Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 5
5 Cn iið m iiiiri ii r Böðfarsson: Landsvísur Bókaútgáfa Menningarsjóðs Fyrir s.l. jól kom líticf Ijóðakver eftir Guðmund Böðvarsson á bókamarkaðinn. Smekklega útgef- in bók með teikningum eftir Hörð Agústsson, listmálara. Heiti bókar Landsvísur. Guðmundur Böðvarsson hefur átt því láni að fagna sem skáld, að hverri bók hans hefur verið fagnað af traustum og fjölmenn- um lesendahópi, og líklega geta fá núlifandi ljóðskáld sagt með meiri sanni en Guðmundur, að hann hafi aldrei brugðizt eftirvæntingu unnenda sinna. Hins vegar mundi slík hugsun aldrei hvarfla að hon- um. Yfirlætislausari og hógværari listamann getur ekki. 011 skáld yrkja sig í vissum skilningi í sífellu upp. Viss áslátt- ur, viss efnisstef, endurtaka sig aftur og aftur hjá þeim. Það er því út í hött, þegar ritdómendur eru að bregða þeim um endurtekn- ingar. Slíkt gera allir: söguskáld, ljóðskáld, tónskáld svo að vissir listamannahópar séu nefndir. Galdurinn og listin liggur m. a. í því að ná nýjum tónum inn í gamlan áslátt, nýju ívafi upp í gamla uppistöðu, nýrri litadýrð inn í eldra litróf. Guðmundur Böðvarsson er galdramaður íslenzkrar tungu í þessum skilningi: Vorið, regnið, ferskleiki lyngs og blóma, haust- svipur jarðar, dularleiki heiðar og fjalla, feigðargustur válegra athurða, umkomuleysi og villur mannlegs vitundarlífs, en einnig kærleikur þess og umhyggjusemi á stundum. Þetta og margt fleira hefur skáldið sýnt okkur aftur og aftur í ljóðum sínum og alltaf átt þann áslátt á hörpu sína að hræra hugar- og hjartastrengi lesenda sinna um leið og hann sló hljóð- færi sitt. Á hausti komanda er þetta ljúf- lingsskáld borgfirzkra byggða og heiða sextugur að árum, en hver getur greint roskinn mann að baki Landsvísna fremur en fyrri kvæða bans? Þroskaður, lífsreyndur æskumaður fer þar enn sem fyrr. kannske jafnalvörugefnari en áð- ur, en listatökin fatast honum hvergi, þegar t. d. angurværð lið- inna stunda og djúpur skilningur og hlýr á mannlegu eðli heldur um fiðlubogann, eða hver nema ósk- mögur skáldgyðjunnar gæti hafa ort þetta kvæði: BRÓÐIR Um leiði og varða rauk mjöllin í útsynningsátt, og einmana trékrossar skulfu þar ellimóðir. Eg nefndi við vindinn að hafa ekki alveg svo hátt. — Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. Og þar varð mér ljóst, í garði við þína gröf, er gömul kynni ég rakti í hugans leynum, bvað ástrík og hlý er hin orðlausa, hógværa gjöf, sem aldrei var nefnd og hvergi getið af neinum. Hve skammt nær vor síðbúna þökk í þögnina inn, sem þulin er líkt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund, er í hinzta sinn hans stirðnuðu hönd vér þrýstum í kveðjuskyni. 'f < Og fátækt er orðið og fáskrúðug tjáning hver, er fetar sig áfram vor hugur um tregans slóðir. — En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér? Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. Og skammdegisélið, sem fór yfir fjall og bæ og flutti andvökumanni getraunir sínar, það breiddi þá nótt hinn heiðsvala, hvíta snæ, hinn hljóðláta vetrarsnæ yfir moldir þínar. Eða hvað segja menn um hið seiðþrungna kvæði Brœðravígi með dauðageiginn fyrir, en dul ofboðsyerka að baki: j Kletturinn rís eins og kastalaturn úr rústum í klungrinu, brattur og hár, jökullinn gnapir þar ofar hjarnbrunnum hlíðum harður og kuldablár. Leirurnar skefur gustur af ’ Geitár-aurum, gola ilmlaus og svöl, Sláttulág hlykkjast sem tröð heim að tröllanna hellum, troðin í jöklamöl. i Tveir horfa bræður frá vígi vökulum augum til vegar á Langahrygg, skima um brúnir og ása og vita að engin átt er þeim lengur trygg, vopnfáir menn, er búast til blóðugrar varnar, bera á hamarinn grjót, grunar að hér hafi sjálfur hinn bleiki bani boðað þeim stefnumót. Leggjast skuggar í skriðuhlíðar og gljúfur, ský eru rauð sem blóð. Inn yfir blásvartar breiður stórleitrar auðnar berast grunsamleg hljóð. Tveir horfa bræður frá vígi vökulum augum, varir og myrkir á brá. Næst þegar eldar héðra um stormbarin hrjóstur — hver stendur uppi þá? Guðmundur Böðvarsson, skóld. I Hátt sveima þögul hrægögl á teygðum vængjum, hyggjandi á blóðugan val. Enn skulu berjast fáir á móti mörgum, mannfall á Kaldadal. Nú kallast þeir á. Þeir koma austan og vestan, koma og ldaupa við fót. — Falla mun bráðum benregn á þyrstar foldir. Brjótum upp meira grjót. Hér nýtur myndvísi Guðmund- ar og orðlist sín svo sem bezt verður í kvæðum hans. Ekki má gleyma að benda á hið fagurslungna kvæði