Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 30

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 30
Börnin skrifa Björn, 11 ára skrifar: Ég á heima á NorÖ-Austurlandi og þegar ég skrifa þetta, get ég séð hafísjakana, sem sveima fram og aftur hér úti á firðinum. Þá detta manni stundum í hug íshirnirnir, sem oft flcekjast á haf- ísnum og jafnvel ganga upp á land. Ekki eru þeir þó allir grimmir,, greyin, eins og sjá má á þessari sögu, sem ég sendi núna i þáttinn „Börn- in skrifa". — Þó er víst best að erta ísbirnina ekki neitt meðan þeir eru uppi á landi, heldrn forða sér inn í hús. - En hér kemur sagan, hún er úr þjóðsögunum: Grímseyingurinn og bjarndýrið Einu sinni vildi svo til um vet- ur, að eldur dó í Grímsey, svo að ekki varð kveikt upp á nokkrum bæ. Þá voru logn og frosthörkur svo miklar, að Grímseyarsund var lagt með ísi og kallað manngengt. Grímseyingar réðu það þá af að senda menn til meginlands til að sækja eld og völdu til þess þrjá hina vöskustu menn í eynni. Hófu þeir ferðina snemma morguns í heiðríku veðri, og fylgdi þeim fjöldi eyjarskeggja út á ísinn, báðu þeim lukkulegrar ferðar og fljótr- ar afturkomu. Það segir nú ekki af ferðum sendimanna, fyrr en þeir á miðju sundi koma að vök einni, sem sá ekki fyrir endann á og var svo breið, að tveir gátu með naum- indum stokkið yfir hana, en einn treysti sér ekki til þess. Þeir réðu honum þá að hverfa aftur til eyj- arinnar og héldu áfram ferð sinni. En hann stóð eftir á vakarbarm- inum og horfði á eftir þeim, Honum var nauðugt að hverfa aft- ur við svo búið og ræður því af að ganga með vökinni, ef hún kynni að vera m.jórri í einum stað en öðr- um. Þegar leið á daginn, fór að þykkna, og gekk upp í sunnanátt með stormi og regni. ísinn tók að leysa sundur, og maðurinn varð loks staddur á jaka einum, sem rak til hafs. Um kvöldið ber jak- ann að stórri spöng, og gengur maðurinn upp á hana. Sér hann þá bjarndýr skammt frá sér, sem liggur þar á ungum. Hann var orð- inn kaldur og svangur og kveið nú fyrir lífinu. Þegar bjarndýrið sér manninn, horfir það á hann um hríð. Síðan stendur það upp og gengur til hans og allt í kringum hann og gefur honum síðan merki, að hann skuli leggjast niður í bæl- ið hjá ungunum. Hann gerir það með hálfum huga. Síðan leggst 30 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.