Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 31

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 31
BÚNAÐARRIT 25 afkasta sem mestum slætti á sem lóttastan hátt, að þeir geti sagt unglingum það, svo að þeim só það auðskilið.. Það er með öðrum orðum annað, að kunna verkið, eða geta kent öðrum það. Mér hefir komið til hugar, hvort ekki væri hægt að fá sláttuhaga menn, sem jafnframt hefðu góðan skiln- ing á verkinu, til þess að halda sláttunámsskeið fyrir unglinga, og enn fremur hvort ekki væri hægt að láta menn keppa til verðlauna við slátt, líkt og við íþróttir. Þetta hvorttveggja fyndist mór framkvæmanlegt, og bein og óbein áhrif, sem þetta hefði, mundu geta orðið talsvert mikil, ef gengið væri að þvi með fyrirhyggju og þrautseigju. Búnaðarsamböndin hafa nú með höndum kenslu í jarðyrkju, og er útlit á, að það muni gefa góða raun, og fyndist mér vel til fallið, að þau athuguðu, hvort þau gætu ekki komið upp þessari sláttukenslu og keppni. Þurkun heys og heimflutningur tekur oftast 1/a af heyskapartímanum, og á sumum stöðum alt að helmingi. Alt sem getur flýtt þessum verkum er mjög mikilsvert, einkum með tilliti til þess, að þessi vinna verður ekki framkvæmd nema i þurk, eða þurru veðri, sem oft vill verða af skornum skamti. Eg vil því fara hér nokkrum orðum um ýmsar aðferðir til að flýta þessum verkum. I. Sleða-akstur. Takmark okkar við heyflutning ætti að öllum lík- indum að vera það, að geta flutt heyið óbundið, og þá að mestu á fjórhjóluðum vögnum. En ýmsar ástæður og staðliættir gera það að verkum, að það þykir ófram- kvæmanlegt á mörgum stöðum, eins og nú stendur, en með vaxandi notkun hesta fyrir æki mun margt af þeim tálmunum hverfa. Sleða-akstur á heyi að sumrinu er víst, lítt þektur nú á dögum; eg notaði hann dálítið í sumar og skal eg skýra hór frá reynslu minni. A síðastliðnu vori hafði eg með höndum fjárhúsa-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.