Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 55

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 55
5.2.2.8 Samningar um farþegaflutninga Engar sérstakar leiðbeiningarreglur taka til þess hvers lands lögum skuli beita um farþegaflutninga. Hér skal áréttað að 4. mgr. 4. gr. tekur einungis til samninga um vöruflutninga. Gildir því leiðbeiningarregla 2. mgr. 4. gr. við ákvörðun á því hvers lands lögum beita skuli um þessa samninga. Það hefur því líkumar með sér að beita skuli lögum þess lands þar sem starfstöð eða aðalstöðv- ar flytjandans eru.98 5.2.2.9 Samantekt Eins og þetta yfirlit ber með sér má ljóst vera að reglan um að aðalskylda samnings ráði lagavali leiðir ekki ávallt til sanngjamrar niðurstöðu enda þótt auðvelt sé að ákvarða hver sé aðalskylda samnings. í lögum nr. 43/2000 er tekið tillit til þessa í 2. málsl. 5. mgr. 4. gr. þar sem fram kemur að leiðbeiningarregl- umar eigi ekki við ef af öllum aðstæðum verður ráðið að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land en leiða myndi af þeim ákvæðum. Hitt er annað mál að torvelt kann að vera að meta hvers lands lögum beita eigi í einstökum samningssamböndum. Niðurstaðan í þeim efnum ræðst einfaldlega af skýringu á leiðbeiningarreglum 2.-4. mgr. 4. gr. 5.3 Samningar um réttindi yfir fasteign í 3. mgr. 4. gr. ræðir um samninga sem varða fasteignir og réttindi yfir fast- eignum, þ.m.t. afnotarétt. Þar kemur fram að þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 4. gr. skuli, að því marki sem samningur varðar réttindi yfir fasteign, þ.m.t. afnotarétt, að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem fasteignin er.99 Reglan gildir einnig þótt aðeins hluti samningsins varði fasteignir en þá aðeins að því marki er varðar þann hluta. í henni felst að jafnan skuli litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem fasteignin er. Þetta er regla sem var talin gilda í lagaskilarétti margra Evrópuríkja áður en Rómarsamn- ingurinn tók gildi. Orðalagið „jafnan litið svo á“ bendir til þess að unnt er að hnekkja þessari forsendu ef atvik að öðru leyti benda sterklega til þess að samn- ingur hafi eftir sem áður sterkust tengsl við annað land. Ákvæði 3. mgr. 4. gr. hefur verið skýrt svo að utan gildissviðs þess falli samningar um byggingu húsa og annarra mannvirkja og viðgerðarsamningar enda er þar frekar um að ræða 98 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 21 o.áfr. Hér skal bent á 149. gr. siglingalaga nr. 34/1985 sem kveður svo á að fyrir fram megi ekki semja um frávik frá reglunum í 130.-148. gr., svo og 3.-5. tölul. 215. gr., farþegum í óhag. 99 Þessi regla kemur því heim og saman við hina almennu reglu alþjóðlegs einkamálaréttar þess efnis að beita skuli lögum þess lands þar sem eign er (lex situs) um réttarsamband aðila sem varðar fasteign með sama hætti og um eignarréttindi yfir fasteign og álitamál þeim tengd. Rétt er að benda á að reglan um sterkustu tengslin myndi einnig leiða til sömu niðurstöðu, sbr. t.d. H 1951 268. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.