Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.06.1932, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.06.1932, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn árstekjur, ætlar að gefa helming ^auna sinna. Og Þormóður Eyj- ólfsson, sem mun vera einhvers- staðar á öðrum tug þúsundanna, ætlar að sýna líka fórnfýsi. Líka ætlar verkstjórinn við verksmiðjuna að lækka sín skitnu 14 þúsund kr. árslaun ofan í 8 þús. Það er svo sem ekki til mikils rnælst þó verka- mennirnir lækki laun sín hiutfalls- lega á við þessa fórrifúsu menn, sem ganga svona nœrri sér, þó þessi kauplækkun sé nú auðvitað ekki nema ráðagerð ennþá, en ekki framkvæmd. Það sem farið er fram á við síglfirska verkamenn, er það, að þeir lækki helgidagakaupið um þriðjung. Fulltrúi sunnlenskra tog- araeigenda, sem láta toga á Jóla- nóttina, getur ekki þolað það að verkamennirnir fái vel borgaða helgi- dagavinnuna, hvað þá að þeir fái að hvíla sig. Sunnudagaþrœlkun verkarnannanna verður honum og umbjóðendum hans margfalt eftir- læti, þegar myndarleg kauplœkk- un fylgir með, og umboðslaunin hans (50 aurar af málinu í bræðsiu?) koma þá ekki eíns þungt á »þraut- pínda« útgerðina, ef hægt er að taka þau að nokkrum parti af helgi- dagakauþi verkalýðsins. Lækkun á verkalaunum síldarinnar á að koma á eftir. — Enn sem komið er er enginn bil- bugur á siglfirskum verkalýð. Er þess að vænta, að hann svari kaup- kúgurunum á þann hátt sem þeir hafa unnið til. Upplag atvirmurekenda og löng- un til að flá verkalýðinn, er eins utanlands og innan. En samvinn- an fer stundum í handaskolum. — Svo hefir og farið hér. Samtímis því sem atvinnurekend- ur og blöð þeirra hér heima eru að hræða verkafólkið á því að síld- arbræðsluverksmiðjufnar síarfi ekki í sumar, og reyna að fá það til að lækka verkakaupið, eru eigendurnir í óða önn að búa sig undir rekst- ur þeirra. Mitt í bægslagangi at- vinnurekenda hér og sögusögnum þeirra um að Krossanesverksmiðj- an gangi ekki í sumar, sendir for- stjórinn bryggjuefni hingað upp til að gera við bryggjurnar fyrir síld- artímann, og sækir til atvinnumála- ráðuneytisins um innflutning á »fag- mönnum* til að vinna við verk- smiðjuna í sumar. Dr. Paul fyrir- skipar að hafa verksmiðju sína í standi þegar á þurfi að halda, sam- tímis sem verkafólkinu hér er sagt að hún standi ónotuð í sumar. — Önnur Qoos-verksmiðjan er ákveð- ið að verði rekin o. s. frv. Og á meðan öllu þessu fer fram er stjórn ríkisverksmiðjunnar látin tilkynna að hún starfi ekki, nema kauplækkun fáist, þó vitanlegt sé að hún myndi starfa, þó allar hin- ar verksmiðjurnar yrðu ekki hreyfð- ar —- og það af þeirri einföldu á- stæðu, að hagsmunir stórútgerðar- manna kreíjast þess að hún sé rekin- — Eins og fyr er drepið á, var »Siglfirð;ngur« látinn flytja fréttir um útgerð Svía við ísland á þessu sumri, nú á Laugardaginn var. En þess var líka getið í sambandi við þessa voða frétt, að veiöi þessi ætti að fara fram að miklu leyti fyrir 25. Júlí — frá 18. Júlí til 3. Ágúst. — Sama daginn og blað- ið flytur þessa lygafregn, kemur hingað tilkynning frá félagi síldar- kaupenda í Svíþjóð — Göteborgs Sillengrossisters Förening — undir- rituð af öllum þeim Sænskum kaup- endum ísl. síldar, sem viðskifti hafa haft við oss undanfarið, um að' þeir kaupi ekki neina síld, veidda við ísland, fyrir 25. Júlí þetta sum- ar. Það sé því ekki til neins að koma með slíka síld til Svíþjóðar. Það er líka ærið barnalegt að ætla að telja almenningi trú um það, að Svíar fari að leggja í á- hættusama síldarútgerð hér við land, nú þegar þeir koma til að ráða öliu með stldina hér. — Hve mikið verður veitt og hvaða verð verður fyrir hana gefíð. Slík út- gerð hefir ekki gert betur en borga sig, þegar best hefir gengið. í hana er og verður því ekki ráðist nema aðkallandi þörf sé fyrir hendi - og slík þörf er alls engin nú fyrir hendi. Barnalegast af öllu barnalegu var þó það, að skrökva því að þessi síldveiði eigi að farar fram á þeim tíma, sem Svíum er verst við að síld sé veidd á. Hér hefir nú verið drepið á ýms atriði, sem sýna að meginhluti grýla þeirra. sem verið er að hampa fram- an í fólkið, er uppspuni atvinnu- rekenda til þess að hræða fólkið til að lækka kaupið. En samtaka- leysi þeirra og samherja þeirra er- lendra er svo magnað að vopnin snúast öll gegn ágengismönnunum, ef verkalýðurinn hefir aðeins opirt augu og fylgist með hlutunum. Hér er verið að reyna að koma afleiðingum gerræðis, skipulags- leysis og úrræðaleysis þeirra, sem yfir framleiðslutækjunum drotna yfir á verkalýðinn. Gegn þessu verður að standa með gætni og festu. Meðan atvinnurekendur voru andstæðingar alþýðunnar, urðu þeir að hafa með höndum þau vinnubrögð, sem sprenginga-kom- múnistar hafa nú tekið að sér að framkvæma fyrir þá, sem er rógur- urinn og lýgin um alþýðuhreyfing- una, vissa menn innan hennar og stofnanir þær, sem alþýðan hefir komið á fót. Er ekki langt á að minnast róg þann, er atvinnurekendur áður héldu á lofti um framkvæmdir al- þýðufulltrúanna í kaupstöðum lands- ins, þar sem þeir voru í meirihluta í bæjarstjórn, og ráku búskap bæjarins með hagsmuni alþýðunn- ar fyrir augum. Flestir munu minnast frásagna atvinnurekenda um ísafjarðarkaup- stað, eflir að jafnaðarmenn tóku þar við stjórn. Alt af áfti kaup- staðurinrr, efna'ega, að vera að fara á höfuðið, þó hann jafnt og þétt rétti við fjárhagslega frá því ástandi, sem ríkti þegar jafnaðarmenn tóku þar við.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.