Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1995, Qupperneq 19

Ægir - 01.03.1995, Qupperneq 19
Ingólfur Arnarson kom til heimahafnar í Reykjavík í febrúar 1947 og var fyrstur hinna svokölluöu nýsköpunartogara en svo nefndist fjöldi togara sem smíðaðir voru að frumkvæði stjórnvalda í stríðslok. Ingóifur var talinn með fullkomnustu fiskiskipum í heimi á sínum tíma og var m.a. fyrstur fiskiskipa búinn ratsjá. mótum. Siglingar stríðsáranna höfðu höggvið skörð í skipastólinn sem var orðinn afgamall og úreltur, 66% allra fiskiskipa voru eldri en 20 ára árið 1943. Árið 1945 voru aðeins 29 togarar gerðir út en þeir báru að landi 40% heildarbotnfisksaflans. Nýsköpun fyrir stríðsgróða Nýsköpunarstjórnin sem sat að völdum í stríðslok réðist í stórfelldustu uppbyggingu skipastóls landsmanna sem nokkru sinni hefur farið fram í einu lagi. Digrir sjóðir Islands í erlend- um bönkum gerðu þetta kleift og í október 1945 var samið um smíði 30 togara fyrir ísland í Bretlandi. Þetta voru 28 gufutogarar búnir nýjustu og fullkomnustu tækjum og tveir dísiltog- arar sem þá voru að ryðja sér til rúms. Alls voru keypt að frumkvæði stjórn- valda 32 ný skip en að auki keyptu einstaklingar 4 skip. Þessir togarar voru einu nafni nefndir nýsköpunar- togarar og með tilkomu þeirra urðu enn þáttaskil í sögu íslenskrar togara- útgerðar. Þeir voru smíðaðir á kostnað hins opinbera en síöan seldir útgerðar- félögum á mjög hagstæðum lánum. Fyrsti nýsköpunartogarinn var Ingólfur Arnarson RE í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hann kom til heimahafnar í febrúar 1947. Af 36 ný- sköpunartogurum voru 17 gerðir út frá Reykjavík og 5 frá Hafnarfirði en aðrir dreifðust um landið og má segja að með tilkomu þeirra hafi togaraútgerð fyrst náð raunverulegri fótfestu utan Reykjavíkur en víðast hvar á lands- byggðinni var um bæjarútgerðir að ræða. Ingólfur Arnarson var fyrsta fiski- skip í heiminum búið ratsjá og gefur það hugmynd um þau framfaraskref sem stigin voru meö smíði þessara skipa sem voru þá meðal fullkomnustu fiskiskipa heims. í kjölfar heimsstyrjaldarinnar komu veltiár og árið 1953 var brúttórúm- lestafjöldi togaraflotans 29 þúsund tonn, sem var um þaö bil þreföldun frá 1945. Auk nýsköpunartogara höfðu þá bæst í flotann 10 togarar sem ríkis- stjórn Stefán Jóhanns Stefánssonar lét smíða árið 1953. Árið 1955 voru alls gerðir út 43 togarar á landinu öllu. Á tímabilinu frá stríðslokum og til 1960 var afli togara yfirleitt góður og afli þeirra yfirleitt helmingur af botn- fiskafla landsmanna. Þeir stunduðu jafnan botnfiskveiðar allt árið en með tilkomu nýsköpunartogara lagðist af sá siður að togarar stunduðu síldveiðar á sumrum en það hafði tíökast allt frá upphafi. Flotvarpan, sem kom til sög- unnar skömmu eftir 1950 og náði verulegri útbreiðslu eftir miðjan ára- tuginn, átti sinn þátt í góðum afla- brögðum. Með nýsköpunartogurum varð einnig stökkbreyting á stærð togara en algeng stærð þeirra var um 650 brúttó- rúmlestir með um 1.000 hestafla vél- um, en árið 1945 var meðalstærð botnvörpunga 335 brúttórúmlestir og vélarstærð 600 hestöfl. Þrátt fyrir vænlegar horfur fyrstu árin eftir stríð syrti frekar í álinn fyrir afkomu útgerðarinnar og var togaraút- gerðin rekin með halla allt frá 1953 og t.d. var meðaltap 1955 talið um 10%. Margar ástæður má telja fyrir erfiðri af- komu en svokallaður bátagjaldeyrir, sem greiddur var ofan á fiskverð báta en ekki togara, er ein ástæöan ásamt margs konar millifærslum og rangri stefnu í gengismálum. Lítil endurnýjun varð í togaraflotan- um eftir komu nýsköpunartogaranna í upphafi sjötta áratugarins en 1960 komu fimm nýir togarar til landsins og urðu það jafnframt síðustu síðutogar- arnir. Meðal þeirra voru fræg aflaskip sem enn skipa veglegan sess í íslenska flotanum sem loðnuskip, s.s. Sigurður, Víkingur og fleiri. Útgerð í öldudal Líkja má áratugnum milli 1960 og 1970 við samfelldan öldudal í útgerð togara og var meginástæðan aflabrest- ur árum saman. Ördeyða var á fjarlæg- um miðum sem togarar höfðu sótt á við Grænland og Nýfundnaland og þeim var einnig úthýst af stórum hluta hefðbundinna togslóða þegar land- helgi íslands var færð út í 12 mílur 1958. Þegar árið 1962 voru togarar að- eins gerðir út frá fimm stöðum á land- inu í stað 13 árið 1959. Skipum í fullri útgerð fækkaði ört eða úr 45 áriö 1960 í 22 árið 1967. Árið 1965 varö meðal- afli togara 2.110 tonn en hafði verið 4.500 tonn tíu árum áður. Ýmis gróin togarafélög lögðu upp laupana á þess- um tíma. Þannig var um Alliance-fé- lagið sem hætti útgerð 1967 eftir 60 ára starfsemi. Við þetta bættist að báta- flotinn var gerður út með reisn og þar varð mikil fjölgun og mikil síldveiði ÆGIR MARS 1995 19

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.