Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 4
4 Heimsókn í Tunnuverk- smiðjuna ó Akureyri Alimnnur lifeyrissjéiur iðnaðar mdiM tehur til starji S.l. laugardag brugðum við okkur í heimsókn í Tunnuverk- smiðjuna, en eins og áður hefur verið getið um hófu Siglfirðingar störf þar snemma í síðustu viku. Þá um leið urðu þær breytingar að unnið er á tveim vöktum og sjá Siglfirðingarnir ásamt 6 Akureyringum um aðra vaktina en Akureyringar um hina. Þarna hittum við að máli verk- stjórana Björn Einarsson og Rögnvald Sveinsson svo og vél- stjórann Ástvald Kristjánsson, en þannig stóð á vakt að Siglfirð- ingarnir voru að vinna. Ræddi ég nokkuð við þá þremenninga og leystu þeir greiðlega úr spuming- um mínum, m. a. spurði ég Rögn- vald verkstjóra hvemig honum lit- ist aðbúnaður hér, en eins og allir vita er heldur þröng um tunnu- smíðina. Svaraði hann til að þetta væri nokkuð líkt og verið hefði vestra, að vísu þrengra, sérstak- lega vegna þess að öll botnasmíði fór fram á annarri hæð, en vélar og tæki yfirleitt þau sömu, jafnvel nýrri hér hjá okkur. Um vinnutilhögun sögðu þeir Bj örn og Rögnvaldur að hver vakt yrði 10 tímar nema á laugardög- um, þá 5 tímar, og þar sem ekki náðist samkomulag um skiptingu vakta ætla Siglfirðingarnir að sjá um allar næturvaktir. Með þessum vaktaskiptum ætti að vera hægt að smíða ca. 1200 tunnur á sólarhring, en á hverri vakt eru 42 menn. Sérstaklega lofaði Rögnvaldur verkstj óri allan aðbúnað á hótel- inu þar sem þeir dvelja, fæðið og annað sem dvölinni fylgir, sagði hann að á betra yrði ekki kosið, gott næði, herbergi vistleg og þægileg, sem sagt allir ánægðir. Þegar farið var að impra á myndatöku við verkstjórana voru þeir sammála um, að þeir myndu ekki tolla lengur á filmu, svo mik- ið væri nú búið að mynda þá und- anfarið, leyfðu mér þó góðfúslega að smella af einni, en svo fór þeg- ar framkalla átti filmuna að þar sem vera áttu andlit Björns, Rögn- valdar og Ástvalds, var aðeins hvít eyða. Á eftir þessu samtali var gengið um salinn og teknar þessar myndir sem hér eru með á síðunni, tóku þeir myndatökunni hið bezta og stilltu sér jafnvel upp svo sem gj arðasmiðirnir. Nú um áramótin tók til starfa Almennur lífeyrissj óður iðnaðar- manna fyrir frumkvæði Lands- sambands iðnaðarmanna. Tildrög þessarar sjóðstofnunar eru þau, að á 24. Iðnþingi íslendinga, sem haldið var á Sauðárkróki sumarið 1962 var kosin nefnd til að semja reglugerð fyrir slíkan lífeyrissjóð. Frumvarp nefndarinnar var síðan samþykkt á 25. Iðnþinginu, sem haldið var í Reykjavík á sl. hausti, og var þar um leið kosin stjórn sjóðsins, en hún er þannig skipuð: Þórir Jónsson, formaður Oskar Hallgrímsson, varaform. Þorgeir Jósefsson. Sigurgestur Guðjónsson. Guðjón Hansen. Það sem vakir fyrir þeim, er að stofnun þessa lífeyrissjóðs standa, er fyrst og fremst að tryggja hinni f j ölmennu stétt iðnaðarmanna hlutdeild í þeim hlunnindum og öryggi, sem fylgir slíkri sjóðs- stofnun. Allir ættu að geta verið sammála um nauðsyn þess að stofnaður sé einn allsherjar líf- eyrissjóður, sem opinn sé öllum iðnaðarmönnum, bæði sveinum og meisturum, hvar á landinu sem þeir búa eða starfa. Það sem mælir einkum með slíkri sjóðstofnun er þetta: 1. Mörg iðnaðarmannafélög, sem nú þegar hefðu viljað stofna eigin sjóði, eru of fámenn til Á leið minni urn salinn rekst ég á kunningja minn Pétur Baldvins- son frá Siglufirði, var hann í einu og öllu sammála því sem verk- stjórinn hafði sagt hér á undan, sagðist að vísu skamma hríð hafa unnið að þessu, en vera í alla staði ánægður með tilveruna. Þar sem við teljum ekki fært að tefja lengur þessa iðjusömu menn, þökkum við fyrir og kveðj- að halda uppi slíkri starfsemi. 2. Oryggisleysi iðnstéttarinnar, ef um óhöpp eða vinnuslys (ör- orlcu) er að ræða. 3. Engin lánastofnun eða sérsjóð- ur er fyrir hendi, ef iðnaðar- menn þurfa á lánum að halda til byggingar eigin húsnæðis. Sjóðfélagar geta allir iðnaðar- menn orðið. Auk þess getur stj órn sjóðsins heimilað, að aðrir en iðn- aðarmenn gerist sjóðfélagar, enda liafi þeir framfæri sitt af iðnaði, iðnrekstri eða iðnaðarmálum. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að veita sjóðfélögum, ekkjum þeirra og börnum, lífeyri eftir svipuðum reglum og gilda hjá sambærilegum lífeyrissjóðum. í sambandi við ávöxtun á fé sjóðsins skulu sjóðfélagar hafa forgangsrétt til lántöku, og verður leitast við að hafa lánveitingar til einstakra staða og félaga í hlut- falli við innkomið fé þaðan. Skrifstofa sjóðsins verður fyrst um sinn hjá Landssambandi iðn- aðarmanna, Lækjargötu 10, Rvík, og veitir framkvæmdastj óri þess, Otto Schopka, allar upplýsingar um starfsemi sjóðsins. Biltr frrir 100 millj. keyptir til íslaads 100. Bílar fyrir alls 298 milljónir króna voru fluttir inn fyrstu 11 mánuði síðasta árs. Eru þetta alls 4325 bílar, megnið nýir fólksbíl- ar. Ekki liggja enn fyrir sundurlið- aðar skýrslur fyrir allt árið, en fyrir tímabilið janúar til septemb- erloka lítur dæmið þannig út: Bifreiðar keyptar fyrir kr. 259.856.000.00. Alls 3789 bílar. Nýjar fólksbifr.: 2199 (kr. 109.643.000.00). Notaðar: 168 bílar. Notaðar fólksbifr.: 168. Almenningsbifreiðar 16, sjúkra bifreiðar 2, slökkvibílar 1, snjó- bíll 1. Vörubílar-diesel yfir 3 tonn 345, vörubílar, benzín, yfir 3 tonn 11, vörubílar undir 3 tonn 15, sendibílar 263, jeppar 553, dráttarbílar 9, station-bílar 188, bílgrindur 17. Til samanburðar má geta þess, að allt árið 1961 voru fluttir inn 1244 fólksbílar og hefur sú tala tvöfaldazt á þessu ári eins og sjá \ Við „strauvélina". ma.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.