Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 20

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 20
98 Herbert Antcliffe armikið atriði í þessari staðhæfingu. Það er gaman að geta sýnt fram á, að nú á dögum, sem og í byrjun þess- arar aldar, þegar próf. Mills reit bók sína, finnast góð- ar og gildar undantekningar frá þessari reglu. Ef eg hinsvegar á að tala út frá eigin reynslu i þessu efni, ekki einungis um tuttugu og fimni eða þrjátiu ára, lieldur hálfrar aldar skeið, lxefi eg aðeins frá afturför að segja. Ekki allir af minni kynslóð liafa átt því happi að fagna, að stunda nám í barnaskóla, þar sem ekki var neitt hljóðfæri við liendina, en það leiddi af sér, að við vorum nauðbeygð til að hjarga oklcur sjálf í ein- og margrödduðum söng. Á þeim tíma gáfu útgefend- ur ofannefndrar hókar einnig út margar slcólasöngbæk- ur með gömlum og nýjum tví- og þrírödduðum lögum án liljóðfæraundirleiks, ætluðum drengja- og stúlkna- röddum. Þar sem þessi lög voru aðalundirstaða skóla- söngmenntunar okkar (við fengum meðfram æfingu í að skerpa söngeyrað og læra utanað), öðluðumst við skjótt leikni í að lesa nótur og bjarga okkur sjálf í samsöng, sem varð til þess að margir af félögum mínum koinust síðar meir í tölu fremstu tónlistarmanna í fæðingarhorg sinni og víðar, og hókstaflega allir hinir urðu hæfir kór- meðlimir og góðir og vel menntaðir „amateurs“. Er nokkur skóli til nú með hörnum á aldrinum fimm til tíu ára, sem treystir sér til að syngja einföldustu tví- raddaða söngva án hljóðfæraundirleiks? Eg efast um það. Þetta er aðalgildi a cape//o-tónlistar sem uppeldis- atriðis; hún veilir hverjum einstökum söngvara sjálf- stæði, æfir hann i að syngja hreint og kennir honum nákvæmni og raddfágun. Ein aðalmótbára flestra söng- kennara er, að samsöngur fái á sig ruddalegan hlæ. Þetta getur átt við um samsöng í óperum, og ef til vill kann að vera hætta á því i óratóríumkórum, nema því aðeins að kórstjórinn geri því hærri kröfur íil söngfág- unar. En í a cape//a-kór er það óhugsandi. Líkumar

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.