Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 34
Ríkissaksóknara muni leiða til þess að afgreiðsla mála þurfi að taka lengri tíma en áður, en sú hefur orðið raunin fyrsta árið eftir lagabreytingu. Astæða er til að ætla að þetta sé ekki varanlegt ástand. I fyrsta lagi hefur reynsla fengist af nýrri vinnutilhögun. Fulltrúum Ríkissaksóknara fækkaði um einn þann 1. júlí 1992 við gildistöku laga nr. 19, 1991, en frá 1. júlí sl. hefur verið fullmannað hjá embættinu. Þess ber að geta að af hálfu RLR hefur í auknum mæli verið leitast við að jafna flæði mála til Ríkissaksóknara, ef svo má að orði komast. Enn myndast þó toppar á ákveðnum tímum. Ekki er unnt með sama hraða og áður að vinna niður þessa toppa hjá embættinu. Reynslan hefur sýnt, að jafnvel dóms- meðferð smæstu mála getur tekið drjúgan tínra af skrifborðsvinnu sækjanda. Þótt um játningarmál sé að ræða á rannsóknarstigi kunna mál að sæta aðal- meðferð í dómi, t.d. vegna þess að sakbomingur dregur til baka játningu hjá lögreglu og þarf þá oft að afla frekari gagna. Þá geta boðanir mistekist. Aukið forræði leiðir þannig til mun meiri vinnu en áður við smæstu mál. Algengt er að ákærandi þurfi að mæta í dómi nokkrum sinnum á mismunandi tímum vinnudags. Ef mál þessi hljóta meðferð samkvæmt 125. gr. oml. má hins vegar líkja hlutverki ákærandans nánast við hlutverk dómvarðar, eina hlutverk ákær- anda er að lýsa því yfir að hann samþykki að málinu verði lokið samkvæmt 125. gr. oml. Ég tel þó að ekki sé óraunhæft að keppa að því að játningarmál þurfi ekki í framtíðinni að dvelja lengur hjá Ríkissaksóknara en þau gerðu fyrir gildis- töku laga nr. 19, 1991. III. RANNSÓKN JÁTNINGARMÁLA Ríkissaksóknari hefur formlega yfirstjóm á rannsókn sakamála og einnig að miklu leyti forræði á þeirn við dómsmeðferð. Ættu starfsmenn hans því að hafa hvað bestu heildaryfirsýn yfir gang sakamála í gegnum allt dómskerfið og meta hvar svigrúm sé til að hraða meðferð þeirra. Hefð er fyrir tiltölulega miklu sjálfstæði rannsóknarlögreglu í starfi. Ég tel það vera kost. Þetta hlýtur að gera sækjanda auðveldara að meta hlutlægt rannsóknargögn og sinna skyldum sínum um hlutlæga meðferð máls heldur en vera myndi ef ákæru- og rannsóknarvald væri á sömu hendi. Á móti kemur að því brýnna er að rannsóknarlögregla og ákæruvald samhæfi vinnubrögð sín. Ég tel óhjákvæmilegt að drepa á nokkur atriði varðandi rannsókn mála. Eg tel rétt að skipta málunum í tvo flokka. Annars vegar mál brotamanna sem eiga hjá lögreglu eitt mál eða brotahrinu sem stendur yfir í stuttan tíma og hins vegar mál brotamanna sem standa nokkuð samfellt í afbrotum í félagi við fleiri menn, sem líkt er ástatt um. Rannsóknarlögregla leitar oft samráðs við Ríkissaksóknara við rannsókn sérstæðra eða alvarlegri sakarefna áður en hún sendir honum málin formlega. Rannsóknir einfaldra játningarmála er hins vegar sjaldan svo flókin að til 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.