Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 16
94 Baldur Andrésson PRÖFESSOR RJARNI ÞORSTEINSSON. Frh. írá bls. 89. og „Systkinin“, „Kirkjuhvoll“ o. fl. Hátiðasöngvarnir hafa fyrir löngu náð mikilli festu lijá þjóðinni. í þeim er lyfting og liátiðleiki, sem einmitt á við á stórliátíð- um kirkjunnar. Messusvörin hans eru með sama iilæ. Fer vel á þvi að viðliafa þau á stórliátíðum, en ekki annars. Reynslan í hálfan fjórða tug ára liefir sýnt, að hátíðasöngvarnir eru að skapi íslenzku þjóðarinnar og í fullu gilcli enn í dag. Eins og flest önnur íslenzk tónskáld hefir liann nær eingöngu samið. sönglög. Að undantekinni einni jirælu- díu hefi ég ekki séð eftir hann annað en sönglög fyrir einu rödd, tvær raddir eða kór. Lögin lians eru mörg vinsæl og mikið sungin á heimilum og opinberlega. Eg nefni liér nokkur þeirra: „Systkinin“, „Kirkjuhvoll", „Taktu sorg mína“, „Vor og liaust“ (I fögrum lundi), „Gissur ríður góðum fáki“, „Sólsetui-sljóð“, „Burnirót- in“, „Íslandsvísur" (Ég vil elska mitt land), „Sveitin min“, „Draumalandið“. Áhrifa rómantísku tónlistar- stefnunnar gætir í lögum hans. Það er í anda hennar að leggja mikla rækt við hljómfegurð og þýðleik lag- anna. Eins og kunnugt er, þá hefir séra Bjarni ckki aðeins lagt mikinn skerf til íslenzks kirkjusöngs með hálíða- söngvunum, heldur einnig með útgáfu sálmasöngbók- arinnar, sem við liann er kennd. Hún kom fyrst út ár- ið 1903. Var henni vel tekið og seldist hrátt upp. Við- bætir við liana kom út árið 1912. í honum eru 85 sálma- lög, sem ekki höfðu verið áður notuð i íslenzkum kirkjp- söng. Er ]ietta mikil viðhót og reyndist góð og þörf við- bót, þvi mörg lögin eru nú í miklu upþáhaldi. Eg nefni liér aðeins eitt þeirra: „Á hendur fel þú honum.“ Sálma- söngbókin með viðhætinum og liátiðasöngvunum var gefin út i einni hók árið 1926. Séra Bjarni hefir tekið í sálmasöngbókina einstaka lag, sem elcki er með kirlcju-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.