Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 27
Opið bréf til Stúdentablaðsins frá Aberdeen Hér ligg ég í fleti mínu í herbergisklefa 100 C, fangi merktur 01902478 í Esslemont fangelsinu í Aberdeen í Skotlandi. I’etta er nú aðeins fært í stílinn en fyrsta daginn rninn hér var ég annars ekki alveg með það á hreinu hvort þetta gæti mögulega verið heimili mitt næstu mánuðina. Kannski ekki nema von þar sem ég frétti síðar að við hönnun Hillhead- stúdentagarðanna hafi hönnun sænsks kvennafangelsis verið fylgt eftir í hvívetna! Aliar íbúðirnar eru eins og samanstanda af einum gangi með 10 hurðum merktum; „roorn A+B+C+D+E+F“, „kitchen“, „toi- let“, „toilet“, „bathroom.“ Sveppagráir veggir og ferskjubleikar hurðir, blátt rýja- teppi á gólfum, í herbergjum plastkollur og dýna innpökkuð í plast, sem á sennilega að kallast á við plaststólinn! Ekkert IKEA þó sýnilegt. Eftir örfáa daga og þó nokkuð fleiri pund fékk herbergi 100 C á sig held- ur heimilislegri blæ, ég fjárfesti meira að segja í forláta rauðvínsglösum, þarf maður þá nokkuð meira?! Ekki leið á löngu uns öll herbergin eign- uðust íbúa; Jenny í A, Dawn í B, Ali í D, Sara í E og svo heldur óvæntur glaðningur í herbcrgi F. Við fengum ítalskan fbla, hann Gabriele. Einhver Skotinn eitthvað aðeins að mis...en við erum sko hæstánægð og er kornið skilti á útidyrahurðina sem segir: „Five easy chicks and an Italian stallion.“ Sambúðin gengur líka svona ljómandi vel. Alltaf einhver að fá sér sígó inni í eldhúsi og oftast fylgir eitthvað sterkara nteð! Fctta eru allt rnjög harðir djammarar, rneira að segja á íslenskan mælikvarða. En helsti munurinn er að hér er helst ekki djammað um helgar því þá er allt svo dýrt! Hafiði heyrt annað eins?! Það er samt ekki laust við að manni líði eins og öldungnum í hópnum. 23 vetra veltennt meri ofan af Is- landi fellur heldur betur í skuggann af öll- um 17 ára yngismeyjunum sem enn hafa þann kraft og það úthald sem þarf til að drekka og djamma hvert kveld, vakna svo fyrir allar aldir til þess að mæta í tíma, ang- andi eins og blóm, með rjóðar kinnar og blik í augum. Sú var tíðin. I útlöndum er einhverra hluta vegna meiri tími til alls, nema kannski til að líta í skólabækurnar. Enda virðist það ekkert vera aðalmálið í Aberdeen. Hér reyna allir, kennarar jafnt og nemendur, allt til að reyna að vera sem fyndnastir og skemmti- legastir. Vikan mín samanstendur því af 13 klukkustundum af kennara-nemanda-uppi- standi. Annars er einn kennarinn alveg hreint ágætur. Kennir rökfræði af lífi og sál. Bauð mér einmitt sígó, 5 mínútum eftir að tíminn hefði átt að byrja, og byrjaði eitt- hvað að spjalla. Spurði svo hvort ég væri ekki til í að fá frían hádegisverð?! Mér leist nú ekki alveg á þetta, fannst þetta svolítið „dodgy“ cins og þeir segja hérna í útland- inu, en jú maður er nú alltaf til í frían há- degisverð. Þá bað hann mig um að gerast fulltrúi nemenda á fundum heimspeki- deildarinnar sem haldnir eru í hádeginu einu sinni í mánuði. Við erum 9 nemendur sem erum svokallaðir „Class rep.“ og hlut- verk okkar er að slúðra við samnemendur okkar um hvað þeim finnst um tímana sem þeir eru í og segja svo frá því á fundunum í von um úrbætur. Eg er hrikalega góð í slúðri og tók þessum fría hádegisverði án þess að hugsa mig frekar um. Fyrsta vika haustannarinnar er tileinkuð félagslífinu og ekkert er kennt þá vikuna. Einn daginn voru öll félagasamtök innan skólans kynnt fyrir nemendum á eins konar sýningu í ætt við þær sem voru í Laugar- dalshöllinni í gamla daga. Hvert félag var með sinn bás og reyndi svo að lokka til sín nýja meðlimi með einhverju gotterí-i eða límmiðum. Ekkert greip athygli rnína í fyrstu en fljótlega kom ég auga á félag Norðurlandabúa og taldi mig þá vera held- ur betur komna í feitt. Þegar nær dró hlýn- aði mér heldur betur um hjartaræturnar er ég sá glitta í kunnuglega þjóðfána frænda okkar, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og jú auðvitað Finnlands. En heyrðu mig nú, hvar var litla Island? Eg vatt mér að fulltrúa félagsins og spurði hvernig stæði á þessu? Taldi hann Island kannski vera utan Norð- urlandanna? Það varð nú eitthvað lítið um svör, ég held líka að fulltrúinn hafi verið Pakistani, enda er öllum heimill aðgangur að félaginu og fræg er nú fegurð norrænna kvenna...og karla get ég fúllyrt eftir tæpan inánuð í