Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 28
28 ^ t-«1i irl :ai 1*1) Þekkingarþorp Urriðaholt Hvers vegna Urriðaholt er ákjósanlegasti staðurinn fyrir þróun þekkingarþorps á höfuðborgarsvæðinu: 1. Landið er í eigu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow reglunar. 2. Leiguverð landsins verður notað í styrktar- og líknarmál á íslandi. 3. Urriðaholt er í kjarna byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. 4. Það verða meira en 100.000 íbúar í innan við 5 km radíus frá Ur- riðaholti á næstu 5-10 árum. 5. Þróun og uppbygging hátæknigarðsins verður á forsendum iðnað- arins. 6. Vettvangur til að nýta tækifærin sem felast í örþjóðfélaginu ís- landi. 7. Erlend fyrirtæki í samstarfi við íslensk munu finna sér samastað á Urriðaholti við þróun tæknilausna framtíðarinnar með ísland sem þróunarumhverfi. 8. Upplýsingatækniiðnaðurinn verður kjölfestan til að byrja með. 9. Urriðaholt er í miðri náttúruperlu þar sem stutt er í dýrmæt útivist- arsvæði. 10. Marel er að byggja upp framtíðaraðstöðu sína hinu megin við götuna. Þess er ekki langt að bíða að í Reykja- vík rísi þekkingarþorp, en þekkingar- þorp nefnast svæði þar sem hátækni- fyrirtæki leigja hagkvæmar fjölnota- byggingar í nánd við Háskólasamfé- lag undir starfsemi sína. Háskóli Is- lands hefur í nokkurn tíma undirbú- ið byggingu þekkingarþorps í Vatns- mýrinni í nánd við Háskóla Islands, og Go Pro Landsteinar eru mjög langt komnir í undirbúningi þess að slíkt þekkingarþorp rísi frá grunni við Urriðaholt. Hér fyrir neðan má fínna nánari lýsingu á innviðum þekkingarþorpsins og hugleiðingar Guðmunds R. Svanssonar hagfræði- nema um gildi slíks þekkingarþorps fýrir íslenska hagkerfið.Til beggja hliða gefur að líta teikningar af þorp- unum sem um ræðir, og auk þess hafa báðir aðilar fengið að setja frarn helstu kosti sinna svæða. Báðir aðilar keppast nú um að hefja framkvæmdir sem fyrst og laða sem flest fýrirtæki að sínu svæði, enda óvíst að grund- völlur sé fyrir fleiri en einu öflugu þekkingarþorpi. Miðstöðvar framtíðarinnar Fyrsti vísindagarðurinn í nútímalegu til- liti var Stanford Research Park, sem stofn- aður var árið 1951. Stanford háskólinn átti rnikið landrými, en því fylgdi sú kvöð frá gefandanum að ekki mátti selja það frá há- skólanum. Því fór háskólinn þá nýstárlegu leið að byggja húsnæði og leigja það fyrir- tækjum á hátæknisýiði. Fannig voru kenn- urum, nemendum og fyrirtækjum sköpuð ný tækifæri. Þarna myndaðist öflugt ný- sköpunarumhverfi scm brátt óx út fyrir landareign Stanford háskólans og nefnist í dag „Silicon Valley“ (ísl. Kísildalur). Kís- ildalur er í dag eitt öflugasta hátæknisvæði heimsins og þangað leita vestræn lönd eftir fyrirmyndum til að skapa sér þá samkeppn- ishæfni sem hið margnefnda nýja hagkerfi krefst. Um víða veröld Slíkum svæðum, þekkingarþorpum, hefur fjölgað síðan. Nú eru nálægt 400 í heimin- um öllum og vel á annað hundrað þeirra í Bandaríkjunum einum. Nokkur af þeim stærstu eru í Asíu og hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum eru hátt í 40 þekkingar- þorp, flest þeirra í Finnlandi. Enn sem komið er er ekkert á Islandi, en nú styttist í að bragarbót verði gerð á því. Undirstaða þekkingarhagkerfisins Nánar tiltekið er þekkingarþorp þyrping þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Byggingarnar eru eign þorpsins sem leigir það út til fyrirtækja og stofnana. Þekkingarþorpinu er ætlað að valda samlegðaráhrifúm milli háskóla og fyrírtækja og skapa kraftmikið og skapandi umhverfi. Þekkingarþorpin gegna nú stóru og sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þckkingarhagkerfisins og laða til sín menntað vinnuafl sem flestum ber saman um að verði undirstaða þekkingar- hagkerfis framtíðarinnar og sú auðlind sem mestu mun skipta við sköpun verðmæta. Öflugt nýsköpunarumhverfi Ólíkt venjulegu fyrirtækjaumhverfi er í þekkingarþorpinu skapað samfélag háskól- ans, þekkingarfyrirtækjanna og rannsókn- arstofnananna sem síðan leggja hvort öðru lið með sambúðinni. Styrkleiki heildarum- hverfisins verður því meiri en samanlagður sty'rkleiki þeirra þátta sem mynda heildina. Öflugra nýsköpunarumhverfi er erfitt að hugsa sér. Rekstrarfýrirkomulag