Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 18
18 stúdewtablattift viðtalið ffSjálf lærði ég að segja „góðan daginn" á frönsku úr ævintýri H.C. Andersens um Þumalínu því þar ávarpar randaflugan hana á frönsku. Það er alltaf erfitt að r kenna Islendingum franska „joð- hljóðið", en þetta er í raun eins og suðið í randaflugum og ég hef alltaf notastvið það.áí Hvert er að þínu mati gildi tungu- málakunnáttu í nútímasamfélagi? Tungumál cr lykill til að ljúka upp dyrum út í heiminn og skilja heiminn og menningarsvæði hans. Það er ekki nóg að fá fréttir í gegnum sjónvarp, út- varp eða í gegnum blöð því þar er kom- inn milliliður í túlkun. Svo er ekki nóg að kunna einungis ensku. Það er langt því frá að vera nóg. Tveir aðilar af sitt hvoru þjóðerni tala alltaf tiltölulega fá- tæka ensku sín í milli, nema þeir séu auðvitað sérfræðingar í tungumálinu. Allt þetta stofnanamál og þessi enska sem fram fer í viðskiptum er til að mynda fullkomlega húmorslaus. Hún er stöðluð og hér er ekki um lifandi samtalsmál að ræða. Þetta er ekki enska til að skilja hjartslátt mannsins eða blæ- brigði hugans. Þetta er enska með ákveðinn orðaforða sem er mjög ein- skorðaður við það efni sem viðkomandi xtlar að fjalla um í viðskiptum og slíku, en ekki til að velta fyrir sér innstu rök- um tilverunnar eða bregða á leik með orðaleikjum og spaugi. Vigdís notar hér tækifxrið og upplýs- ir blaðamann um að hún sé í opinni andstöðu gegn skammstöfunum. Henni finnst þetta vera málleti sem ein- angri fólk og setji í bása. Hún segir að við opnum ekki blað öðruvísi en að rýna í skammstafanir þar sem við reyn- um að stafa okkur fram úr því hvað þetta skildi nú vera. Hún segir rótina koma frá Sameinuðu þjóðunum og að þær séu mjög slæmar með þetta. Þótt flcstir skilji skammstöfun á borð við UNESCO, þá er aragrúi annarra cins og UNICHEF og UNIFEM sem fólk á erfiðara með að átta sig á. Vigdís vill einnig meina að þetta einangri starfs- greinar því margar greinar tala innbyrð- is í skammstöfunum og svo þcgar farið er að skrifa í blöð og færa sig út fyrir hinn þrönga hóp, þá vita þeir sem fyrir utan standa ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað verið er að ræða. Hvað er hægt að gera til að örva áhuga almennings á erlendum tungumálum? Þegar stórt er spurt veður fátt um svör. Þótt mér þyki óskaplega vænt um landa mína, þá finnst mér þeir hanga of mikið á hinum enska spena. Enskan er útland í þeirra augum. En enskan er ekki samnefnari fyrir útlönd, ekki frekar en franska, spænska, danska eða sænska. Eg þreytist aldrei á að brýna mikilvægi þess að Islendingar geri sér grein fyrir því að þeir verða að hafa tök á einhverju einu hinna norrænu tungumála. Ég er farin að hallast að því að það er kannski allt í lagi að taka eitthvað annað tungu- mál en endilega dönskuna. Það yrði bara svo dýr kúvending. Ég vil hins vegar að tungumálakennsla byrji fyrr. Hvað finnst þér um að danska sé nú annað erlenda tungumálið sem börn læra? Ég var nokkuð hnuggin þegar það var ákveðið. Mér fannst og finnst enn að Norðurlandamálin hefðu lækkað í sessi andspænis enskunni og þetta ýtir undir þann skilning að danska sé ljót og leiðinleg. Danska er einmitt mjög fal- legt mál ef hún er fallega fram borin. Ég segi oft við Dani að ef danskan er fallega töluð þá sé hún eins og fiðlu- konsert. Hún er svo kliðmjúk. Margrét Danadrottning talar til að mynda af- skaplega fallega dönsku. Annað sem er mjög mikilvægt er sú staðreynd að ein- kenni hvers menningarsvæðis er skapað af tungumálinu sem þar er talað. Mað- ur þekkir strax rólega Finnann, settlega Svíann og hinn mjúka Dana, allir þekkja Þjóðverjann og Fransmanninn. Einkennin eru svo sterk. Franskan býð- ur t.d. upp á að hún sé töluð hratt með miklu handapati. Það er svo mikil sveifla í þessu tungumáli og sveiflan endurspeglast í öllum kúltúrnum, í matnum, á veitingahúsunum, í leikhús- inu, alls staðar. Svo ferðu til Þýskalands þar sem er allt önnur menning, ,AHes auf Deutsch,“ og það getur auðvitað verið sjarmerandi út af fyrir sig. Tung- an hefur einnig bundið okkur Islend- inga dálítið niður en það er nú til allrar hamingju smám saman að losna um okkur blessaða fólkið! Nú hefur áður verið minnst á Opna Háskólann um allt land. Hvernig var að kenna börnunum? Það var ótrúlega gaman að kenna krökkunum í Keflavík. Á þriðja tug krakka mættu víðs vegar af Suðurnes- inu. Það var svo' gaman að vera með þeim því þegar börn heyra tungumál, þá verða þau svo skörp. Við byrjuðum á því að kenna þeim að segja „góðan daginn.“ Sjálf lærði ég að segja „góðan daginn“ á frönsku úr ævintýri H.C. Andersens um Þumalínu því þar ávarp- ar randaflugan hana á frönsku. Það er alltaf erfitt að kenna Islendingum franska „joð-hljóðið“, en þetta er í raun eins og suðið í randaflugum og ég hef alltaf notast við það. Svo héldum við áfram með venjubundna frasa á frönsku og það var ótrúlegt hvað þau náðu miklum árangri. Þau teyguðu þetta í sig. Ég veit ekkert skemmtilegra en að kenna. Hvað mun Vigdís Finnbogadóttir taka sér fyrir hendur á næstu árum? Ég ætla í fyrsta lagi að vona að ég eldist ágætlega. Ég ætla að vera meira hérna heima. Æskan mín er komin heim og við búum hérna þrjár kynslóð- ir á Aragötunni og nú langar mig alltaf heim. Ég veit þó að sírninn mun halda áfram að hringja alls staðar að og ég nýt þess að vera enn á mjög góðum járn- um. Það er mikil gæfa að eldast með sæmilegri reisn og ég lít alltaf á minnið eins og silfursjóð; ég finn ekki fyrir því að það fallí á silfrið hjá mér ennþá, en það getur komið að því. Ég held að það geri mér gríðarlega gott að vera svona mikið með fólki og fá tækifæri til að hlusta stöðugt á andlegt atgjörvi heimsins. Það er mikil guðsgjöf að hitta allt þetta góða fólk og fyrir hana er ég mjög þakklát. Ég er kominn með lífs- sýn, ró og skilníng í huganum. Ég er fljótari að átta mig á hvað er að gerast og get sett þetta inn í reynslubankann á réttan stað og það ætla ég að notfæra mér til hins ítrasta á næstu árum. Við kveðjum þessa glæsilegu konu við svo búið og þökkum Vigdísi Finnbogadóttur fyrir að auka innistæðu reynslubanka okkar til muna og óskum henni velfarnaðar í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, landi okkar og þjóð til gagns og sóma. bv I I

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.