Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 31.05.1932, Síða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 31.05.1932, Síða 3
VIEUÚTGÁFAN 3 Ólafur Frlðrlksson og fafnaðarstefnan. ELnatt er erfátt að verjast þeirri hugrnynd um Ólaf Fri'ðráiksison, að hann álíti sig hafa einkarétt á því hér á landi að vita, hvað sé jafnaðarstefna, og um leiið ekki laus við afbrýðissemi gagnvart öðrum mönnum, sem leyfa sér að láta uppi skoðanir um þau efni, a. m. k. ef svo stendur á, að þeir hailast að þessari kenningu. Finst honum þá allar skoðanir vera „fáránlegar“, sem aðrir jafnaðarmenm halda fram. Nú kemur hann í greim um „H. K. L. og stjórnmálin" fram með þá skoöun, að endurbæturnar innan auðvaldsskipulagsins séu verka- lýðnum heillavænlegri til ságurs en byitingarsinnuð pólitik, sem fer fram á, að stéttaþjóðfélaginu sé hrundið. Verklýðsblaðið tekur réttiiega fram, að ég hafi aldrei górtað af því að vera marxiisti, en ég leyfi mér að skjóta því tnáii til fræðámanna á því sviöi, hvort þessi kenning ól. Fr. geti yfirleitt heimfærst undir kenning- ar jafnaðarstefnunnar. Ég vil ekki telja mig alls ófróðan í marx- istiskmn bókmentum, en í þvi, sem ég hefi lesið, hefi ég hvergi séð þessari skoðun haldið fram, eg væri lærdómisríkt, ef menn, niér fróðari í marxisma, segðu fyrir sig. Ég fæ ekki betur séð en þessi skoðun sé „patent“-að- ferð til þess að tryggja auðvald- inu siðferðilegan bakhjall. Ég hefi heldur aldrei fyr heyrt því haldið íram í bókmentum jafnaðar- htanna, að um rök auðvald s- hyggju og jafnaðarsteinu beri að úrskurða samkvæmt tölumismun, þannig, að á móti einni skynsam- legri röksemdafærslu með auð- valdsstefnu komi t. d. tvær — þrjár röksemdafærslur með jafn- aðarstefnu og þannig sé hægt að úrslkurða gildi jafnaðarstefnunnar fram yfir auðvaldsstefnuna með almennum frádrætti. í mínum augum er slík málafærsla ekki að eins barnaleg, heldur ósam- boðin jafnaðarmanni. Svo líking- únni sé haldið áfram mn líknar- starfsemi í stríði, þá mætti eins vel halda því fram, að slík líkn- arstarfsemi væri heilladrýgsta táðxð til að afstýra stríði, eins og hinu, að endurbótastarfsemi inn- an auðvaldsskipulagsins sé heppi- legasta ráðið til að kollvarpa auðvaldsskipulaginu. Ford hefir löngu haldið fram og framkvæmt Þessa skoðun Ól. Fr. mn endur- bætur á kjörum verkamanna, og hann álítur, að því betur sem hann geri við verkamenn sína, Þeim mun meira hafi hann upp ár þeim. Ford hefir af sjálfs- dáöum framkvæmt í sínu þræla- Þaldi allar þær endurbætur, sem Alþýðuflokkurinn á íslandi hefir barist fyrir og miklu fleiri, og samt er útkoman sú, að hann er þess um kominn að sekta hvern einasta mann um 300 dollara, sem Fordbíl kaupir. Viðgerningur Fords við verkalýð sinn þykir með afbrigðum í samanburöi við ýmsa aðra atvinnurekendur, en maður, sem heldur því fram, að slíkar endurbætur á kjörum verkamanna séu framkvæmd á jafnaðarstefnunni eða lausn á hin- um raunverulegu úrlausnarefnum miili jafnaðarmensiku og auð- valdsstefnu, eins og ÓI. Fr. virðist gera, hann getur ekki talist jafn- aðarmaður, og það sem meira er, hann hefir enga hugmynd um, hvað jafnaðarstefnan er. „Vafalaust verða þeir héðan af fáir í