Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 34
58. Fiskiþing Fiskifélag íslands upplýsingar um nýjar hugmyndir og tillögur, sem væru á umræðustigi, auk annarra staðreynda um umhverfismál. Samstarf sjávarútvegs og stjórnvalda Þegar fjallað er um samskipti stjórn- valda og sjávarútvegsins sem snerta umhverfismál eru allir sammála um að mikilvægt sé að huga að og skilgreina hvernig þeim skuli háttað. í eðli sínu má skipta þessu sviði í tvo flokka. í fyrsta lagi er um að ræða mengun haf- svæða og í öðru lagi um nýtingu auð- lindanna. Samskipti stjórnvaida og sjávarútvegs um nýtingu auðlindanna eru í hefðbundnum farvegi milli sjáv- arútvegsráðuneytis annars vegar og einstakra hagsmunaaðila hins vegar. Það samstarf hefur gefist vel og ástæðulaust að breyta því. Önnur sam- skipti hafa verið óreglulegri og þau þyrfti að efla og skipuleggja. Þróun síðustu ára hefur verið sú að frjáls fé- lagasamtök hafa í vaxandi mæli fengið áheyrnaraðild að alþjóðlegum stofn- unum á þessu sviði. Umhverfisvernd- arsamtök hafa nýtt sér þennan mögu- leika í miklum mæli og oft haft um- talsverð áhrif, en sömu sögu er ekki hægt að segja af þeim sem nýta auð- lindir hafsins. Brýnt er að breyta þessu og fela Fiskifélaginu að kanna hvar þá möguleika er að finna og nýta rétt ti! aðildar þar sem það þykir skynsam- legt. Þá var ákveðið að fara fram á við- ræður við stjórnvöld um hvernig sam- skiptum á þessu sviði yrði best háttað. Þar er annars vegar átt við utanríkis-, sjávarútvegs-, umhverfis- og jafnvel landbúnaðarráðuneyti og hins vegar Fiskfélag íslands og aðildarfélög þess. 34 AGÍR ------------------------ „7 Ijósi þess að við teljum okkur standa vel að umhverfismálum og þeim þáttum, sem neytendur virðast í vaxandi mœli hafa áhyggjur af, þá er mikilvcegt að koma því sem víðast á framfœri hvemig ástand mála er hér á landi og hvemig við högum málum. Á þann hátt getum við hœtt ímynd íslensks sjávarfangs og nýtt þau markaðsfœri sem gef- ast," segir í samantekt vinnuhópa á 58. Fiskiþingi. Áhrif á markaði í ljósi þess að við teljum okkur standa vel að umhverfismálum og þeim þátt- um, sem neytendur virðast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af, þá er mikilvægt að koma því sem víðast á framfæri hvernig ástand mála er hér á landi og hvernig við högum málum. Á þann hátt getum við bætt ímynd íslensks sjávarfangs og nýtt þau markaðsfæri sem gefast. Þingið fagnar nýrri upplýs- ingaveitu sjávarútvegsins og bendir á fleiri leiðir til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. M.a. var fjallað um hvort raunhæft væri að gefa út upplýsingablað um þetta mál- efni sem væri dreift á alla þá staði, sem líklegt er að ferðamenn fari um. Þá er einnig ástæða til að kanna hvort hægt sé að koma skilaboðum til neyt- enda þar sem fiskur er seldur. Fylgjast þarf vel með hvað gerist á sviði umhverfismerkinga. Æskilegast væri að reglur um umhverfismerki, sem vottunaraðilar þyrftu að fylgja, væru samþykktar af FAO. Ef ekki tekst að fá FAO í þetta verkefni þarf að Ieita annarra leiða til þess að slíkar reglur gildi sem víðast. í öllu falli þurfa ís- lendingar að fylgjast vel með og freista þess að hafa sem mest áhrif til þess að reglur á þessu sviði verði eðlilegar. Kynning á alþjóðlegum vettvangi Þingið álítur að sú kynning sem þegar er unnin á vegum íslenskra aðila er- lendis hafi reynst vel og að henni beri að halda áfram. Hins vegar þurfi að auka þá kynningu. Þar gegnir hin nýja upplýsingaveita mikilvægu hlutverki. Með henni geta útflytjendur og aðrir fengið hnitmiðaðar upplýsingar með opinberum stimpli um þennan mála- flokk. Miðað við stöðu mála er Bret- land sá markaður, sem fyrst og fremst ætti að snúa sér að. Þorgeir Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.