Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 8
„Viö höfum ekki refsivald. Það er sjáv- arútvegsráðuneytið sem t.d. sviptir báta veiðileyfi. Mér finnst að Fiski- stofa eigi að geta haft meira vald í þessum efnum. Menn geta þá skotið úrskurði okkar til ráðuneytisins." áramót og allt sett í okkar hendur. Löggjafinn ætlaðist til þess að töfra- sprota yrði veifað yfir heila atvinnu- grein og nýjar reglur tóku gildi án nokkurs aðlögunartíma. Sjálfstæðar skoðunarstofur hafa að verulegu leyti tekið við hlutverki Ríkis- matsins og það er hlutverk Fiskistofu að fylgjast með þeim og setja þeim starfsreglur. Við þurftum að byrja á því að skrifa reglurnar frá grunni um leið og verið var að koma kerfinu upp. Við erum nú komnir lengra með að innleiða þetta HACCP-kerfi en flestar aðrar þjóðir sem þó voru sumar byrj- aöar undirbúning löngu á undan okk- ur. Þaö er varla nokkur þjóð í ESB komin lengra en við og Bandaríkja- menn eru orðnir á eftir. í viðræðum við ESB og Bandaríkja- menn um gagnkvæma viðurkenningu gæðaeftirlits hefur komið fram skýr krafa um öflugt opinbert eftirlit. Menn viðurkenna að sjálfstæðar skoðunar- stofur geti unnið verk sín vel en treysta þeim ekki fullkomlega. Það sem menn setja spurningamerki við eru náin tengsl skoðunarstofanna viö stærstu fyrirtækin í fiskiðnaði. Tvö stærstu sölusamtökin, SH og ÍS, reka sínar eigin skoðunarstofur. Þessi tengsl gæti þurft að rjúfa eigi að nást samn- ingar um gagnkvæma viöurkenningu eftirlitskerfa og sennilega þarf að gera skoðunarstofurnar algjörlega sjálfstæð- ar og efla opinbera eftirlitið. Það verö- ur best gert með því að fjölga starfs- „Menn viðurkenna að sjálfstæðar skoðunarstofur geti unnið verk sín vel en treysta þeim ekki fullkomlega. Það sem menn setja spurningamerki við eru náin tengsl skoðunarstofanna við stærstu fyrirtækin í fiskiðnaði." mönnum á gæðastjórnunarsviði Fiski- stofu. Viðræðurnar eru ekki komnar svo langt að erlendir aðilar hafi sett þetta sem skilyröi en þetta liggur í loftinu." Vildi gjarna geta gert betur Hefur sú andstaða sem stofnun Fiskistofu mcetti haft áhrifá samstarf ykkar við hagsmunasamtök sjávarút- vegsins? „Nei það tel ég ekki. Við settum strax upp samstarfsnefnd með LÍÚ sem við höfum eðli málsins samkvæmt mest samskipti við. Við erum daglega í beinum samskiptum við útgerðar- menn vegna kvótatilfærslna, veiðileyfa og nýrra skipa. Þetta hefur gengið prýðilega." Hefur fjárveitingavaldið sýnt þörfum nýrrar stofnunar ncegan skilning? „Ég vildi gjama ráða yfir fleiri starfs- mönnum, bæði á gæðastjórnunarsviði og í veiðieftirliti. Það eru ýmis verkefni sem við höfum ekki getaö sinnt sem skyldi. Dæmi um slíkt er að rannsaka bók- hald fyrirtækja aftur í tímann skoða framleiðslu og umreikna í fisk upp úr sjó og bera saman við hráefniskaup. Þetta er að mínu viti nauðsynlegur þáttur í eftirlitsstarfi. Við ætlum að ráða mann tímabundið í slíkt verkefni en höfum í rauninni hvorki peninga né húsnæði til þess því okkur er þröng- ur stakkur skorinn með hvoru tveggja. Okkar fjárhagur er meb tvennum „Fiskifélagið ætti að snúa sér að fé- lagslega þættinum. Fiskiþing er nýaf- staðið og margir urðu til þess að tjá sig um nauðsyn þess að hafa þann vettvang. Ég er sammála því að Fiski- þing er ágætur vettvangur fyrir um- ræðu um margt sem sjávarútveginum kemur vel.“ hætti. Annars vegar eru bein framlög frá ríkinu á fjárlögum og hins vegar tekjur af veiðieftirlitsgjaldi sem er ákveðið með reglugerð og á lögum samkvæmt að standa undir kostnabi við veiðieftirlitið. Það gerir það ekki nú enda hefur gjaldið ekki verib hækk- að í tvö ár en fjárlög hafa gert ráð fyrir hækkun á gjaldinu. Útgjöldin hafa í þessi tvö ár verið vel innan þess ramma sem okkur hefur verið settur." Neyddir til að skipta við Fiskifélagið Nú er Fiskistofa að mörgu leyti arf- taki Fiskifélagsins og ber ábyrgð á verk- efnum sem áður tilheyrðu því. Fiskistofa og Fiskifélagið hafa mikið samstarf. Er sá samningur Fiskistofu hagstœður? „Hann er Fiskifélaginu mjög hag- stæður. í lögum um Fiskistofu er að finna þá mjög sérkennilegu klásúlu að Fiskistofa skuli fela Fiskifélaginu tiltek- in verkefni. Þetta er afar einkennilegt. Mér hefði fundist eðlilegt að losna við þetta ákvæði og ég tel að þau verk- efni sem við greiðum Fiskifélaginu fyr- ir væru betur komin hjá okkur sjálfum. Viö myndum gera þetta fyrir miklu minna fé en vib greiðum félaginu nú og ég sé ekkert hagræði í því að vera með þetta á tveimur stöbum í tveimur tölvukerfum. Það vill til aö við emm í sama húsinu og samstarfið við skýrslu- deildina er mjög gott en fyrirkomulag- ið er óeblilegt. Ég tel ab Fiskifélagið hafi ekki 8 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.