veröldinni, sem viija að hætt sé að líkna særðum mönn- um,“ segir Ól. Fr. Hver hefir sagt, að það eigi ekki að líkna 'særðum mönnum? Hvenær hefi ég sagt, að ég væri því mótíall- inn? Alt, sem ég hefi sagt, er það, að ég hafi enga trú á því að sósíalismi sé stundaður á grundvelli líknaistarfseminnar, eða eins og ég orðaði það í svar- inu við spurninigu Verklýðsbilaðs- ins, að ég hafi ekki trú á svo- kallaðri endurbótapólitík sem latisn á þeám viðfangsefnum, sem fyrir liggja í stéttabaráttunnj. Hiitt álít ég ekki lítinn ábyrgðarhluta af svokölluðum alþýðuleiðtoga að teika sér að þvi að gera þá menn tortryggilega í augum alþýðu með b lekkinga ful 1 um rithætti, sem af sannfæringu eru andvígir auðvaldsþjóbfélaginu og skipu- lagsleysi þess og líta á það sem glæpafélag og eiga enga ósk heit- ari en þá, að völdin á fram- leiðslugögnunum séu dregin úr höndum þeirra, sem ráða yfir gjaldmiðlinum, og fengin í hend- ur hins vinnandi fólks, sem fram- leiðir nytjar jarðarinnar, ■— eða eru bannaðar allar bjargrr eins og nú. Samlíking sú, sem Ól. Fr. gerir hins vegar milli fasista-ein- ræðis Hitlers og þess alræðis ör- edganna, sem marxisminn gerir ráð fyrir að afstaðinni verklýðs- byltingu, er miður heiðarleg blekking, og ekki samboðán jafn- aðaxmanni, enda gæti hún hafa staðið í hvaða auðvaldsblaði sem vera skal. Ól. Fr. telur upp nokkrar end- urbætur, sem Alþýðuflokkurinn hefir barist fyrir, svo sem tog- ara-vökulögin, afnám næturvinnu, slysatryggingar, sjúkratryggingar, atvxnnutryggingar, ellilaun, verka- mannabústaði o. s. frv. Auðvitað eru allar þessar kröfur sjálfsagð- ari en alt, sem sjálfsagt er, enda þótt hið heimska og glæpsamlega vald, sem martreður auðvalds- þjóðirnar, svari þeim kröfúm að jafnaði með álíka ámátlegum til- burðum eins og væri verið að kreista út úr því seinasta blóð- dropann, enda eiga forsvarar þess valds sér ekki aðrar málsbætur en sitt eigið barbarí. Hér giildir hið fornkveðna umfram alt: „Leit- ið fyrst guðsríkis og hans rétt- lætis, og þá mun alt þetta veit- ast yður.“ En að halda því frami, að það geti verið nokkur lausn á viðfangsefnum jafinaðarstefnunnar að búa um sig eins og skipbrots- maður á flaki og vera að basla við að toga út úr auÖvaldinu einföldustu, frumlægustu og sjálf- sögðustu tilverunauðsynjar hinu ■vinnandi fólki tiil handa, — það er ekki jafnaðarstefna. Fyrst þeg- ar verkalýðurinn hefir rifiið af sér varginn og stofnað verklýðs- ríkið, þá kemur alt hitt af sjálfu sér og miklu meir. Þess vegna hefi ég þá skoðun, að Alþýðu- flokkurinn hefði gott af þvi að taka upp gegn yfirráðasitettinni djarfari og harðskeyttari baráttu með pólitísikari línum og bylt- ingasinnaðra takmarki. Halldór Kiljan Laxness. Ný ríkisstjóm. Ráðuneyti Tr. Þórhalls- sonar beiðist lausnar i dag. 26. maí. í gærkveldi héldu Framsókn- arþingmennirnir flokksfund, og mun sá fundur loks hafa fundíð lieið út úr þeim ógöngum, er Framsóknarflokkurinn hefir ver- ið í undanfarið. Var þar sam- þykt að ráðuneyti Tryggva Þór- hallssonar skyldi biðjast lausnar þegar í stað. Tryggvi ÞórhalLsson veiktist í gærmorgun af sjúkdómi þeim, sem hann hefir þjáðst af öðru hvoru undanfarin ár, og verður hann að liggja í nokkra daga. Verkalýðsfélagið „ Súgandi,“ Súgandafirði, hefir nú 63 fé- laga, þar ,af hafa 17 gengið í fé- lagiö eftir áramót. Kauptaxta hef- ir félagið ákveðið fyrir árið — talið frá 15. apríl — og er kaup- gjald karlmanna 0,90 í almennrí dagvinnu, 1,15 í eftirvinnu, í kola- og salt-vinnu 1,50 í dag- vinnu, 1,60 í eftirvinnu. Kaup- gjald kvenna er 0,60 í dagvinnu, 0,80 í eftirvinnu. Náttúrufræðingurinn 3.