Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Ávarp til allra íslendinga. Sið3n útsala sterkra áfengra drykkja hófst á ný hér á landi 1935, hefir það komið æ betur og betur í ljós, að þörfin fyrir drykkjumannahæli væri svo brýn og aðkaliandi, að öllu lengur yrði ekki daufheyrst við þeirri menn- ingar og mannúðarskyldu að koma slíku hæli á stotn. Þegar við lítillega athugun, sem gerð var um það leyli á málinu, kom það i Ijós, að í næstum þvi öllum kaupstöðum landsins, og þó einkum i Reykjavík, væru all- margir menn, sem lögreglustjór- ar álitu að nauðsynlega þyrftu hælisvistar með. Síðan hefir þetta aukist og margfaldast, eins og öll- um nú er ljóst. Enda er það mála sannasl, að naumast er nokkur krafa, sem befir fengið jaín ein- róma undirtektir manna, eins og krafan um drykkjumannahælið. Hafa m. a. margir læknar tekið undir hana, og geðveikralæknir- inn dr. Helgi Tómasson rökstutt hana opinberlega. Þegar frú Guðrún sál. Lárus- dóttir flutti frumvarp sitt um drykkjumannahæli, undirrituðu fjöldi mætra manna hér í Reykja- vík — og þar á meðal margir lækn- ar — áskorun til Alþingis um að setja lög um drykkjumannahæli. Þetta allt bendir til, að allir séu á einu máli um nauðsyn á fram- kvæmdum. — Nú er enn á ný tilbúiö frumvarp til laga í þessu máli, sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi, þegar það kemur saman á ný — og vonandi nær samþykki. En hér þarf meira til en lög. Hér þarf samstillt átak og vilja alþjóðar. Allir þurfa að sýna það í verki, að þeir hafi vilja til að leysa af hendi mannúðarskyldu og sýna bágstöddum meðbræðr- um kærleiksþel. — Eitt mikils- vert menningarmál hefir verið leyst þannig með samstilltu átaki mannúðar oá\mannkærleika. Það var þegar Ríkisspítalinn var reist- ur. Nú þarf eitt slikt átak til. Alþjóð er nú orðin kunn hin höfðinglega gjöf Jóns Pálssonar fyrv. bankagjaldkera, er hann hef- ir afhent ríkisstjórninni 20.000 kr. til stofnunar drykkjumannahælis. Sá sjóður þarf að aukast til muna, til þess að hælið geti orðið það, sem það þarf að vera. Þess vegna skal nú skorað á alla íslendinga að fylgja hinu fagra fordæmi Jóns Pálssonar, sýna að- þrengdum olnbogabörnum þjóð- félagsins drenglyndi og mannúð, leggja sinn skerf til — stóraneða lítinn eftir getu — og bjarga mál- inu í höfn. Við erum að vísu fáir og fátæk- ir íslendingar. En við getum mik- ið, ef kærleikurinn og mannúðin fá að ráða. Öll blöðin hér í bænum hafa góðfúslega lofað að taka móti samskotum í þessu skyni. Og hér með er heitið á allar Góðtempl- arastúkur landsins, öll ungmenna- félög og kvenfélög að gera slíkt hið sama og beita sér fyrir mál- inu. Allir verða að hjálpast að með að vinna gott verk. Friörik Ásmundsson Brekkan ráðunautur ríkisins í áfengismálum. „Ólag“. > ísl.« finst »ólag« á Alþýðu- manninuru af því hann skýrði frá sleifarlaginu, sem verið hefir á fiam- kvæmd rafveitubyggingarinnar. Vill blaðið álíta að þar hafi allt verið- og sé f himnalagi. Blaðið skal þó hrellt með því að skýra enn frá, að um síðuslu helgi var enn ekki búið að losa rafveiíuna við aíla utanbæjarmenn, þótt það starf væri haíið strax eftir að Alþm. benti á að þeir ættu þar ekki að vera. Og um efnisforðann mun reynslan sjálf skera úr málum. Ábyrgðarmaður. Erlingui Friðjónsson. Úr bæ og byggð Bindindismannamótið í Laugaskóla ^dagana 17. og 18. þ. m. var prýði- ega sótt. Munu aökomugestir hafa verið hátt á fjórða hundrað síðart daginn. Var mótið sótt af fulltrú- um frá bindindisfélögum (Góðtempl- arstúkum, ungmennafél., bindindisfélj úr Eyjafjarðarsýslu og Pingeyjar- sýslunum báðum. Einnig mættu fulltrúar frá Stórstúku íslands. Sýndi sóknin á mótið, allt norðan úr Þistilfirði lengst að, óvenjumikinn áhuga manna og ber þes» ljósan vott hve bindindismálið á sterk ítök í hugum manna, þrátt fyrir mikla' áfengisneytsiu þjóöarinnar. íþróttafélögin víða um land héldu 17. Túní hátíölegan, til ágóða fyrir starfsemi sína. Hér á Akureyri gengust öll íþróttafélögin fyrir sam- komu á Ráðhústorgi, þar sem Sig. Eggerz flutti ræðu og »Geysir« söng, og íþróttasýningu úti á leik- velli. Hvorutveggja samkoman var vel sótt. Einnig var merkjasala um daginn til ágóða fyrir væntanlegt íþróttahús í bænum. Mun hafa safnast töluvert af fé í sjóö iþrótta- hússins. Dansleikur var í Sam- komuhúsinu um kvöldið. 17. Júní var einnig hátíðlegur haldinn í sýningardeild íslands á heimssýningunni i New-York. Var hátíðahöldunum þar útvarpað og endurvarpað gegnum útvarpsstöðina í Reykjavík. Thor Thors alþingism. flutti aðalræðuna fyrir hönd íslands. Ameríkumennirnir báru í ræðum sínum mikið lof á íslensku þjóðina. Einn þeirra taldi hana merkustu þjóð í heimi. Síldarlaust er ennþá úti fyrir Norðurlandi, en síldaráta er sögð mikil í sjónum. Undanfarið hefir líka verið norðaustsn vindstrekking- ur hér úti f\7rir og hefir það bæð* hamlað síldarleit og líkum fyrir veiði, Kennarasamtökin í landinu eru 50 ára um þessar mundir. í tilefni af þessu fara fram hátíðahöld í Rvík og uppeldismálaþing stendur þar yfir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.