Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 17
undanþága er í raun mjög þröng. Skilyrði er að ágalli stafi beinlínis af bindandi fyrirmælum opinberra reglna um gerð vöru. Framleiðandi kemst ekki undan ábyrgð þótt vara uppfylli í sjálfu sér lágmarkskröfur opinberra reglna. Því má ætla að sjaldan verði vísað til þessa ákvæðis. Þá er í 2. mgr. einfalt ákvæði um að ágalli sem kemur til eftir að framleiðandi lætur vöru af hendi, felli ekki á hann ábyrgð. Ágalli sem verður virkur vegna atriða sem þegar liggja fyrir áður en vara fer frá framleiðanda kemur ekki til skoðunar í þessu samhengi. Sönnunarbyrði fyrir því að ágalli sé síðar til kominn hvílir á framleiðanda. Loks er í 3. mgr. undanþáguákvæði er á einungis við um framleiðendur, þegar framleiðsla þeirra fer ekki óbreytt í hendur neytenda. Þeir bera ekki ábyrgð ef ágalli kemur til við gerð hinnar endanlegu vöru, eða ef ágalla má rekja beint til fyrirmæla aðalframleiðanda. Rétt er að taka fram að undanþágur 7. gr., utan hin síðasttalda, eiga jafnt við um dreifingaraðila sem framleiðendur, eftir því sem unnt er. 4.5 Fyrning Tvenns konar fyrningarreglur er að finna í 14. gr. laganna. í fyrsta lagi fyrnist bótakrafa á þremur árum frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og hinn bótaskylda aðila. Þá fyrnast allar kröfur vegna ágalla á vöru á tíu árum frá því að viðkomandi hlutur var settur í umferð. Fyrningarreglur þessar eru óháðar hvor annarri. 4.6 Sönnunarreglur í 4. gr. tilskipunarinnar segir að tjónþoli skuli sanna tjón sitt, ágalla hlutarins og orsakasamhengi milli ágallans og tjónsins. Frekari ákvæði eru ekki um sönnunarbyrði. Ekki verður gagnályktað af ákvæðinu, þannig að frekari sönnunar verði ekki krafist af tjónþola. Augljóst er að hann verður að sanna hver framleiðandinn er, eða annar sá er hann krefur um bætur. Sönnun fyrir því hvaðan vara var fengin getur í einstökum tilfellum verið erfið. Bensín og olíur bera t.d. ekki með sér hver framleiðandinn er. Dómstólar í Vestur-Evrópu hafa enn ekki viðurkennt svonefnda markaðshlutdeildarábyrgð, þ.e. ábyrgð allra framleiðenda á markaðnum í hlutfalli við markaðshlutdeild sína, en nokkuð hefur örlað í slíku í bandarískum bótarétti. Framleiðandi ber hins vegar sönnunarbyrðina fyrir þeim mótbárum er hann getur borið fyrir sig, sbr. orðalagið í upphafi 7. gr., svo sem að ekki hefði verið unnt að gera sér grein fyrir ágallanum eins og þekkingu var háttað, eða að hlutur hafi verið settur í umferð án hans tilverknaðar. Sönnunarreglur geta haft úrslitaþýðingu fyrir það hvernig bótareglur reynast, ekki fyrst og fremst sönnunarbyrðin heldur þær kröfur sem gerðar verða til sönnunar. Þannig getur 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.