-4. er kominn út. Er hann fjölbreyttur og skemtilegur að vanda. Flytur hann í þetta sinn grein um hreindýrið (með mynd), mistilteininn, ro s tungsh eimeóknir á síðari árum, grágæsir og hels- ingja o. m. fl. NáttúrufræÖing- uriinn á héðan af að koma reglu- lega annan hvorn mánuð tvær tarkir í senn, alls 12 arkir á ári, verð 6 krónur. Náttúrufræðing- urinn er tvímælalaust með nauð- synlegustu en jafnframt skemti- l^gustu ritum, er út koma hér á landi. Rafotknvirkjalögin bætt. Alþinigi hefir nú afgreitt lög samkvæmt frumvarpi því, er þeir fluttu saman, Jónas Þorbergsson og Vilmundur Jónsson. Þetta er aðalefni laganna: Þar sem einstakir menn eða félög eiga raforkuver 'eða raf- orkuveitu og starfrækja það til almenningsnotkunar, skal ákveða raforkugjaldið í gjaldskrá, sem hlutaðeiigandi héraðs- eða bæjar- stjórn samþykkir og ráðherra staðfestir. — Þar mieð er kornið í veg fyrir, að eigendur orku- versins hafi aðstöðu til að skatt- leggja rafniagnsnotendur eftir geðþótta sínum. 1 öðru lagi er bæjar- og sveit- ar-stjórnum veitt heimild til að taka einkasölu á rafmagnstækj- um, hverri í sínu umdæmi, ef sveitar- eða bæjar-félagið kemur á stofn rafmagnsveri eða raf- magnsveitu og starfrækir það ti! almenniingsþarfa. I þriðja liagi er ákveðáð, að stjórnin skuli setja með reglu- gerð ákvæði, er hefti, — svo sem fært þykir að dómi raforkufræð- inga —, ininflutning þeirra raf- magnstækja, sem valda truflun- urn á viðtöku útvarps og loft- skeyta eða eru svo ófullkomin, að hætta getur stafað af. — ó- fullkomnum rafmagnstækjum og ófullnægjandi útbúnaði á raf- magnsleiðslum fylgir brunahætta af völdum rafmagnsins og lífs- hætta fyrir þá, sem vinna að raf- magnsgæzlu. ^ f fjórða Iagi skulu sett reglu- gerðarákvæði um skyldu raf- magnsveitustjórna til þess að hafe eftirlit með því, að rafmagns- lagnir og tæki, sem notuð eru í sambandi við raforkuveitur þeiirra, brjóti ekki í bág við öryggils- ákvæði regJugerða, sem sett eru þar um. í fimta lagi skal stjórnin skipa eftirlitsmann með öllum raf- orkuvirkjum á landinu. Skal hann hafa lokið námi í rafmagnsdieild verkfræðiháskóla. I sjötta lagi er stjórninni hehn- ilað að ákveða í reglugerð, að eigendur raforkuvera skuli greiða áriegt gjald upp í kostniað við eftárlitið. Er hámark gjaldsims á- kveðið í lögunum, og fer það eftir þvi, hve mikil orkufram- leiðslan er. — Þannig er í lögum þessum sett ákvæði til tryggingar gegn okri einstakra manna á rafmagni þar sem þeir hafa aðstöðu til þess ella, sett einkasöluhöimild á raf- magnstækjum, svo sem nú var sagt, fyrár bæjar- og sveitar-stjórn- *r, og lögfestar öryggisráðstafanir gegn brunahættu af völdum raf- magns og til varnar fruflunum á viðtöku útvarps og loftskeyta.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.