Skotlandi. Upp hófst fbtur og fit og fundin var til dönsk stúlka til að skera úr um þennan leiða ágreining og jú hún kann- aðist nú eitthvað við landið og jú Island er hluti Norðurlandanna. Minna mætti það nú vera ef Dani þekkti ekki gamlan ómaga, ekki nema 57 ár síðan þeir slepptu endan- lega af okkur hendinni. Danska stúlkan \’ar þó fljót að sjá glarnpa eldfjallanna í augurn íslenskrar valkyrju og vildi ólm fá að virkja hann innan skipulagsnefndarinnar og er ég því að fara að skipuleggja „menningarleg- ar“ vettvangsferðir afýmsu tagi næstu mán- uðina. Tíminn er sarnt einhvern veginn afstæð- ur eins og frægt er og ég get nú ekki sagst vera búin að gefa mér tírna til að kynnast granít-borginni Aberdeen sérlega vel. Hef einbeitt mér frekar að akademískri aðlög- un! En ég get sagt ykkur að í rigningu minnir hún bara nokkuð á Reykjavík. Helsti munurinn er ef til vill sá að hér er hægt að nota regnhlíf. Eitthvað sem ég hef alltaf talið lífshættulegt athæfi heima á Fróni! þuríður g. ágústsdóttir English Update Congratulations! If you are reading this it means that you've kept up with us for nearly two months now. That's pretty good but don't overestimate yourselves, the horrible wintcr is yet to come. I would advise all male to grow a beard and women to buy lots of powder to conceal the upcoming frostbites. As the King of Winter embraces its kingdom, you will all wish that you were furry little cats with nightvision because you are not going to sce daylight for many months to comc. I advice you to takc lots of vitamins, depression is near. Contents, contents, contents Among the contcnts of this second ed- ition of the Stúdentablaðið is a thorough interview with Vigdís Finn- bogadóttir, former presidcnt of Iceland and the first woman in the world to be elected head of state. Vigdís tells us what she's been doing since she left thc prcsidency and emphasizes thc import- ancc of learning foreign languages in this modern world of ours. Tryggvi Tlior Hallgrimsson continues his column in English so vou can pretend to laugh over matters which you couldn't possibly understand since you are not Icelanders. Among his projects this time, is the famous Bookbarn. The cliief of SciTech Information Services at the University, Jón Erlendsson, crit- icizes the tcaching methods at the Uni- versit\' and suggests rnore effective ways for both teachers and students to give and learn. God is in the house We take a look at the Univcrsity's chapel and wonder if students nowadays take God into consideration, we interview a contact person, who assists foreign stu- dents to adopt to Icelandic realiry and we take a dive into the dyslexic world and investigate what the University does to help people that are dyslexic. We in- troduce more good student offers reg- arding the cinerna, CD and a book, and we shed an interesting light on The Sci ence Park that could be rising in thc not so distant future. Last but not least Last but not least there are 2 pages which are dedicated to thc events that took place during the 90th Anniversary of the University of Iceland. ... and of course, there is more to come. bv stúdewtablattift 27 Spurning blaðsins: Hvað finnst þér um boðaða hækkun innritun- argjalda úr 25 þús. í 35 þús. fyrir næsta skóla- ár (hækkunin nemur 40%)? Spurt fyrir utan Odda Hildur Ósk Ragnarsdóttir, nemi i ferðamálafræðum: Þetta er auðvitað bara algjört bull. Gunnar Sigurðsson, stjórnmálafræðinemi: Bara fínt, er að Ijúka námi. Jóhanna Birgisdóttir, sálfræðinemi: Ég er alfarið á móti þessari hækkun. Viggó Jónasson, sálfræðinemi: Mér finnst þetta frekar slappt. Ég er nógu fátækur fyrir. Bjarki Baldvinsson, sálfræðinemi: Vér mótmælum allir! Spurt í miðbæ Reykjavíkur Valgerður Karlsdóttir, gjaldkeri í Búnaðarbankanum: Mér finnst 25 þús. feikinóg. Garðar Jóhannson, skrifstofustjóri: Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því. Helga Thorsen, kennari við menntaskóla í Noregi: Jeg sy- nes universitetsutdanning skal være gratis. Einar Sigurðsson, deildarstjóri (launaafgreiðslu: Ég er mest hissa á að það skuii vera innritunargjöld yfir höfuð. Hanna Kristín Guðmundsdóttir, hárgreiðslumeistari: Ég er viss um að það er ekki gott fyrir þá sem fara þangað t.d. hvað unga fólkið varðar og alla endurmenntun.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.