Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 74
Allt að einu skipta fordæmi miklu hér á landi. [...] Hver einstök dómsúrlausn veit að tilteknu sakarefni og hefir úrslitagildi fyrir þá aðilja eina, sem hlut eiga að því máli. En sakarefninu verður ekki ráðið til lykta, nema dómstóll taki afstöðu til þess, hvaða réttarreglur gildi á þeim vettvangi, sem málið varðar. Af þessum sökum getur hin einstaka úrlausn haft miklu rýmra gildi en sem lyktir tiltekins dómsmáls.12 Hann bætir við að þetta eigi við skýringu Hæstaréttar á tilteknum laga- ákvæðum og einnig þegar hann móti reglur sem hvorki eigi upptök í settum lögum né réttarvenjum. Þótt dómstólar geti breytt fordæmum girði það ekki fyrir, að þau teljist til réttarheimilda. Dómstólar hafi væntanlega meira svig- rúm til að endurskoða fordæmi og meta hallkvæmni þeirra en vera myndi um sett lög.13 Þessar tilvitnanir sýna að í upphafi aldarinnar hefur verið tregða til að viður- kenna fordæmi sem sjálfstæða réttarheimild og hlut dómstóla í að móta réttar- reglur. Var þessi afstaða í samræmi við þær skoðanir sem ríkjandi voru á meginlandi Evrópu, einkum í Þýzkalandi og þá einnig Danmörku. Síðan breytist viðhorfið smám saman. Þó er ljóst að bæði Einar Amórsson og Ólafur Jóhannesson líta svo á að dómur verði grundvöllur réttarvenju. Sama gerir raunar Ármann Snævarr. Þó telur hann að fordæmi hafi sjálfstætt gildi sem réttarheimild. Nú má því telja ágreiningslaust að fordæmi séu réttarheimild og dómstólar eigi sjálfstæðan þátt í að móta réttinn ásamt löggjafanum. Jafnvel mætti ganga svo langt að halda því fram að þeir stæðu við hlið löggjafans um mótun laga og landsréttar þótt í minna mæli sé.14 Um stjómskipulega stöðu dómstólanna og valdheimildir þeirra eru þó ýmis álitaefni sem ekki er unnt að ræða hér.15 5. TREGÐA TIL AÐ VIÐURKENNA ÞÁTT DÓMSTÓLA í LÖGGJAFARSTARFI Nú má spyrja hvers vegna þessarar tregðu hafi gætt við að viðurkenna hlut- deild dómstóla í lagasetningu. Skýringar eru eflaust margar. Undir einveldisstjóm þar sem konungur einn réð lögum og dómstólar mæltu fyrir munn hans gátu dómstólar ekki gegnt neinu sjálfstæðu hlutverki í þróun réttarins. Þá ýttu ríkjandi hugmyndir manna á 16. og 17. öld undir það viðhorf að eðlisrétturinn sem rót ætti að rekja til skynsemi manna gæfi svar við því 12 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, sjötta útgáfa. Rv. 1988, bls. 216. 13 Sama rit, bls. 217 og 221. 14 Þetta birtist glögglega í íslenzka þjóðveldinu þar sem greint er á milli þess að rétta lög og gera nýmæli, sbr. Sigurður Lt'ndal: Löggjafarvald og dómsvald í íslenzka þjóðveldinu. Skímir 166 (1992), bls. 171-78. 15 Sjá nánar um þetta efni: Sigurður Líndal: Stjórnskipulegt vald dómstólanna. Tímarit lögfræðinga 43 (1993), bls. 106-16. 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.