Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 4
4 ALÞYUMAÐURINN Meviarskemman Hljómsveit Reykjavíkur hafði á- kveðið, að koma til Norðurlands- ins nú í Júní, og sýna þessa óper- ettu á sex stöðum svo og á Siglufirði, og taka þar skip til ísa- fjarðar og hafa sýningar þar. Var allt undir búið til þessarar farar. — En þá kom það fyiir, að allir þjóð- verjarnir, sem eru í hljómsveitinni, eru kallaðir heim til tveggja mán- aða herþjónustu, með væntanlega styrjöld fyrir augum. — Með þessu verður hljómsveitin svo fáliðuð af berandi hljóðfærum, að félagið sér sér ekki fært, að sýna óperettuna, í þeirri mynd sem hún var sýnd í Reykjavík. — Forráðamenn sýning- arinnar, vilja ekki að neinu leyti slá af þeim kröfum, sem þeir hafa gert til hljómsveitar og leiks, þó utan höfuðstaðarins sé, þeir hafa því afráðið, að láta þessa leikferð falla niður, svo að Norður- og Vestfirðingum gefst ekki kostur á, að sjá þessa vinsælu óperettu að þessu sinni. Nýir kaupendur að næsta ársfj. Alþýðublað- sins. fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. — Ný spennandi neðanmálssaga er að hefjast í blaðinu, Verið með frá byrjun! Pantið blaðið strax! Herbergi * Ieigu nú þegar. Upplýsingar í síma 402 og á afgreiðslu blaðsins. Kaupamenn Og kaupakonur vantar okkur enn. Vlnnumiðlunarskrifstofan. Auglýning um skoðun bifreiða í EyjafjarSarsýslu og á Aknreyri Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hérmeð, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram á þessu ári, sem hér segir: Hinn 3. júlí mæti A— 1 til A— 50 — 4. — A— 51 - A—100 — 5. — — A—101 - A—150 — 6. — — A—151 - A—200 — 7. — — A—201 - A—250 Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bif- reiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga, við lögreglustöðina nýju vestur af Geislagötu hér í bæ, frá kl. 9—12 árdegis og kl. 1—6 síðdegis. F*eir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. júlí 1938 til 1. júlí 1939, skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sér- hverja bifreið sé í lagi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra. Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til skoð- unar og tilkynni ejgi gild forföll, verður hann látinn sæta á- byrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Eigendur og umráðamenn þeirra bifreiða í Eyjafjarðarsýslu, sem enn eru einkendar með merkinu E- eru hérmeð samkvæmt 3. gr. reglugerðar no. 72, 24. júní 1937, áminntir um, að afla sér nú þegar merkja þeirrar gerðar, sem fyrirskipuð er í nefndri reglugerð. Merkin fást á skrifstofu bæjarfógeta, og ber mönnum að snúa sér þangað. Jafnframt eru bifreiðaeigendur áminntir um það, að nota ekki skemmd eða ólæsileg urndæmistölumerki á bifreiðum sínum. Petta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli til eftir- breytni. Akureyri 14. júni 1939. Bæjaríógetinn á Akureyri. § i g. E g g e r z.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.