Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 12
Ein af athyglisverðari nýjungum í frystilnisi SVN erþessi innmötunarvagn við frystana. Einn maður stjórnar þessu tœki og sér um að taka pönnurnar upp af fœribandi og raða þeim inn í frystana og ýta um leið frosnum pönnum út hinum megin. Fyrirtœkið Formax á heiðurinn afþessari nýjung. ið forskot í fiskvinnslunni og margir horfi til þess hvernig framkvæmdinni muni reiða af. Hann bendir líka á aö byggingarmátinn er nýstárlegur fyrir vinnsiustöö af þessu tagi, þ.e. að byggt er stálgrindarhús og síðan er í raun byggt annað innan í stálgrindarhúsið en í holrúminu í milli er komið fyrir öllum raf- og pípulögnum þannig að þægilegt er að sjá um viðhald og eftir- lit. „Við þurfum að hagræða hjá okkur í vinnslunni þannig að arðsemin verði til staðar," segir Svanbjörn. „Þar kemur til sjálfvirkni og allt annað sem getur hjálpað til við að lækka rekstrarkostn- aðinn. Markmiðið er að koma hagræð- ingunni þannig fyrir að launakostnað- ur sem slíkur lækki og að við getum borgað hærri laun fyrir störfin sem unnin eru í vinnslunni. Afköstin verða meiri á manntíma og þannig á að vera hægt að ná meira fyrir þau. Ég tel að strax og við getum gert störfin í fisk- vinnslunni álagsminni en hingað til hefur verið, og þar með meira aðlað- andi, þá muni fólk sækja í þessi störf eins og hver önnur." Hugmyndavinna allra Jóhannes Pálsson, hjá verkfræðistof- unni Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði, hefur borið hitann og þungann af eftir- liti með framkvæmdunum í Neskaup- stað en fyrirtæki hans hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum í sjávarútvegsfyrirtækjum, bæði á Aust- fjörðum og víðar um land. „Við tókum þátt í því frá upphafi í Neskaupstað að setja upp fyrirkomu- lagsteikningu að húsinu og vinnslunni en þetta var unnið með verktökunum og heimamönnum hjá Síldarvinnsi- unni. Þetta var því nokkurs konar liðsvinna og allir komu meö sínar hug- myndir," segir Jóhannes. Aðspurður hvernig hafist sé handa í skipulagi frystihúss sem vera á fram- leiðslufyrirtæki nýrrar aldar segir Jó- hannes að menn þurfi að gefa sér laus- an tauminn í hugmyndum. Síldarvinnslan Neskaupstab Við óskum íbúum Neskaupstaðar til hamingju með fullkomnustu og afkastamestu síldarvinnslu landsins Síldarvinnslan er útbúin eftirtöldum búnaði frá Marel hf. og Skipasmíðastöð Þorgeir & Ellert hf. • Marel Voair • Landsins stærsta • Marel Pölckunarkerfi mötunarkar frá Þ&E • Marel MP/3 eftirlitskerfi • Pönnubönd frá Þ&E Skipasmíðastöð Þorgeir & EllertHf. ÆM7* ✓ Oskum Síldarvinnslunni til hamingju me5 nýju fiskvinnslustööina Viggó, vöruílutningar Sæbakka 16, Neskaupstað Sími 477 1190 Fax 477 1090 — Færum Síldarvinnslunni hf. hamingjuóskir vegna nýju fiskvinnslustöðvarinnar meka Verkfræðistofan Meka ehf. Austurströnd 4 170 Selljarnarnes Sími 561 5000 Fax 562 3809 Tölvupóstur: meka@itn.is Heimasíða: www.arctic.is/fin/meka/ 1 2 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.