjón merkir líkamsáverka eða líkamlegan sjúkdóm sem: 2.1 er bein afleiðing af rannsókn, meðferð eða annarri slíkri athöfn, enda sé 138

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.