Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 23
Á milli framangreindra forma á rekstri lögmannsstofa eru óteljandi tilbrigði. Það verður að skoða í hverju einstöku tilviki að hve miklu leyti ábyrgðin er sameiginleg hjá þeim aðilum sem reka lögmannsstofu í félagi. Við mat á því hvort ábyrgðin er sameiginleg er eðlilegt að líta fyrst og fremst til þess hvað viðskiptamaðurinn mátti ætla þegar hann leitaði til lögmannsstofunnar. Mátti hann ætla að hann væri að leita til tiltekins firma þar sem svo og svo margir lögmenn væru ábyrgir fyrir framkvæmd verks eða mátti hann vita að sá lögmaður sem tók að sér verkið gerði það á eigin ábyrgð og ekki annarra? Samningar viðkomandi lögmanna sín á milli geta ekki einir sér skorið úr. Sérstakt álitaefni er hvernig með skuli farið þegar lögmannsstofa er rekin í formi hlutafélags. Á það skal minnt að á íslandi hafa lögmenn einkarétt á málflutningi fyrir dómstólum. Jafnframt er rétt að rninna á að skv. 18. gr. í siðareglum lögmanna skal lögmaður bera persónulega ábyrgð á lögmannsstörf- um sínum. Eðlilegast er að skýra þetta ákvæði siðareglnanna þannig að átt sé við persónulega ábyrgð gagnvart þeim aðila sem verkið er unnið fyrir, en ekki ábyrgð gagnvart félagi sem hefði milligöngu um að fá lögmanninn til verksins. Telja verður að einkarétturinn sé einstaklingsbundinn réttur, tengdur per- sónu þess einstaklings sem réttindin hefur. Lögaðili, hvort sem um er að ræða félag með takmarkaða eða ótakmarkaða ábyrgð, getur því aldrei talist málflytj- andi gagnvart aðila dómsmáls. Leiti aðili til lögmannsstofu með verkefni, sem einkarétturinn tekur til, getur félagið því ekki tekið að sér málið heldur einungis haft milligöngu um að útvega lögmann til þess að vinna verkið. Viðkomandi lögmaður ber persónulega ábyrgð á rekstri dómsmálsins gagnvart skjólstæðingi sínum, sem er aðili dómsmálsins, en ekki það félag sem hafði milligöngu um að fela lögmanninum málið. Ekki er víst að sömu sjónarmið eigi við um önnur lögmannsstörf en þau sem einkarétturinn nær til. í þeim tilvikum væri það brot á siðareglum lögmanna, ef lögmaðurinn tæki ekki persónulega ábyrgð á verkinu. Slíkt væri þó ekki brot á ófrávíkjanlegri lagareglu. Það er því óvíst hvort viðskiptamaður félagsins ætti beina kröfu á hendur lögmanninum, ef honum yrðu á mistök við framkvæmd starfans. 8 ÁBYRGÐ Á EINSTÖKUM LÖGMANNSSTÖRFUM í bók sinni Advokatansvaret (6. útg. 1990) fjallar A. Vinding Kruse ítarlega um ábyrgð lögmanna á ýmsum sviðum lögmannsstarfa. í því sem hér á eftir segir hefur að nokkru leyti verið stuðst við þau sjónarmið sem þar eru sett fram. í höfuðatriðum má skipta lögmannsstörfum í þrjá flokka. í fyrsta flokkinn koma málflutningsstörf. Þetta eru þau störf sem einkaréttur íslenskra lögmanna nær til. í annan flokkinn koma ráðgjafastörf. í þriðja flokkinn koma svo einstök framkvæmdastörf. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.