Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 8
Bjarnarey o. v.). Á vetrum er hún suður við Miðjarðarhaf eða fer suður um alla Afríku, alla leið suð- ur í Capland og Natal. Þó er oft margt af henni á vetrum í Bret- landseyjum. Sandióan er dýraæta líkt og hin lóan og étur ógrynnin öll af smá- skordýrum og ormum, og er mat- aræði hennar mjög líkt og lóunn- ar, en auðvitað ræður hún ekki við nema það, sem smávaxnara er. Hún étur einnig dálítið af fræum og annari jurtafæðu. Einkenni. Sandlóan er lítill fugl, kvikur á fæti og allmálug. Um varptímann hleypur hún oft fyrir fótum manna og reynir að laða þá burt þaðan, sem hún á annað- hvort egg eða unga. Liturinn er mógrár hið efra, en hvítur að neð- anverðu. Framan í enninu er áber- andi hvítt þverband, en annað svart ofan við það fremst á kollinum. Hún er einnig svört frá nefrótum og aftur um augun. Framan á bringunni er svört brjósthlíf, en hálsinn er þó hvítur ofan við brjóst- hlífina. Fætur eru rauðgulir og nefið gult eða gulrautt, en dökkt í endann (broddinn). (Stærð: 1. 180-200 mm; v. 127- 138 mm; n. 13-14 mm; fl. um 24 mm.) TJALDURINN (Hœmatopus ostralegus (L)) Tjaldurinn á aðallega heima hérlendis á láglendunum á Suður- og Suðvesturlandi. Þó er strjál- ingur af honum víða um land, en þá helst við sjó, því að hann er fjörufugl að eðlisfari. Sunnan- lands er hann víða alllangt frá sjó, en þá er hann meðfram eða í grennd við stórárnar, sem þar falla tii sjávar. Þar, sem hann er ekki fjörufugl, er hann helst á aurum, söndum og eyrum við ár eða vötn, en þó kemur það fyrir, að hann sest að á algrónu landi, ef þar er skammt til vatns, eða aðr- ar matarholur eru þar nærtækar. Tjaldurinn er dýraæta og lifir mest á fjörudýrum, svo sem smáskelj- um, bobbum, ormum (sandmaðk), smákröbbum o. fl. Hann er vel gerður af náttúrunnar hendi til þessarar atvinnu, því að hann er bæði háfættur og neflangur og all- ur meiri vexti en flestir aðrir fjörufuglar hérlendis og getur því tekið fæðu þar, sem aðrir fuglar ná ekki til hennar. Þar, sem hann er fjarri sjó, étur hann mikið af skordýrum og lirfum þeirra, ána- möðkum, köngulóm o. m. fl., auk þess er hann ætíð neytir nokk- urrar jurtafæðu, t. d. þörunga í fjörunum og ýmislegra jurtafræja o. fl., þegar hann er fjær sjó. Tjaldurinn er bæði farfugl og staðfugl hér á landi. Virðist margt af ungviðinu fara utan, en eldri kynslóðin þrauka af veturinn í fjörunum sunnanlands. í hörðum árum fer eflaust meiri hlutinn af landi burt. Tjaldurinn kemur hingað einhverntíma í aprílmán- uði, og fer það eftir tíðarfarinu, hvenær hans verður fyrst vart, eins og venja er til um farfugla. Hann fer venjulegast að verpa hér sunn- anlands um miðjan maí. Hann verpur oft á grýttum eyrum eða malarkömbum, en stundum í þurr- um móajöðrum, ef engar eru eyrar við árnar eða fjörur engar eða að- eins blautar eyrar. Á landi dvelst tjaldurinn mest á harðvelli. Eggin eru venjulegast 3, stundum 4, all- stór og eigi óáþekk lóueggjum, en öllu ljósari á lit. Útungunartíminn er talinn ca. 23-24 dagar, og ann- ast kvenfuglinn það starf að mestu. Ungarnir dveljast 1-2 sólarhringa í hreiðrinu, áður en þeir fara á kreik. Þeir eru bráðþroska, og láta foreldrarnir sér afar annt um þá og sleppa þeim ekki frá sér, fyrr en þeir eru „færir í flestan sjó" 5—6 vikna gamlir. Hreiðrin eru óvönduð í mesta máta, oftast að- eins smálaut, og sjaldnast fóðruð nokkru að innan, en oft er um- hverfið lagað dálítið, grjótinu rað- að og skeljabrot stundum borin þangað. Egg og ungar eru afar samlit umhverfinu. Tjaldurinn á heimkynni erlend- is, næst okkur í Færeyjum og á Bretlandseyjum, og víðast hvar við strendur Norðurálfu, austan frá Archangelsk suður til Spánar. Vetrarheimkynni tjaldanna eru t.d. á Bretlandseyjum, við Miðjarðar- haf og víðs vegar við Afríku- strendur. Tjaldurinn þrífst ekki í hánorrænum löndum, enda þótt hann geti villst þangað, t. d. til Grænlands; þar hefur hann sést nokkrum sinnum. Einkenni. Allstór, háfættur, nef- langur, þreklegur, þéttvaxinn fugl með gulrautt nef, en bleika eða bleikrauða fætur. Augað gulrautt. Svartur á bringu, höfði hálsi og á baki og vængjum að mestu, en hvítur allt hið neðra. Aftasti hluti baksins og efri og neðri stélþök- ur eru hvítar og stór, hvítur blett- ur á vængnum. Á vetrum er hann með hvítt um hálsinn að framan og utan á hliðunum. Tjaldurinn er félagslyndur fugl og hávaðaseggur hinn mesti, ef því er að skipa, og miðlungs radd- þýður. Sitja þeir oft saman 3 eða fleiri á kjaftaþingi og virðast all- mælskir. Eru það þá oftast tveir eða fleiri karlar að skeggræða við eina frú eða ungfrú. Leggur hún einnig orð í belg, en er þó oftast 8 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.