Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 36
Á VÍÐ OG DREIF AÐALFUNDUR L.M.F.Í. 26. MARS 1993 Á aðalfundi Lögmannafélags íslands í mars s.l. flutti Ragnar Aðalsteinsson, formaður L.M.F.Í., skýrslu stjórnar. Minntist hann í upphafi þriggja félags- manna, sem látist höfðu á starfsárinu, þeirra Ágústar Fjeldsted, hrl., annars tveggja heiðursfélaga L.M.F.Í., Kristins Einarssonar, hrl. og Stefáns Sigurðs- sonar, hdl. Formaður greindi næst frá stjórn L.M.F.Í. en hún var þannig skipuð á starfsárinu að formaður var Ragnar Aðalsteinsson, hrl.. varaformaður Oskar Magnússon, hrl., gjaldkeri Ásdís Rafnar, hdl., ritari Sigurður G. Guðjónsson, hrl. og meðstjórnandi Árni Vilhjálmsson, hrl. í september 1992 fór Árni Vilhjálmsson úr stjórninni er hann hóf störf hjá Eftirlitsstofnun EFTA íBrussel. í stað hans kom inn í stjórnina Andri Árnason, hdl. og átti hann þar fast sæti síðan. Varamenn í stjórn voru Bjarni G. Björgvinsson, hdl., Ingólfur Hjartar- son, hrl. og auk þeirra Andri Árnason, þar til hann tók sæti í aðalstjórninni. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn. Ragnar Aðalsteinsson, hrl.. var endur- kosinn sem formaður til eins árs og auk hans voru kosnir í aðalstjórnina þeir Guðni Á. Haraldsson, hrl. og Ingólfur Hjartarson, hrl., til tveggja ára og Andri Árnason, hrl., til eins árs. Áfram situr í aðalstjórninni Ásdís Rafnar, hdl., en hún var kosin til tveggja ára á aðalfundinum 1992. í varastjórn voru kosin til eins árs Ásgeir Magnússon, hdl., Bjarni G. Björgvinsson, hdl. og Valborg Kjartans- dóttir, hdl. Formaðurinn greindi frá því að á starfsárinu hefði stjórnin haldið 38 fundi og hefðu verið bókaðir á þeim alls 413 dagskrárliðir (á móti 44 fundum og 377 dagskrárliðum á starfsárinu þar á undan). Stjórn félagsins hefðu borist 58 kæru- og ágreiningsmál, sem væri nokkur fjölgun frá síðasta starfsári, auk þess sem afgreidd hefðu verið 16 mál, sem borist hefðu fyrir síðasta aðalfund. Reyndar 172

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.