Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 19

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 19
Próf. Bjarni Þorsteinsson 97 lokuð bók; — skapgerð bans er sexn skáldverk, sem les- andinn verður að draga út úr ályktanir sínar um eig- inleika og hvatir persónanna, af orðum þeirra og at- höfnum, til þess að skapa sér skoðun um þær..... Það hefir nú verið sýnt liér að framan, hversu mik- ilvægt starf séra Bjarni hefir unnið íslenzkri tónlist með þjóðlagasafni sinu og fróðlegum ritgjörðum, og hversu mikið gagn hann hefir unnið kirkjusöng vorum með sálmasöngbókum sinum. Hátíðasöngvar hans hafa varpað hirlu yfir guðsþjónusturnar og frumsamin söng- lög hans flutt yl og gleði inn á heimilin og gera enn. Heiður lians verður ekki minni við það, hversu örðug aðstaða hans hefir verið til þess að geta orðið söng- listinni að því liði, sem raun ber vitni. Starf hans í þágu sönglistarinnar hefir hann orðið að vinna i hjá- verkum. Ennfremur veit ég ekki annað en að liann hafi af eigin rammleik orðið að afla sér hinnar víðtæku þekk- ingar sinnar á tónlistinni. Hann er sjálfmenntað tón- skáld. Séra Bjarni er einn af merkismönnum þessa lands. Mestan og beztan orðstír hefir hann áunnið sér hjá öldum og óhornum með sínu langa og alvarlega starfi fyrir sönglistina liér á landi. 12. janúar 1937. Baldur Andrésson. U M M E N N T A G I L D I A CAPELLA TÓNLISTAR. EFTIR IIERBERT ANTCLIFFE. í hinni ágætu hók sinni: „Voice Production in Singing and Speaking“ segir próf. Wesley Mills, að skólasöngur, eins og hann venjulega sé um liönd liafður, stuðli frek- ar að því að skemma raddirnar en þroska þær, og spilli meir góðum tónlistarsmekk en bæti hann. Þessi varnagli: „eins og hann venjulega er um liönd háfður“, er þýðing-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.