Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.06.1932, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.06.1932, Blaðsíða 3
ALPYÐUMAÐllRlNN 3 Hér á Akureyri var það lengi vel ein stofnun alþýðunnar, sem at- vinnurekendur höfðu milli tannanna og þá ekki síst kaupmennirnir, sem var Kaupfélag Verkamanna. Pað átti árlega að vera að velta um koll, eins og ísafjarðarkaupstaður í höndum jafnaðarmannanna þar. Búnar voru til sögur um, að þær vörur, sem félagið hefði á boðstól- um, væru ekki góðar. Varan átti að vera dýrari en annarsstaðar, og annar rógur var borinn út um fé- lagið. sýnilega í þeim tilgangi að gera félagsmennina hrædda við samábyrgðina, og til þess að hræða aðra viðskiftavini félagsins frá því. Kaupfélagið er nú búið að reka verslun hér í bæ í 15 ár. Á þess- um 15 árum hafa 3 stór-verslanir oltið um hér á Oddeyrinni, með stórtapi; þær Snorraverslun, Hav- steensverslun og Sam. ísl. verslanir, og ein í innbænum, Höepfnersversl- un, svo sýnilegt er að á síðasta‘ áratug hafa verið allmikið erfiðari skilyrði til verslunar, en meðan umræddar verslanir stóðu í blóma. Prátt fyrir það, mun óhætt að full- yrða, að Kaupfélag Verkamanna standi jafn föstum fótum nú eins og meðan þær verslanir, sem hér hafa verið nefndar, voru að gufa upp, og meöan kaupmennirnir hér í bæ spáðu því falli árlega. Atvinnurekendur og kaupmenn eru hættir að spá Kauptélagi Verka- manna falli, en við eru teknir hjálp- arkokkar þeirra, sprenginga-kom- múnistar; óþrifalýður sá, sem vill telja sig meðal alþýðunnar, en vinnur öll verstu óþverraverkin fyr- ir andstæðinga hennar í von um að geta gert henni eitthvað til miska. Hér er þó enganveginn átt við alla þá, sem kalla sig kommún- ista, heldur afhrökin í því liði. Piltur einn, sem tilheyrir þessu kommúnistasorpi, hefir orðið sann- ur að þW, að hafa borið út þann uppspuna, að Kaupfélag Verka- manna sé svo illa stætt, að það muni hætta starfsemi sinni nú með haustinu. Til þess að gera þessa sögu sína sennilegri, lætur hann það fylgja henni, að Jón Sveinsson bæjarstjóri, hafi haft þau ummæli ■Friðrik Mallerl fyrv. póstmeistari, andaðist að heimili sínu hér í bæn- um á Laugardaginn var, 86 ára gamall. Möller var um langt skeiö póstmeistari hér í bænum og gegndi þeim starfa með framúrskarandi trú- mensku og saroviskusemi. Hann var allt af ungur í anda og framgjarn í landsmálum, cg fylgdi ætíð þeim, sem lengst ganga í frjálslyndisáttina. Af öllum samborgurum hans var hann virtur og vel kyntur. um ástæður félagsins, og heldur hann þá sennilega að betur verði trúað tilbúningi sínum og þeirra, sem að þessum söguburði starfa með honum. Piltur þessi hafði þá aðstöðu til Kaupfélagsins í vor, að hann þurfti að greiða því skuld dánarbús föður síns, og vildi pilt- urinn fá allmikla eftirgjöf á skuld búsins, senuilega til þess, að arfa- hluti hans yrði þá meiri í því, sem búið átti umfram skuldir. Er gott fyrir þá félagsmenn Kaupfélagsins að vita, sem þessi piltur fræðir á því, að ástæður fé- lagsins séu ekki góðar, að fyrir nokkrum vikum taldi þessi snáði ástæður félagsins ekki Iakari en það, að hann taldi eðlilegt að það gæfi honum sjálfum sem erfingja að dánarbúi föðursins, upphæð, sem hverju meðal verkamannaheim- ili myndi draga talsvert, og um- hyggja hans fyrir Kaupfélaginu var þá ekki meiri en það, að hann vildi gera það að féþúfu fyrir sig. Ekki þykir líklegt að Jón Sveins- son hafi haft þau ummæli um Kaupfélag Verkamanna, sem piltur þessi þykist hafa eftir honum, heldur sé það tilbúningur snáðans og þeirra sprenginga-kommúnist- anna, sem að þessari sögu standa með honum. Eru meðal annars, þær ástæður fyrir því að ekki þyk- ir líklegt að Jón Sveinsson búist við því, að starfsemi Kaupfélags- ins hæhi á næsta hausti, að hann mun vera formaður bæði skatta- nefndar og niðurjöfnunarnefndár Úr bæ og bygð. Hjónaband. Ungfrú Hulda Kára- dóttir símamær o? Theodor Lillien- dahl símritari. Lögreglan í 'Reykjavík er altaf að taka vínbruggara þar í borginni og í nánd við hana. í fyrrakvö d hafði hún hendur í hári eins, sem hafði tvær tunnur af hálfbrugguðu og nokkr- ar flöskur af fullgerðu áfengi. Einnig fann hún þar bruggunartæki. Maður þessi var danskur, Knud Rasmussen að nafni. Vestur við fsafjarðardjúp björguðu tvsér heim'ásætur á einum bænum fjögra manna skipshöfn 18. þ. m. Hvoldi undir mönnunum á siglingu skamt frá land'. Sáu stúlkurnar slys- ið, hrundu fram báti og komu nógu snemma á vettvang til að bjarga öll- um mönnunum. Heprii við björgun virðist ganga þarna í ættir, því sagt er að faðir stúlknanna sé búinn að bjarga 15 mönnum frá druknun um dagana. Akureyrarkaupstaðar- Skattanefnd- in taldi eignir Kaupfélagsins hærri en nokkru sinni en fyrr, og tekjur þess frá síðasta ári meiri en nokk- urntíma áður hafði verið. Niður- jöfnunarnefnd lagði og hærra út- svar á félagið í ár, en því hefir nokkru sinni verið gjört að greiða síðan samvinnulögin gengu í gildi, og gjöld til bæjarins eru að nokkru leyti tekin sem fast gjald af hús- eingnum þess. Muti þetta verða látið nægja til þess að hrekja rógburð þessara sorphaugs manna, sem nefndir hafa verið hér að framan. En öðru hvoru mun blaðið birta lygasögur þær, sem þessir afhraksmenn bera út um Alþýðuflokkinn, vissa menn innan flokksins og stofnanir þær, sem Alþýðuflokksmenn veita for- stöðu. _______________ Blaðið hefir spurt Jón Sveinsson bæjarstjóra, um hvað væri hæft í ummælum þeim um Kaupfélag Verkamanna, sem pilturinn, sem nefndur er í greininni hér að ofan, hefði eftir honum, og hefir bæjar- stjóri svarað því að þau væru al- gerlega tilbúningur piltsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.