Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 74
eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslum (e. tax avoidance schemes) með því að meta heildstætt raunverulegar aðstæður og byggja skattlagningu á þeim.20 Framan af hafa fræðin á Norðurlöndum verið andstæð sniðgöngureglum hvort sem þau voru ættuð frá löggjafanum eða dómstólum. Hefur hin aukna skattasniðganga á árunum uppúr 1970 og 1980 þó opnað umræðu um þessi mál. I Noregi gilda ýmis sérákvæði laga sem beinast gegn skattasniðgöngu. Dóm- stólar hafa mótað almenna reglu sem veitir möguleika á raunveruleikatúlkun og hefur þannig í för með sér að formi ráðstafana er vikið til hliðar og efni ráðstöfunar látið ráða skattlagningu.21 I Danmörku hafa dómstólar mótað almenna reglu, raunveruleikareglu, þar sem skattlagning byggir á raunverulegum aðstæðum, án tillits til forms, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.22 I Svíþjóð var áður litið svo á að lausn skattasniðgöngu væri lögskýringar- atriði.23 Lögmætisreglan hefur og haft sérstaka þýðingu í sænskum rétti í um- ræðum um lögskýringu á sviði skattaréttar. Árið 1947 setti Ljungman fram kennisetninguna „nullum tributum sine lege“ (enga skatta án lagaheimildar) samsvarandi refsiréttarreglunni „nulla poena sine lege“ (engin refsing án laga- heimildar).24 Þessi umræða var meðal annars ástæða þess að sett voru sérstök lög á árinu 1981 gegn skattasniðgöngu (Lag mot skatteflykt) sem gilda jafn- hliða einstökum ákvæðum sem stefnt er gegn skattasniðgöngu við tilteknar að- stæður. Núgildandi lög um efnið eru frá 24. maí 1995 (1995:575), sbr. breytingu frá 30. október 1997 (1997:777). Samkvæmt 2. gr. laganna skal við skattlagn- ingu líta framhjá löggemingnum, ef 1) löggerningurinn, einn eða ásamt öðrum löggerningum, er liður í ráðstöfunum sem hafa í för með sér verulegt skatthag- ræði fyrir hinn skattskylda, 2) hinn skattskyldi hefur beint eða óbeint átt þátt í löggerningnum eða löggemingunum, 3) ætla má að skatthagræðið, að teknu tilliti til aðstæðna, hafi verið aðalástæðan fyrir ráðstöfununum og 4) skattlagn- ing á grundvelli umræddra ráðstafana myndi brjóta gegn markmiðum laga mið- að við almenna túlkun þeirra lagaákvæða sem talin em hafa verið sniðgengin. í 3. gr. laganna kemur fram að sé skilyrðum 2. gr. fullnægt skuli við skatt- ákvörðun algerlega horft fram hjá ráðstöfununum. Reynist ráðstafanirnar með hliðsjón af fjárhagslegum afleiðingum, óháð skatthagræðinu, óvenjulegar mið- að við þá leið sem beinast lægi við að farin yrði, þá skal skattákvörðunin byggð á því að sú leið hefði verið valin eða ráðstöfun gerð en ekki sú leið sem skatt- greiðandinn sjálfur valdi. Ef þessi skattgrundvöllur er ekki nothæfur eða myndi leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu skal skattstofninn ákvarðaður sem sanngjörn fjárhæð. 20 Ramsey Ltd. v. IRC, 1981 1 ALL ER 865 1981 STC 174. IRC v. Burma Oil Co. Ltd., 1982 STC 30 HL, og Furniss v. Dawson 1984 STC 153 HL. 21 Sjá hér t.d. Jan I’edersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 197-203. 22 Sjá sérstaklega: Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 435-448. 23 Sbr. doktorsritgerð Dag Helnters: „Kringgaende av skattelag“. 1954. 24 Seve Ljungntan: Om Skattefordran och skatterestitution. 1947, bls. 22. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.