Sé þekkingarþorpið byggt upp á svæðum í eigu háskóla er það vanalegast í eign skól- ans eða viðkomandi háskóli eigi a.m.k. meirihluta í félaginu sem byggir og rekur þorpið. Nokkuð er um að borgir og sveita- stjórnir eigi hlutdeild í slíkurn görðum, sér- staklega ef markmiðið með uppbyggingu garðsins er að efla atvinnunýsköpun og bæta samkeppnishæfni viðkomandi svæðis. Einnig þekkist það að einkaaðilar eigi meirihluta. I Asíu eru opinberir aðilar áhrifamiklir í rekstri vísindagarða, en á vest- urlöndum er mikil áhersla lögð á að þekk- ingarþorpin séu einungis rekin á viðskipta- legum forsendum, hvernig svo sem eignar- haldinu er háttað. Breytt markmið Hugmyndir manna um þekkingarþorp hafa breyst síðustu 20-30 ár. Forðum var hlut- verk þeirra að auðvelda tækniyfirfærslu frá háskólum og rannsóknarstofnunum yfir til atvinnulífsins. Aherslan var á byggingu frumkvöðlasetra og sprotavera (e. incubation centers) þar sem frumkvöðlar jafnt innan háskólans sem utan áttu þess kost að prófa og þróa hugmyndir sínar. I seinni tíð er í vaxandi mæli litið á þau sem nýsköpunarumhverfi þar sem áhersla er lögð á meira byggingarými og sameigin- lega þjónustu. Byggingar eru tengdar sam- an til að greiða fyrir samskipti innan og milli fyrirtækja. Stoðkerfi frumkvöðlasetursins Frumkvöðlasetrin, sem eru ævinlega ákveð- inn miðpunktur þekkingarþorpsins, fylgir stoðkerfi sem gegnir líka miklu hlutvcrki fyrir þekkingarþorpið. Þar á að vera greið- ur aðgangur að rekstrarráðgjöf, ráðgjöf um tölvubúnað og vinnslukerfi, þar má finna bókhaldsþjónustu og fjármálaráðgjöf um fjármögnunarleiðir, stýringu gengismála og fleira í þeim dúr. Þar fer einnig fram skrán- ing og verndun einkaleyfa og verndun þekkingarauðs. Þannig stuðlar frumkvöðla- setrið að því að góðar hugmyndir komist í framkvæmd og eflir nýsköpun. Mikið lagt í mannlega þáttinn Umhverfi þorpsins á að vera örvandi og gjarnan er reynt að skapa þar ákveðna mið- borgarstemmningu þar scm það á að höfða til ungs menntafólks. Nálægð við miðborg- arsvæði skiptir máli. Þorpin eru cins og gef- ur að skilja fjölmennir vinnustaðir og skipulag þeirra því hugsað út í æsar. Urn- hverfi þeirra á að vera aðlaðandi og ósnort- in náttúra í næsta nágrenni spillir ekki fyrir. Skipulagið á að stuðla að mannlegum sam- myndum og áhugamálum sínum. Styrkleikar Islands Islendingar standa vel að vígi í þekkingu á hugbúnaðargerð, framleiðslu hátæknibún- aðar fyrir matvæla- og fiskvinnslu, þróun í heilbrigðis- og stoðtæknigreinum sem og líftækni og orkugreinum. Einnig stöndum við vel að vígi á sviði fjarskipta vegna góðr- ar grunngerðar fyrir upplýsingaiðnað hér- lendis og ekki síður vegna nýjungagirndar almennings. Einnig er srnæð hagkerfisins að mörgu leyti til góðs. Islensk fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld eru fljótari að taka við sér og því er unnt að þróa og prófa nýj- ar lausnir hraðar en víða erlendis. Loksins, loksins I nýja hagkerfinu, eða þekkingarhagkerf- inu, eru þekkingarþorpin undirstaða fyrir samkeppnishæfni hagkerfisins. Leiða má að því rök að uppbygging þekkingarþorps á Islandi hafi dregist lengur en góðu hófi gegnir, en nú stendur það til bóta. Nú eru tv'eir aðilar langt komnir með undirbúning að uppbyggingu slíkra garða og reikna báð- ir með að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Samkeppnin um framtíðina Annars vegar ætlar Háskóli ísiands að koma upp slíku svæði á eigin landi í Vatns- mýrinni. Hins vegar er um að ræða einka- aðila sem ætla sér að byggja slíkt samfélag upp frá grunni á Urriðaholti. Hér á þessari opnu má sjá myndir af báðum svæðum og auk þess hefúr báðum aðilunt verið gefinn kostur á að útskýra hclstu kosti síns svæðis. Milli þessara aðila ríkir nú samkeppni, sem báðir taka afar alvarlega. Annað þessara svæða mun að öllum líkindum innan fárra ára verða aflstöð íslenska þekkingarhagkerf- isins. Þessi texti er að langmestu leyti unninn upp úr ítai'lejjri jyreinarprerð Stefáns Ólafssonar, prófessors í félajysfrœði, um þekkingarþorp. skiptum og greiða fyrir því að fólk með ólíkan sjónarhól og áhugavcrðar hugmynd- ir geti kynnst og deilt skoðunum, hug-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.