Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 37
Á þeim tíma sem um ræðir voru DNA rannsóknir ekki algengar og tiltölulega fáar rannsóknarstofur í heiminum framkvæmdu þær. Má segja að þá hafi ríkt sú regla í samskiptum lögreglu við rannsóknarstofur að DNA rannsókna væri einungis óskað í hinum alvarlegustu afbrotamálum og þegar sönnunarstaðan krefðist þess. Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu á hendur hinum sakaða á grundvelli lögreglu- rannsóknarinnar og staðfesti þar með mat rannsóknara á sönnunarstöðunni. Héraðsdómari dæmdi ákærða sekan og staðfesti þar með mat rannsóknara og ríkissaksóknara. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn og þar með mat rannsóknara, ríkissaksóknara og héraðsdómara á sönnunarstöðunni. í hæstaréttardóminum, dómasafn 1991 bls. 814, segir hins vegar: Við skoðun á stúlkunni fannst sæði í leggöngum hennar, og sæði fannst einnig á svefnbekknum. Ekki var rannsakað hvort sæði þetta væri úr ákærða, og má telja það til galla á rannsókn málsins. IV. Stjómskipulegt hlutverk dómstóla er að hafa með höndum dómsvaldið sem er vald til að skera úr tilteknum réttarágreiningi eða til að beita lögum um ákveðið tilvik, t.d. leysa úr hvort maður hafi í ákveðnu falli unnið til refsingar.4 Þessi hefðbundna skilgreining á dómsvaldi kann að vera of rúm og of þröng5 en hún er í samræmi við þær grundvallarreglur sem koma fram í 24. og 25. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 91, 1991; að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu; að dómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Þungamiðjan í þeim stórfelldu breytingum á dómstólaskipan og réttarfari sem urðu að veruleika á árinu 1992 var aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds og þar með voru skilin skerpt á milli hinna þriggja höfuðþátta í starfsemi ríkisins; löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds. Löggjafinn, sá þessara þriggja valdhafa sem getur breytt hlutverkum þeirra innan ramma stjórnarskrárákvæða, hefur, í samræmi við stjórnskipulegt hlut- verk ráðherra, ákveðið að eftirlit með lögreglu og ákæruvaldi, störfum og málsmeðferð, skuli vera í höndum dómsmálaráðherra og síðan e.a. hjá umboðs- manni Alþingis eins og áður var sagt. Varla þarf að geta þess hér að löggjafinn hefur ekki jafnframt falið dómstólum að rækja almennt eftirlit með störfum og málsmeðferð lögreglu og ákæruvalds auk þess sem þetta almenna eftirlit virðist alls ekki geta fallið inn í stjórnskipulegt hlutverk dómstóla. En þótt dómendur hafi ekki með höndum almennt eftirlit með störfum og málsmeðferð lögreglu og ákæruvalds kunna aðgerðir og starfsaðferðir þeirra að 'Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands önnur útgáfa, Reykjavík 1978, bls. 281. 'Þór Vilhjálmsson: Réttarfar I, Reykjavík 1985 bls. 3. 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.