Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1995, Page 40

Ægir - 01.03.1995, Page 40
Skipasmíðastöðin hf. Suðurtanga Menn verða að fá að endurnýja bátana „I>a& er lífsspursmál fyrir okkur að fá að smíða skip. Það er löngu tímabært að endurnýja minni bát- ana í flotanum. Það finnst öllum sjálfsagt að endurnýja atvinnu- tæki eins og vörubíla, dráttarvélar og hvað sem er, en bátaflotinn er bundinn í viðja fiskveiðistjórnun- ar og stendur í stað," sagði Sigurð- ur Jónsson, skipatækni- og kerfis- fræðingur hjá Skipasmíðastöðinni hf. í Suðurtanga á ísafirði, í sam- tali viö Ægi. Menn hafa fengist við viðgerðar og skipasmíðar í Suðurtanganum frá því á þriðja áratugnum en á miðju árinu 1994 varð Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. gjaldþrota og nokkr- ir einstaklingar tóku við rekstrinum. Þar vinna nú 15-20 manns við við- gerðir og breytingar á skipum en undanfarin ár voru starfsmenn 30-40 og um 60 þegar mest var. Stöðin byggir því á fagþekkingu og reynslu margra áratuga. Skipasmíðastöðin hefur breytt I Skipasmíöastööinni hf. á Isafirði vinna nú 15-20 manns við viðgerðir og breytingar á skipum. í næstu framtíð vonast menn þar til að geta hafið nýsmíði að nýju, en endur- nýjun bátaflotans er orðin mjög aðkallandi. fjórum skipum á listanum um breyt- ingar á skipum sem birtist með þess- ari grein. Tveir bátanna eru að vest- an, sem er nokkurs konar heima- völlur skipasmíðastöðvarinnar, en einn kom sunnan úr Njarðvík. Eigendurnir vinna með stöðinni að breytingum „Við höfum ákvebna sérstöðu í breytingum á smábátum. Viö reyn- um ab koma til móts við eigendur smærri báta með því að bjóða þeim að vinna við breytingarnar með okkur eins og þeir vilja, t.d. við ab mála og þess háttar. Við höfum mjög góða aöstööu inni í húsi til þess ab breyta smærri skipum og út- vegum eigendum, sem koma að, Lengdir opnir bátar Lengd eftirtalinna opinna báta breyttist á árinu 1994 en ekki er vitað hvort um var að rœða miðjulengingu eða breytingu á endum. Heimild: Fiskifélag íslands. 6038 Vala GK 425 Lenging 1,62 m Brúttórúmlestir úr 2,49 í 4,45 Brúttótonn úr 2,68 í 4,37 6218 Tara HF 222 Lenging 1,53 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 6,34 Brúttótonn úr 3,58 í 5,46 6220 Hallbjörn ÍS 96 Lenging 1,32 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,65 Brúttótonn úr 2,83 í 4,36 6377 Rúna GK 82 Lenging 0,64 m Brúttórúmlestir úr 5,34 í 5,69 Brúttótonn úr 4,33 í 5,19 6395 Smári HF 122 Lenging 1,04 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 4,94 Brúttótonn úr 3,58 í 4,85 6396 Vöggur RE 129 Lenging 1,53 m Brúttórúmlestir úr 3,17 í 4,03 Brúttótonn úr 2,55 í 4,13 6455 Kvikk BA 132 Lenging 1,43 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 6,06 Brúttótonn úr 2,83 í 5,56 6511 Gísli Jónsson BA 400 Lenging 1,56 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,71 Brúttótonn úr 2,83 í 4,35 6512 Kári ÞH 145 Lenging 1,25 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 3,21 Brúttótonn úr 2,83 í 4,09 6549 Beta VE 36 Lenging 1,09 m Brúttórúmlestir úr 5,34 í 6,08 Brúttótonn úr 4,33 í 5,77 6606 Sibba BA 48 Lenging 1,83 m Breikkun 0,52 m Brúttórúmlestir úr 3,14 í 7,30 Brúttótonn úr 2,58 í 5,73 - Bls. 42. 40 ÆGIR MARS 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.