Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 15
Reytingur Níels Einarsson, mannfrœðingur. Nátlúruvernd og framtíð veiða: Mynd: JÓH Sveigjanleiki er lykil- atriði fyrir íslendinga segir Níels Einarsson „íslendingar búa við þann veruleika að lifa að mestu af því að nýta sjávar- gagn. Að því leyti svipar auðlinda- vistfræði okkar til aðstæðna annarra samfélaga á norðurslóðum og er að sama skapi brothætt. Lykilatriði fyrir slík samfélög er að til staðar sé sveigjanleiki í samskiptum fólks og vistkerfis," sagði Níels Einarsson, mannfræðingur, á málþingi um nátt- úrunýtingu á Norðurslóðum og al- þjóðlegt umhverfi, sem haldið var á Akureyri fyrir skömmu. í ávarpi sínu fjaliaði Níels um náttúruvernd á nýrri öld og framtíð veiða og benti á að lítil og valdalítil þjóð á alþjóðamælikvarða gæti aldrei mannfræðingur beitt kúgunum, enda skorti hana til þess hernaöarlegan og efnahagslegan styrk. Aðra valmöguleika taldi hann vera fyrir hendi fyrir íslendinga. „Þeir geta hins vegar haft áhrif með því að vera vel upplýstir um þá flóknu málaflokka sem hér er um að ræða og þekkja þá umræðu sem á sér stað. Þeir þurfa að kunna skil á hugmyndum um- hverfisverndarhreyfingarinnar og ann- arra sem móta hnattræna umhverfis- verndarstefnu. Auk þess þarf að skilja auðlindanýtingu samfélaga á norður- slóðum og hvaða samfélagslegir, póli- tískir og líffræðilegir stuðia að eða hindra möguleika fólks til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra náttúru- auðlinda á norðurslóðum." Noregur: Treg þorskveiði í byrjun árs Þorskveiðar undan Noregi hafa gengið brösuglega í upphafi árs. Veður hefur hamlað veiðunum en einnig hefur gengið erfiðlega að veiða þorskinn. Þannig hefur sókn- in verið meiri í upphafi þessa árs en í fyrra án þess að það hafi skil- að sér í meiri afla. Þrátt fyrir vax- andi framboð á ferskum fiski á Englandsmarkaði hefur fengist ágætis verð eftir miðjan janúar en verð var lágt í upphafi ársins. (North Atlantic Fishing News) Ósáttur við fiskkaup ÚA Talsmaður Harstad Fiskarlag segir óréttlátt að íslendingar geti óþving- að átt fiskviðskipti í Noregi á sama tíma og þeir veiði stjórnlaust í Smugunni. Hann bendir á að í fyrra hafi ÚA keypt þorsk frá Kongs- fjord og nú séu þeir að kaupa fisk frá Lofoten. Hann segir norsk stjórnvöld hafa haldið að sér hönd- um of lengi og tími sé kominn til að stöðva þessi viðskipti. Rússar hafi t.d. aðvarað íslendinga og hótað viðskiptaþvingunum, reyndar í öðru samhengi, en rússnesk stjórnvöld hafi þar talið ástæðu til að taka á málum. (Fiskeribladet) ÆGIR 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.