Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 42

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 42
Páll Ægir Pétursson, kennari viö Stýrimannaskólann, hefur tekið við starfi Hálfdáns Henrýssonar hjá SVFÍ. Hann er að leggja síðustu hönd á öryggishandbók fyrir verðandi sjómenn. Páll Ægir var um borb í Sæbjörgu í sumar og hélt nám- skeið fyrir unglinga víba um land byggb á handbókinni. Námskeibin voru haldin í samvinnu við bæjaryfirvöld á hverjum stað og mæltust vel fyrir. „Stýrimannaskólinn sendir alla sína nemendur í viku námskeið í Sæbjörgu á öllum stigum. Þau mál eru því alfar- ið í höndum Sæbjargar. Mér finnst að betri aðstööu vanti varðandi eldvarnir. Það þyrfti að vera til eftirlíking af brú og nemendur þyrftu meiri æfingu í eldvörnum. Ab öðru leyti finnst mér kennslan í Sæbjörgu vera mjög góð." Markúsarnet og Björgvinsbelti Ekki jafngildur búnaður Samkvæmt reglugerb um björgunar- og öryggisbúnað ís- lenskra skipa frá 21. mars 1994 nr. 189 skal skv. 8. grein í öllum skipum 15 metrar eða lengri vera sérstaklega útbúib net eba jafngildur búnabur til ab ná manni úr sjónum. Fram til þessa hefur Markúsarnetið svokallaða verib eini búnaburinn sem uppfyllir þetta ákvæbi. Abrar gerbir munu vera í hönnun en ab sögn starfsmanna Siglingamálastofn- unar hefur ekki reynt á það enn að annað en Markúsarnetið væri tekið gilt. Annar búnaður þyrfti að uppfylla kröfur stofnunarinnar en til þess hefur ekki komið. I samtölum Ægis vib ýmsa abila kom fram ab margir virbast halda ab Björgvinsbeltið svokallaða væri „jafngildur búnaður" til þess ab uppfylla þetta reglugerbarákvæöi og því stæði valið í framkvæmd milli Björgvinsbeltis og Mark- úsarnets. „Þetta er leibur misskilningur ef hann er útbreiddur," sagbi Árni Fribriksson starfsmaður Siglingamálastofnunar í samtali við Ægi. Hann sagði ab eina viðurkenningin sem Björgvinsbeltið hefði fengið væri að um borð í skipum sem hefðu fleiri en sex bjarghringi eða fleiri væri beltið viður- kennt sem ígildi eins bjarghrings. Sérfróbir menn benda á ab beltið og netið séu góð til síns brúks en kunnátta til þess ab nota hvoru tveggja rétt sé naubsynleg og naubsynlegt að vita hvenær hvaða búnaður hentar. Bent er á að þegar ofkældum mönnum er lyft úr sjó er brýnt að þeir séu teknir lárétt úr sjónum. Ab lyfta þeim lóðrétt getur valdið hjartastoppi og dauða. Þetta stafar af þeim viðbrögðum líkamans við ofkælingu að víkka æðarnar sem mest. Þegar ofkældur mabur er hífbur lóbrétt getur blóðflæði stöðvast til hjartans. Meö Markúsarnetinu er auðvelt að hífa mann lárétt úr sjó en það er ekki hægt meb Björgvinsbeltinu. Beltinu er hinsvegar hægt ab kasta lengra og það er einfaldara í notk- un en netið. Fullyrt er að í sumum tilvikum bæði hérlendis og erlend- is hafi lóðrétt hífing valdið ótímabærum daubdaga þeirra sem verið var að bjarga úr sjávarháska. Sjálfvirkur sleppibúnaöur fyrir gúmmíb j örgunarbáta Mikil sorgarsaga Sjálfvirkur sleppibúnaður fyrir gúmmíbjörgunarbáta er lögboðinn um borð í íslenskum skipum og er gott dæmi um góba hugmynd sem hefur orbib bitbein ýmissa afla í þjóbfé- laginu. Tvær gerðir af búnaði komu fram, önnur kennd við Sigmund Jóhannsson uppfinningamann í Vestmannaeyjum og hin við vélsmiðju Olsen í Njarðvík. Fyrir liggur skýrsla frá Iðntæknistofnun sem tekur af öll tvímæli um galla í bábum gerbunum og Hálfdán Henrýsson deildarstjóri Slysa- varnafélags íslands sagbist í samtali við Ægi efast um að þessi búnabur væri í lagi um borb í nokkru skipi. „Þetta er mikil sorgarsaga því ef vib hefðum borib gæfu til þess aö standa vel ab þessu er ekki vafi á því að þetta heföi getab verið mikið og gott öryggismál." „Það var barist svo hart fyrir að koma þessu í lög að það gafst ekki tími til nægilegrar þróunar. Það er enginn vafi á að vissir þættir í þessum búnabi voru til bóta. Almennt varð þetta til þess að gúmmíbjörgunarbátar voru færðir á betri stað í skipunum," sagi Páll Guðmundsson yfirmaður skob- unardeildar Siglingamálastofnunar í samtali við Ægi Lögin kveða á um að sleppibúnaður skyldi standast út- tekt Iðntæknistofnunar. Úttekt Iðntæknistofnunar leiddi í ljós ab hvorug útgáfan stóðst þær kröfur. Þá var um tíma 42 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.