Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 16
M arkaðsvœðing sjávarútvegsins Stærðar- hagkvæmni er mikil í sjávarútvegi - segir Friðrik Jóhannsson, framkvœmdastjóri Burðaráss Tynrðarás, dóttnrfélag Eimskipafélags íslands, hefur á undanfómutn árunt ÆJfjárfest vemlega í sjávarútvegsfyrirtcekjum og á stóran hlut í nokkrutti af helstu sjávarútvegsfyrirtœkjum landsins. Friðrik Jóhattnsson, framkvœmda- stjóri Burðaráss, segir það stefnu félagsins að eignast hluti í stórum fyrirtœkj- utn ígreininni og vera þátttakendur íþeirri þróun að fyrirtœkin stœkki og eflist. Hann telur að það sé ekki aðkoma fjárfesta að fyrirtœkjunutn sem ýti undir þróun íþessa áttina heldur hafi bœði stjómetidur og eigendur séð þá hagkvœmni sem stœkkun eininganna feli í sér. Eins og fram kemur í meðfylgjandi lista yfir eignarhluti Burðaráss má sjá hversu sterk aðkoma félagsins er að nokkrum stórum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Aðspurður hvort fjárfesting í sjávarútvegi sé betri kostur í dag en var fyrir nokkrum árum segir Friðrik að erfitt sé að leggja mat á slíkt. Friðrik Jóhatmsson, framkvœmdastjóri Burðaráss. „Við höfum fjárfest í sjávarútvegi undanfarin ár í kjölfar aukinnar hag- ræðingar í greininni. Við teljum að sjávarútvegurinn hafi verið spennandi kostur um nokkurt skeið og að greinin verði það áfram. Það er mikil stærðar- hagkvæmni í sjávarútveginum og lík- ur á að við sjáum stærri einingar í framtíðinni. Okkur finnst þess vegna áhugavert að vera þátttakendur í þeirri þróun," segir Friðrik. Varðandi fjárfestingarstefnu Burðar- áss segir Friðrik hana fyrst og fremst snúast um stærri fyrirtækin, eins og glögglega má sjá af hlutabréfaeign- inni. „Þegar við tölum um öflugri sjávar- útvegsfyrirtækin í þessu sambandi þá em þetta fyrirtæki sem eru að sýna góðan rekstur, sterka eignastöðu, góða veltu og sterka kvótastöðu. Gjarnan fara þessir þættir saman." Jákvæð þróun Viðskiptavæðingin í sjávarútveginum er að mati Friðriks mjög jákvæð. Fyrir- tækin hafi með markaðsvæðingunni fengið tækifæri til að afla sér fjár- magns í þeim tilgangi að styrkja rekst- urinn og stækka. Eignarhlutir Burðaráss í sjávarútvegsfyrirtækjunum Eftirfarandi er listi yfir þau fyrirtæki sem Burðarás á eignarhluta í, þ.e. hluti yfir 2%. Fyrirtæki á aðallista VÞÍ: Útgerðarfélag Akureyringa 40,5% Haraldur Böðvarsson 27,4% Síldarvinnslan 23,9% Skagstrendingur 17% Jökull 15,1% Þorbjörn hf. 3,7% Hraðfrystihús Eskifjarðar 3,7% Hraðfrystihúsið-Gunnvör 2,3% / óskráðutn félögum: Fiskvinnslan Fjölnir 22,7% Þessu til viðbótar eru smáir eignarhlutar í fáeinum öðrum fyrirtækjum. 16 MCm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.