Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 7
hvorki að fara fram eftir persónulegum sjönarmiðum, eigin geðþótta, stéttar- sjónarmiðum né flokkssjónarmiðum, en fylgja meginreglum og víkja ekki frá stefnu sem allur þorri manna telur rétta, gæta hagkvæmnissjónarmiða og réttlætis. Finni hann gat í lögum á hann að bæta það þannig að bótin fari vel við efnið. Aðalheimild stjórnskipunarréttar er stjórnarskráin, en auk hennar ber lög- gjafanum að virða stjórnskipunarvenjur, svo sem þingræðisregluna. Meginregl- um sem leiddar verða með réttri lögskýringu af ákvæðum stjórnarskrár ber löggjafanum að fylgja en dómstóiar túlka þessar reglur nokkuð frjálslega í raun. Aftur á móti er hæpið að dómstólar gætu vikið lögum til hliðar með þeim rökum, að þau brytu í bága við grundvallarsetningar réttarins eða anda stjórnarskrárinn- ar. Bann við afturvirkni laga og félagsnauðung eru ekki meðal reglna sem löggjafanum ber að lúta. Skýring og fylling stjórnarskrákvæða fer í meginatriðum eftir sömu reglum og önnur lagatúlkun. Dómstólar hafa fremur hallast að túlkunum sem taka tillit til þjóðfélagsþróunar eftir að stjórnlög voru fyrst sett en bókstafstúlkun eða huglægri túlkun. Löglíkur verða taldar á að lög sem sett eru með stjórnskipulegum hætti séu samþýðanleg stjórnarskrá og dómstólar fallast sjaldan á að umdeild lög brjóti í bága við stjórnarskrá. Sumir telja jafnvel að lög verði augljóslega að fara í bága við stjórnlög til að dómstólar virði þau að vettugi. Valdsviði löggjafans eru eigi sett önnur takmörk en þau sem leiða má af stjórnarskránni beint eða óbeint. Málefnum sem stjórnarskráin felur löggjafanum verður aðeins skipað með lögum og löggjafanum er óheimilt að framselja framkvæmdavaldshafa ákvörð- unarvald um þau efni. Eigi að síður hafa myndast stjórnskipunarvenjur um framsal valds til að setja almennar reglur og til skattlagningar, þrátt fyrir skýr fyrirmæli stjórnarskrár. Þessum venjum verður ekki hrundið nema með stjórn- lögum. Löglíkur eru taldar á samræmi milli landslaga og þjóðaréttar, þannig að dómstólar Ieitast við að túlka innlend lög þannig að ekki fari í bága við þjóðréttarreglur sem ríkið er bundið af. Ekki er við neinar hefðbundnar kenningar að styðjast við mat á lögmæti framsals til yfirþjóðlegra stofnana, en þegar þau stjórnarskrárákvæði sem máli skipta voru fyrst sett var ísland ekki fullvalda og laut yfirþjóðlegu valdi. Enn hefur ekki verið mælt skýrlega fyrir um fullveldi íslands í stjórnarskrá. Vald dómstóla til að dæma um stjórnskipulegt gildi laga byggist á venju sem löggjafanum ber að virða. Stjórnvöld hafa hinsvegar ekki vald til að virða lög, sem þau telja andstæð stjórnarskrá, að vettugi. Fjárlagagerðin er merkilegt dæmi um heilbrigða samvinnu löggjafarvalds og framkvæmdavalds, en dómstólar eiga ekki hlut að fjárlagaundirbúningi nema að því leyti sem 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.