Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 48

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 48
48 14. gr. Fyrirlestrar fara fram í hej'randa hljóði. Yflrheyrsla og æfingar eru þó fyrir stúdenta eina. Alla fyrirlestra, æfingar og próf skal halda á háskólanum sjálf- um að svo miklu leyti sem því verður við komið. 15. gr. Heimilt skal hverjum kennara háskólans að halda fjrrirlestra á háskólanum um sjálfvalin efni, að svo miklu leyti sem það kemur ekki í bága við skyldukenslu, eun tilkynna skal liann rektor háskólans það áður. 16. gr. 011 lögskipuð háskólapróf, hvort heldur eru undirbúningspróf eða fullnaðarpróf, skulu haldin i síðasta mánuði kennslumisseris. Hver deild ræður sjálf hvort hún heldur uppi kenslu meðan á prófi stendur eða ekki. 17. gr. Hver sá, kona sem karl, er lokið hefur stúdentsprófi við hinn almenna mentaskóla eða annan lærðan skóla honum jafngildan, á rjett á að verða skráseltur háskólaborgari gegn því að greiða skrásetning- argjald til háskólasjóðs, enda sje mannorð hans óflekkað. Sama rjelt getur háskólaráð veitt útlendingum, er fullnægja of- angreindum skilyrðum. Hver sá, er æskir skrásetningar, skal fyrir byrjun kenslumisseris tilkynna það ritara háskólans, og tekur ritari við skrásetningargjaldinu. Skrásetningargjaldið er 15 krónur. 18. gr. Skrásettur stúdent fær háskólaborgarabrjef lijá rektor. 19. gr. Skrásettur stúdent segi forseta þeirrar deildar, sem hann ætlar að stunda nám í, til sín þegar eftir skrásetninguna, enn forseti ritar nafn hans á skrá yfir nemendur þeirrar deildar. Skifti stúdent um námsgrein ber honum að tilkynna það forseta þeirrar deildar, sem liann áður var í, jafnframt því sem hann lætur skrásetja sig af nýju i deild þeirri, sem hann ætlar sjer eftirleiðis að stunda nám í. i byrjun hvers liáskólaárs skulu allir stúdentar háskólans rita nafn sitt, bústað sinn og námsgrein í bók, sem geymd er á skrifstotu liáskólans.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.