Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 15
augun framan í höfðinu og náin. Sjón þeirra er „stereoskópisk", þ. e. þeir geta dæmt mjög nákvæm- lega um fjarlægðir, en til hliðanna eða aftur fyrir sig sjá þeir lítið eða ekki. Annað athyglisvert við fiska, sem fáir vita, er það, að fersk- vatnsfiskar drekka aldrei vatn, en það gera sjávarfiskarnir aftur á móti. Það er lífshættulegt fyrir ferskvatnsfiskinn að drekka í sig of mikið vatn. Það er þess vegna, sem þeir eru miklu slímugri en sjávarfiskar. Ef slímið er skafið af og fiskurinn settur aftur í vatnið, verður hann vatnssósa og deyr von bráðar. Fiskarnir synda ekki með ugg- unum, eins og margir halda. Þeir synda með því að bugða bolinn. Uggarnir eru aðeins jafnvægis- tæki. Hérna er mjög merkilegur fisk- ur. Hann heitir „cichild" (Pincher bar það fram sisslíd). Hrygnan fæðir lifandi unga. Því næst taka fullorðnu fiskarnir seiðin upp í sig [il öryggis. Allt að 1300 seiði hafa verið talin í munni eins fiskjar. Meðan þeir hafa seiðin uppi í sér geta þeir ekki aflað sér fæðu, en öðru hverju kemur fyrir að eitt og ettt seiði hrekkur ofan í þá, svo að þeir svelta að minnsta kosti ekki heilu hungri. Flestir fiskar eru hljóðlausir, en solfiskurinn þarna getur framleitt hljóð með því að nísta tönnunum. En tennurnar eru ekki í munnin- um, heldur kverkunum. Annar fiskur, sem framleiðir hljóð, er hinn svonefndi trumbufiskur. Hægt er að heyra í honum ofansjávar, þótt hann sé á 18 metra dýpi. Áður en við yfirgefum fiski- húrin, verðum við að líta á horn- sílin. Það hefur nýlega verið upp- dýraverndarinn götvað, að þau breyta nærri öll um kyn á miðri ævi. Fyrri helming ævinnar eru þau hrygnur, en síðari helminginn hængar". Við fórum að skriðdýrahúsinu og Pincher hélt áfram: „Krókódíl- ar geta ekki grátið. Vissirðu það? Þeir hafa enga tárakirtla. Þeir hafa lokur í eyrum og nösum til þess að vatn komist ekki inn, þegar þeir eru í kafi. Krókódíllinn hef- ur mjög sterka vöðva til að loka munninum, en veika vöðva til að opna hann. Fullorðinn karl- maður getur auðveldlega haldið lokuðum á honum munninum með báðum höndum. Krókódíl- ar slá stundum fiska með halan- um svo að þeir kastast á land; síð- an fara þeir upp úr og éta þá. Fullorðin pýþonslanga getur gleypt heilt svín. Kjálkabeinin eru ekki áföst um liðamótin og þess vegna geta þær glennt ginið mjög mikið. Eins og þú veist getur kame- ljónið skipt litum eftir umhverf- inu; en það er annað athyglisvert við það. Sérðu hvernig það get- ur rennt til augunum, þannig að annað horfir fram en hitt aftur? Nú komum við að sæljónun- um. Nokkrir vísindamenn gerðu eitt sinn tilraunir með næm- leik ýmissa dýra á tónlist. Þeir uppgötvuðu, að hvað svo sem sæ- Ijónin voru að gera, stöldruððu þau undir eins við, þegar þau heyrðu hljóðfæraslát. Þau hlustuðu með meiri at- hygli á sígilda tónlist en jass. Nashyrningurinn var ekki eins söngelskur. Hann varð öskuvond- ur og ætlaði að ráðast á hljóm- sveitina, hvort heldur spilað var sígild tónlist eða jass. Ljónin, sem þú sérð hérna, eru miklu þriflegri útlits en þau eru villt, og þau lifa einnig lengur hér. Faxið er ekki nærri eins rækt- arlegt á villtum ljónum; það tæt- ist og slitnar á trjárunnunum. Auk þess éta þau mjög óreglu- lega, suma daga éta þau sig belg- full, en aðra daga fá þau ekkert í sig. Þegar þau eldast, slitna tenn- urnar, og eiga þau erfitt með að drepa sér til matar. En í dýragörð- unum fá þau mat sinn reglulega, og litlu máli skiptir, þó að tenn- urnar slitni með aldrinum. Þú trúir því kannske ekki, en samt er það satt, að um skeið fengu dýragarðar í Suður-Afríku ljón sín frá Bretlandi. Þau voru svo miklu þriflegri en afríkönsku 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.