Hugur - 01.01.1996, Side 19

Hugur - 01.01.1996, Side 19
Af tvennu illu 17 að ná í skjótfenginn arf og hins vegar að horfa upp á frændann drukkna fyrir framan sig án þess að rétta fram litlafingurinn til hjálpar, sé manni það í lófa lagið. Stundum getur aðgerðaleysi verið ómann- úðlegra en aðgerð, samanber það að meiddur hestur er sleginn af.16 Og stundum velta skilin þama á milli einungis á ólíkum lýsingum: Er til dæmis það að halda kjafti aðgerðin að bíta saman tönnunum eða aðgerðaleysið að tala ekki? Hinn vandinn er sá að reglan um tvenns konar skyldur var einmitt sett fram af Foot til þess að forðast að þurfa að gera muninn á aðgerð og aðgerðaleysi að aðalatriði. Hún nefnir þann mun, eins og hún orðar það sjálf, „aðeins til að víkja honum til hliðar“.17 En svo fjarri fer að Foot verði kápan úr því klæðinu að mál mitt hér á undan virðist hníga að hinu gagnstæða: Að svo miklu leyti sem unnt er að henda einhveijar röklegar reiður á greinarmun taum- halds- og verknaðarskyldna þá er hann enginn annar en gamli munurinn á aðgerð og aðgerðaleysi - með öllum sínum vanköntum. Engin þessara þumalfmgursreglna, um ólíka ábyrgð á tvenns konar afleiðingum verka manns, um mismunandi röð atburða í orsakakeðju eða um tvenns konar skyldur, virðist því hrökkva til að ljá okkur innbyrðis samkvæm svör við klípusögunum fjórum, né auka í raun hársbreidd við gildi munnmetanna sem fram komu áður: að fólk telur, fljótt á litið, breytnina í 1 rétta, 2 ranga en leggur mismiklar koll- húfur yfir 3 og 4. Reglumar velta á tvískiptingum sem allar „dingla í lausu lofti“, eins og Shelly Kagan myndi orða það.18 Okkur er því nauðugur einn kostur að spyrja véfréttirnar, hinar víðfeðmu siðferðiskenningar, ráða. m Nytjastefna er frægust siðferðiskenninga á 20. öld og jafnframt sú umdeildasta. Talsmenn hennar hafa verið orpnir þungum sökum en þeir herðast við hveija raun og láta engan bilbug á sér finna. Ég er sjálfur hallur undir nytjastefnu og hef áður varið nokkru rúmi í að 16 Rachels, J. færir m.a. rök fyrir þessu í frægri grein, „Active and Passive Euthanasia", New England Joumal of Medicine, 292 (1975). 17 „The Problem of Abortion... “, bls. 26. 18 Sjá umræðu Kagans um ýmiss konar „dangling distinctions" í siðfræði í hinni snjöllu bók hans, The Limits of Morality (Oxford: Clarendon Press, 1989).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.