Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Side 3

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Side 3
I Madntosh Peifomia STBL. • Maí 1995 Bls. 3 Þrátt fyrir að sænska landsliðið í hand- bolta hafi rassskellt þessa stráka þama í íslensku búningunum og þar með gert okkur grikk, þá er ekki svo um alla Svia. Jubileumssjóðurinn við Gautaborgarháskóla hefur ákveðið að gefa Há- skóla íslands 10.000 sænskar krónur til styrktar háskólanema frá Islandi sem stundar fram- haldssnám við háskóla í Gautaborg. Háskóli Is- lands ráðstafar styrknum. Umsækjandi skal hafa lokið BA/BS-námi við Háskóla íslands eða sambærilegu námi. Upplýsingar um fyrra og nú- verandi nám skulu fylgja umsókn. Tekið er við umsóknum á skrifstofu Samskiptasviðs Háskóla Islands fyrir 1. júni nk. Stúdentablaðið hvetur stúdenta til að kynna sér þetta mál nánar og sækja um í hrönnum. Endalok Stúdentablaðsins nálgast Þér er boðið í sumargleði Sumarið er komið og Stúdentablaðið er að leggja upp laupana. Af því tilefni veróur haldin sumarhátíð Stúdentablaðsins laugardag- inn 27. maí milli 14.00 og 18.00 í vafasömu „lókali'* við Lauga- veg. Sumarhátíðin verður haldin úti undir berum himni þar sem í porti á bak við bar þar sem áður var N1 bar (enn einn bar) Þar er núna barinn Grand Rock, sem er stúdentum væntanlega að góðu kunnur, og er innangengt í portið frá Laugavegi (portið er beint á móti gramminu, bakarínu og barnafata- versluninni). Við innganginn í portið er aukinheldur pulsu- vagn. Teitið verður í senn uppskeruhátíð og lokahóf og er öllum les- endum og velunnurum blaðsins opið. Þeir sem hafa starfað og skrifað í blaðið í vetur eru sérstaklega boðnir velkomnir og er frjálst að taka með sér gesti. Ymislegt skemmtilegt verður á boðstólum, s.s. lifandi músik og töfrabrögð, hagyrðingur lítur inn og sól mun skína í heiði. Náðst hafa samningar við sómafyrirtækið Goða hf. um að leggja til grillmeti í sumarhátíðina og hvetur Stúdentablaðið lesendur sína til sjávar og sveita að beina öllum sínum viðskiptum til þess fyrirtækis í sumar enda hreint af- bragð af þeim að styrkja stúdenta á þennan hátt. Eins og fyrr segir hefst sumarhátíðin klukkan 14.00 stund- víslega, ef veður leyftr, og fá þeir mest sem fyrstir mæta á staðinn. Nánari upplýsingar er að fá hjá ritstjórnarskrifstofum blaðsins í síma 5621080 eða í salarkynnum ritstjóra sem er í símaskránni. -alltafgóður Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SlMI: (91) 62 48 00 Heimasíöan: http://www.apple.is Ekki eru allir Svíar vondir... s I ll ÍTIQIS . - V,IÖ n yj 5J J4J3 Ö Vlsicmtosh Macintosh Performa 475 er með 4 MB innra minni, 250 MB harðdiski og 14" Apple-litaskjá. Þetta er tölva sem hentar fullkomlega fyrir heimilið eða skólann. Verð: 110.526 Þ 105.000 £ ,!iil i|É|t L

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.