Þakkarorð, eða hið djúplygna stef Stekkjar- mói. Enn verður hér nefnt kvæð- ið Hvítur hestur, Sumar við ána, Landmunalönd, Rúst og loks Völu- vísa. Óll eru þessi kvæði ort af djúpum lífsskilningi, hógværð og hlýju og næmri orðsins list, sem er aðal Guðmundar Böðvarssonar. Ég minnist ekki að hafa séð því nokkurs staðar hreyft, sem þó er augljóst mál, að Guðmundur Böðvarsson hefur gegnt merkilegu endurnýjunarhlutverki í ísl. ljóð- list. Ljóðhefð hans er gamalslung- in en þó mörgum nýjum þáttum brugðin og í sumum síðari bókum sínum hefur hann auðsæilega vit- andi vits reynt að laða saman nýtt og gamalt form og efnismeðferð, og náð þar víða mjög hugþekkum árangri: nýju yfirbragði hreims og stefja með djúpum undirómi gamalla ljóðhefða. Þetta hefur Guðmundi tekizt betur flestum öðrum, sem glímt hafa við þennan vanda, m. a. vegna þess að ræktarsemi hans við gamla Ijóðhefð hefur aldrei rótslitnað, jafnframt hinu, að hann hefur haft ríka samúð og skilning með þeim, sem nýrra leiða og marka vilja leita. Hann hefur alltaf verið sáðmaður vorsins á ljóðakri „14s#fat“ í Fimmtudaginn í fyrri viku frumsýndi Leikfélagið Iðunn í Idrafnagilshreppi leikinn Jósafat eftir Einar H. Kvaran, sem sam- inn er eftir sögunni Sambýlið, eftir sama höfund. Öll hlutverk, yfir tuttugu að tölu, eru skipuð íbúum hreppsins, sum smá að vísu, en sýna glögg- lega að þarna hefur verið unnið af áhuga og miklu verki skilað undir góðri stjórn. Öll aðstaða til leikstarfsemi í sveitunum hefur gerbreytzt með tilkomu félagsheimilanna og sýndi það sig með þessari sýningu, að það er ómaksins vert fyrir Akur- eyringa og aðra nágranna, að fjöl- menna í Laugarborg og sjá „Jósa- fat“. Með því styrkja þeir hrepps- búa í viðleitni þeirra til að halda uppi starfsemi, sem félagsheimil- unum er fyrst og fremst ætlað, um leið og þeir eyða þar ánægjulegri kvöldstund. Okkar kunni leikstjóri Ágúst Kvaran hefur á hendi leikstjórn og tekizt vel og sjáanlega lagt mikla rækt við staðsetningu leik- ara og hreyfingar á sviði, sem í flestum tilfellum var ágæt. Aðalhlutverk eru leikin af Jóni H. Kristinssyni, Valgeir Axelssyni, Sigríði Schiöth, Öldu Kristjáns- dóttur, Hreiðari Eiríkssyni, Magn- úsi Guðlaugssyni og Jóni Hall- grímssyni. Öll skila þau hlutverkum sínum merkilega vel af óreyndum leikur- um að vera. Nokkurrar tauga- spennu gætti hjá leikurum framan af sýningunni, en það lagaðist er á leið og í síðasta þætti var Jón sérstaklega góður, er Jósafat gerir upp hlutina við sjálfan sig á banasænginni. Leiktjöld málaði Björn Björns- son, en um smíði þeirra sá Ólafur þjóðar sinnar — með hlýju til og skilning á kostum gamalla hefða og margra ættliða orð- og ljóð- snilld í mal sínum. Þannig kyssti hann sól ungan og þannig sigldi hann hinum hvítu skipum. Þannig stigu álfar kvelds- ins honum dans fyrr og þannig nam hann undir óttunnar himni rödd lands síns. Þannig las hann kristal mannúðar og spektar úr hyl lindar og ár og vann saltkorn úr jörð, og þannig kveður hann enn landsvísur sínar: undir skiln- ingstré forns og nýs siðar í skálda- túni þjóðar sinnar. Br. S. laugarborg Ólafsson. Var þar vel að unnið, tjöldin einföld en haganlega gerð. Ljósameistari var Ingvi Hjör- leifsson. Reyndi mikið á hann, þar sem stórbruni verður í leikn- um. Það atriði var varla nógu sannfærandi þar sem reykjareim- ur fannst ekki í lofti. Annars var eldurinn mjög vel gerður. Förðun á leikurum var góð, enda lítil og auðveld, þó var litur- inn á andliti Láfa nokkuð glanna- lega rauður. Húsið var svo til fullsetið og leikarar og leikstjóri voru hylltir með lófataki og blómum að sýn- ingu lokinni. Hafi aðilar, sem að sýningunni stóðu, þökk fyrir framtakið. Þ. Bílostyrkirnir eon Samkvæmt fundargerð rafveitu- stjórnar Akureyrar 22. þ. m. hafa starfsmenn rafveitunnar, þeir Sig- urður Guðlaugsson,' Sigurður Helgason, Albert Sigurðsson og Ragnar Haraldsson, óskað þess, að bílstyrkir þeirra, er þeir telja alltof lága, verði endurskoðaðir, en kr. 2.500 á mán. væri að þeirra dómi algert lágmark. Rafveitustj óm leggur til við bæjarstjórnarfund í dag, að bíl- styrkir þessara manna verði kr. 2.500 á mán. Þess er skemmst að minnast, að bæjarstjórn samþykkti 14. jan. s.l. með 9 atkv. gegn einu, að bíl- styrkir þessara manna skyldu vera kr. 2000 á mánuði (og engra hærri) nema eins þeirra, sem var úthlutað 1500 kr. bílstyrk eða eins og rafveitustjóra, sem enga at- hugasemd hefur gert við bílastyrk sinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.