Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 28
án kostnaðar, með því að rita t.d. á skjalið athugasemdina „án afsagnar“, sbr. 1. mgr. 46. gr., ber að tilkynna innan fjögurra virkra daga eftir sýningardag. Önnur tímamörk gilda um tilkynningaskyldu framseljanda. Honum ber að fullnægja tilkynningaskyldu sinni í síðasta lagi á öðrum virkum degi eftir að hann fékk sjálfur tilkynningu, sbr. 2. ml. 1. mgr. 45. gr. vxl. Dagur sá er framseljanda barst sjálfum tilkynning, telst ekki með við útreikning á framangreindum fresti,28 sbr. 3. mgr. 72. gr. vxl. Samkvæmt 2. ml. 4. mgr. 45. gr. vxl. telst tilkynning send nógu snemma af stað, ef bréf, sem hefur hana að geyma, var afhent pósti áður en fresturinnn var liðinn. 7. MEÐ HVAÐA HÆTTI SKAL TILKYNNA? Tilkynning, skv. víxillögunum frá 1882, átti að vera skrifleg. í 4. mgr. 45. gr. víxillaganna frá 1933 segir hins vegar að sá, sem er skyldur að senda tilkynningu, geti gert það með hvaða hætti sem er, jafnvel með því einu að endursenda víxilinn. Af þessu er því ljóst að munnleg tilkynning, t.d. í gegnum síma, er heimil.” Um endursendingu víxils gæti einkum verið að ræða, ef víxilhafi væri banki, sem tekið hefði víxilinn til innheimtu fyrir viðskiptamann sinn, sem ritað hefði síðasta framsal á víxilinn.30 Með hliðsjón af sönnunarreglu 5. mgr. 45. gr. er þó ljóst að sá, sem skyldur er að senda tilkynningu skv. 45. gr. vxl., mun væntanlega kappkosta að gera það með sannanlegum hætti s.s. ábyrgðarbréfi. Kostnað, sem hinn tilkynningskyldi verður fyrir við að sinna tilkynninga- skyldu sinni, t.d. við að senda ábyrgðarbréf, fær hann greiddan frá þeim er ábyrgð bera á greiðslu víxilsins gagnvart honum, sbr. 3. tl. 48. gr. og 3. tl. 49. gr. vxl.'1 Þetta á þó aðeins við um póstburðargjaldið en t.d. ekki kostnað vegna þeirrar vinnu sem fer í að útbúa slíkar tilkynningar.32 8. SÖNNUNARBYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ TILKYNNINGASKYLDU HAFI VERIÐ FULLNÆGT Samkvæmt 5. mgr. 45. gr. vxl. hvílir sönnunarbyrði á hinum tilkynninga- skylda fyrir því að hann hafi sent tilkynningu til útgefanda og síðasta framselj- anda um samþykkisskort eða greiðslufall innan tilkynningafrestsins. 28 Lyngs0: Vekselloven, 152. 29 Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, 76; Lyngs0: Vekselloven, 154og sami höfundur: Checkloven, 185. 30 Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, 76. 31 Rasting: Den danske Veksel- og Checklovgivning. 161. 32 Lyngso: Vekselloven, 159. 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.