Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 54
Rétt er að hafa í huga við mat á reikningsgrundvelli innlausnar að því eru veruleg takmörk sett hvaða lán verðbréfasjóðir mega taka en skv. 27. gr. laganna er sjóðunum óheimilt að taka önnur lán en skammtímalán sem tekin eru til að mæta innlausnum eða til að innleysa eignir sjóðsins. Slík lán mega aldrei fara upp fyrir 20% af eignum sjóðsins. í rekstrarsamningi verðbréfafyrirtækis og verðbréfasjóðs á meðal annars að koma fram hvaða þóknanir verðbréfafyrirtækið áskilur sér fyrir rekstur sjóðsins og hvaða rekstrarkostnaður annar skuli borinn af sjóðnum. Sú spurning vaknar við hvaða tímamark beri að miða útreikning á innlausnar- virði skírteina. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. VVL virðist eiga að miða við innlausnardaginn samanber orðin „við innlausn" þ.e. gengi skírteinis þann dag sem sjóðurinn býður fram greiðslu í reiðufé. Skv. 6. mgr. 1. gr. VVL er heimilt að takmarka rétt manna til að eignast hlutdeildarskírteini við útgáfu og beina henni að þrengri hópi manna. Lögin gera hins vegar ráð fyrir frjálsu framsali skírteinanna, sbr. 22. gr. og e-lið 1. mgr. 21. gr. VVL. Einstaklingar og lögpersónur geta átt innlausnarkröfu á hendur verðbréfafyrirtæki f.h. sjóðs. Hlutdeildarskírteini eru nafnbréf skv. 20. gr. VVL. Verðbréfafyrirtæki skal færa skrá yfir öll skírteini í verðbréfasjóði þar sem m.a. kemur fram nafn eiganda og kennitala. Skráin er ekki sönnun fyrir eignarrétti að skírteini enda ekki skylt að tilkynna eigendaskipti til skrárinnar, sbr. 2. mgr. 22. gr. VVL. Innlausn á að fara fram á skrifstofu verðbréfafyrirtækis nema um annað sé samið, gegn afhendingu skírteinis. 180

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.