Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 36
Þegar dómari fær mál til meðferðar liggja yfirleitt fyrir einhver gögn. Dóm- arinn verður að meta á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja í málinu hvort þau gögn eru fullnægjandi eða hvort þörf er á að afla frekari gagna svo sem sér- fræðilegra álitsgerða, hvort rétt sé að leita umsagnar barnaverndarnefndar, hafi það ekki þegar verið gert eða hvort leggja á fyrir málsaðila að afla matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Varðandi mat á því hvort rétt sé að leita umsagnar barnaverndarnefndar verður að telja að dómari leiti slrkrar umsagnar þegar hann telur ástæðu til. Nauðsynlegt er þá að dómari geri sér grein fyrir því hvemig það verði metið. Ef upplýsingar eru fyrir hendi í málinu um að bamavemdarnefnd hafi haft mál annars hvors eða beggja málsaðila til meðferðar getur verið ástæða til að afla umsagnar barnaverndarnefndar en barnavemdarnefnd hefur afskipti af for- eldrum í þeim tilvikum sem lög um vernd barna og ungmenna kveða á um. Einnig getur verið að barnaverndarnefnd hafi áður haft forsjármál til umsagnar ef aðilar hafa á fyrri stigum málsins samþykkt að dómsmálaráðuneytið leysi úr ágreiningi um forsjá eins og heimilt er samkvæmt 1. mgr. 34. gr. barnalaga. Rétt er að minna á að barnavemdarnefndum er heimilt samkvæmt lögum um vernd bama og ungmenna að fela starfsmönnum sínum könnun og meðferð einstakra mála og málaflokka og skal hún setja um það reglur sem héraðsnefnd eða sveitarstjórn staðfestir. í Reykjavík hafa verið settar slíkar reglur en samkvæmt þeim skulu starfsmenn barnaverndarnefndar sem jafnframt eru starfsmenn fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar annast könnun mála þegar dómsmála- ráðuneyti eða dómari hefur óskað eftir umsögn bamavemdamefndar í forsjár- máli. í forsjárdeilum er algengt að leita þurfi sérfræðilegra álitsgerða. Getur verið vandasamt fyrir dómara sem ekki hefur mikla reynslu í meðferð slíkra mála að ákveða hvað það er sem þarf að meta og hvemig það verði metið. Stundum er mjög mikilvægt að nýta sérfróða meðdómsmenn við ákvörðun á því hverra gagna eigi að afla og hvemig eigi að standa að því. Þegar dómurinn aflar sér- fræðilegra álitsgerða skiptir t.d. máli hvað sálfræðingur er beðinn að meta. Sál- fræðingar sem til þess hafa menntun og áskilin réttindi geta með sálfræðipróf- um mælt atriði sem gætu skipt máli við úrlausn á kröfu um forsjá. Þannig geta þeir t.d. mælt greind og metið geðrænt ástand og persónuleika foreldra. Einnig geta þeir metið tengsl foreldra og barna með svokölluðum fjölskyldutengsla- prófum. Próf þessi eru mismunandi, allt eftir því hvað er verið að mæla. Olík próf eru t.d. lögð fyrir fullorðna annars vegar og böm hins vegar. Þegar um mjög ung börn er að ræða þarf að beita sérstökum athugunum. Ekki eru allir sál- fræðingar jafn hæfir til að leggja þessi ólíku próf fyrir og ekki hafa þeir allir næga reynslu til að lesa úr niðurstöðum slíkra prófa. Einnig er rétt að hafa í huga varðandi sáttatilraunir dómara að í erfiðum málum gæti skipt sköpum fyrir úrlausn málsins að leitað verði aðstoðar hæfra sérfræðinga í þeim tilgangi að fá álit þeirra á því hvemig leyst verði úr deilum foreldranna og hvaða leiðir eru færar í því sambandi. Nauðsynlegt er í þeim tilfellum að dómarinn hafi nokkurt 278

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.